Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: nóvember 2008

30.11.2008 : Starfsdegi frestað

Af óviðráðanlegum orsökum verður starfsdegi BHM, sem vera átti þann 1. desember, frestað um óákveðinn tíma. BHM biðst velvirðingar á óþægindum sem frestunin kann að hafa.

Lesa meira

28.11.2008 : Tilmæli frá BHM - greiðslur til stéttarfélaga í atvinnuleysi

 Í ljósi erfiðra aðstæðna á vinnumarkaði og aukins fjölda uppsagna, vill BHM benda á mikilvægi þess að halda tengslum við stéttarfélag ef til atvinnuleysis kemur.  BHM hvetur til þess að þeir sem sækja um atvinnuleysisbætur merki við á umsókn sinni að þeir vilji greiða stéttarfélagsgjald.  Tengsl við stéttarfélag eru sérstaklega mikilvæg varðandi aðild að sjóðum, þ.e. styrktar- eða sjúkrasjóði, starfsmenntunarsjóði og orlofssjóði, auk annarrar aðstoðar og upplýsingagjafar af hálfu félaganna.

Smelltu hér til að komast á upplýsingasíður BHM vegna breytinga á atvinnumarkaði.

 

Fín

25.11.2008 : Ályktun FÍN send BHM

Stjórn Félags íslenskra náttúrufræðinga hefur komið eftirfarandi ályktun á framfæri við Guðlaugu Kristjánsdóttur, formann BHM: "Vísitölutenging lána er skaðleg á tímum fallandi kaupmáttar dagvinnulauna og minnkandi atvinnu.  Þessu til viðbótar kemur sérstakur vandi þeirra sem keypt hafa fyrstu íbúð eða stækkað við sig síðustu 3-4 árin, þegar húsnæðisverð hækkaði meir en um 30% umfram laun.

Lesa meira
skjaldarmerki

25.11.2008 : BHM hvetur stjórnvöld til að standa vörð um velferðarkerfið

Stjórn BHM hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Stjórn Bandalags háskólamanna hvetur stjórnvöld til að standa vörð um velferðarþjónustu og menntun á erfiðum tímum. 

Stjórn BHM telur það ekki þjóna hagsmunum samfélagsins að draga saman seglin í opinberri þjónustu eða

framkvæmdum á slíkum tímum en þeim mun mikilvægara að vernda störf og viðhalda þjónustu á vegum hins opinbera.

25.11.2008 : Fulltrúar BHM á fund vegna láns IMF

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis hefur boðað fulltrúa BHM á fund nefndarinnar.

Lesa meira

25.11.2008 : Ríkið sýknað af kröfu náttúrufræðinga

 

Íslenska ríkið var sýknað af kröfum Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) með héraðsdómi þann 24. nóvember 2008.  FÍN krafðist þess að fá viðurkennt með dómi að þeir félagsmenn stefnanda, sem starfa á veirudeild á Landspítala–háskólasjúkrahúsi, taka laun samkvæmt gildandi kjarasamningi félagsins við stefnda og vinna með hreinræktir smitefna og/eða eitur­efni, þ.m.t. krabbameinsvaldandi og stökkbreytandi efni (hættuleg), eigi rétt til eins launa­­flokks hækkunar samkvæmt samkomulagi milli stefnanda og Landspítala–há­skóla­­sjúkrahúss 25. júlí 2001.

Lesa meira

24.11.2008 : Aðilaskipti að fyrirtækjum

Lög um aðilaskipti tryggja réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtæki eða hluta fyrirtækis innan Evrópska efnahagssvæðisins.  Aðilaskipti eru aðilaskipti á efnahagslegri einingu sem heldur einkennum sínum, þ.e. skipulagðri heild verðmæta sem notuð verður í efnahagslegum tilgangi, hvort sem um er að ræða aðal- eða stoðstarfsemi.
Með þessum lögum eru umsamin réttindi og skyldur launamanna tryggð. Lesa meira

24.11.2008 : Uppsögn eða tímabundin breyting á ráðningarkjörum

Margar leiðir eru færar ef vilji beggja er fyrir hendi og vert að skoða hvort aðilar telji að hægt sé að  ná samkomulagi um breytt ráðningarkjör, starfshlutfall eða aðra breytingu á starfi launþega þegar kreppir að. Lesa meira
lægri laun

13.11.2008 : Um breytingar á launum

Samningar um lægri dagvinnulaun en kjarasamningar kveða á um eru ógildir.  Hvert stéttarfélag ákvarðar hver lágmarkslaun félagsmanna eru og oft er miðað við lægstu laun í launatöflu ríkisins.  Sé ekki svigrúm til að greiða lágmarkslaun væri eðlilegra að semja um lægra starfshlutfall. Lesa meira

13.11.2008 : Hvernig geng ég í BHM?

Þessi spurning berst skrifstofunni af og til. Nýlega hafði ungur viðsikiptafræðingur samband, nýlega kominn heim úr framhaldsnámi erlendis, og vildi ganga í BHM.
Einstaklingar geta ekki gengið beint í BHM heldur verða að ganga í eitthvert af 24 aðildarfélögum BHM. BHM er bandalag stéttarfélaga háskólamanna í störfum hjá ríki og á almennum markaði Lesa meira
Landspitali(1)

3.11.2008 : Nýr dómur: LSH sýknaður af skaðabótaskyldu

Þann 30. október sl. var Landspítalinn (LSH) sýknaður af kröfu hjúkrunarfræðings um viðurkenningu á skaðabótaskyldu spítalans vegna vinnuslyss. Til stendur að fylgja þessu athyglisverða máli eftir með umræðufundi hjá BHM - dagsetning verður auglýst síðar.

Lesa meira

Fréttir