Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: 2009

17.12.2009 : Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins láni ekki til fyrirtækja með lélegt lánshæfismat

Miðstjórn Bandalags háskólamanna beinir því að gefnu tilefni til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að sjóðurinn gæti varúðar í fjárfestingum og láni ekki til fyrirtækja með lélegt lánshæfismat.

Lesa meira

2.12.2009 : Af meintum ofurlaunum ríkisstarfsmanna

Framkvæmdastjóri BHM skrifaði grein í Fréttablaðið 2. desember til að leiðrétta rangar upplýsingar um laun ríkisstarfsmanna og til að vekja athygli á þeirri sjálfboðavinnu sem þeir leggja af mörkum til ríkisins. Lesa meira
Brekkuskogur2

26.11.2009 : Fulltrúaráðsfundur Orlofssjóðs BHM

Verður haldinn 11.12. kl. 12:00. Á fundinn mæta fulltrúar þeirra félaga sem aðild eiga að OBHM.

Lesa meira

25.11.2009 : Skerðing fæðingarorlofsgreiðslna ógnar jafnrétti og vegur að réttindum barna og fjölskyldna

Miðstjórn BHM ályktar um réttindi í fæðingarorlofi

 

 

BHM lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Markmið fæðingarorlofs er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 

 

BHM varar eindregið við því að tímabundið erfiðleikaástand í efnahagsmálum verði látið koma svo harkalega niður á samfélagslegum framfaramálum, sem kostað hefur mikla baráttu og fórnir að ná fram.

Lesa meira

23.11.2009 : Verður fagstéttum áfram kleift að starfa samkvæmt siðareglum?

Miðstjórn BHM ályktar um að skyldur fagstétta verði virtar í niðurskurði

BHM minnir á þá skyldu háskólamenntaðra fagstétta að viðhalda færni sinni til starfa í samræmi við lög og siðareglur.  BHM varar við því að aukið aðhald í rekstri hins opinbera verði látið bitna á sí- og endurmenntun fagstétta.  Fagstéttir hafa skyldum að gegna gagnvart samfélaginu og skjólstæðingum sínum og gera verður þeim kleift að uppfylla þær. 

Lesa meira

20.11.2009 : BHM efast um að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við gildandi réttarreglur

Miðstjórn BHM ályktar um kjaraskerðingar hjá hinu opinbera

Ákvarðanir stjórnvalda um að skerða kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM, bæði þær sem til framkvæmdar eru komnar og þær sem fyrirhugaðar eru, grafa undan forsendum kjarasamninga stéttarfélaga við opinbera aðila og skapa aðstæður á vinnumarkaði sem erfitt er að sjá hvernig unnt verður að komast frá með friði.

BHM telur ástæðu til að efast um að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við gildandi réttarreglur og er reiðubúið  að láta reyna á lögmæti þeirra ef á þarf að halda.

Lesa meira

19.11.2009 : Miðstjórn BHM ályktar um skattkerfisbreytingar og kjaraþróun millitekjuhópa

BHM lýsir áhyggjum af kjaraþróun fólks með meðalháar tekjur í yfirstandandi kjaraskerðingum og fyrirhugðum skattkerfisbreytingum, sem og breytingum á vaxta- og barnabótakerfunum.  Mikilvægt er að huga að jaðaráhrifum skattbreytinga og tekjutenginga. Lesa meira

18.11.2009 : Nýr pistill formanns: Launajafnrétti af tilviljun?

Umbrotatímar eru mótunartímar og þeim fylgja bæði tækifæri og ógnir. Í yfirstandandi umbrotum á sér stað þróun hvort sem hún endurspeglar stefnu eða er tilviljunum háð. Yfirmarkmið aðgerða hins opinbera er að standa vörð um ákveðna þjóðfélagshópa sem standa illa að vígi í efnahagsþrengingum. Hið óheppilega er að á sama tíma þarf ríkið ekki aðeins að sýna aðhald, heldur beinlínis draga úr útgjöldum. Lesa meira

18.11.2009 : Styrkir til starfs eða náms í Eystrasaltsríkjunum

Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga geta sótt um styrki til Norrænu ráðherranefndarinnar til að stunda tímabundið starf eða nám á starfsvettvangi sínum í Eistlandi, Lettlandi eða Litháen. Þetta er hluti af mannaskiptaáætlun opinberra starfsmanna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Smellið hér til að nálgast nánari upplýsingar. Lesa meira

17.11.2009 : Málþing: Höfum við efni á fagmennsku?

Morgunverðarmálþing haldið í samvinnu Bandalags háskólamanna og Stofnunar stjórnsýslufræða HÍ

Málþinginu er ætlað að vekja athygli á skyldum sérhæfðra fagstétta gagnvart skjólstæðingum, samfélagi og sjálfum sér og mikilvægi þess að þeim sé gert kleift að rækja þessar skyldur á niðurskurðartímum. Aðhald í rekstri hins opinbera má ekki verða til þess að draga úr gæðum sérhæfðrar þjónustu. Hætta á slíku skapast ef þrengt verður að sí- og endurmenntun og mannekla verður þess valdandi að fagfólki verður gert ókleift að veita sérhæfða þjónustu í samræmi við nýjustu og bestu þekkingu. Er ráðamönnum stætt á því að boða annars vegar umtalsverðan niðurskurð og hins vegar að þjónusta muni haldast óskert?

Lesa meira

17.11.2009 : Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar fullnægði ekki skyldu sinni til upplýsingagjafar gagnvart sjóðfélaga sínum

Þann 12. nóvember sl. kvað Hæstiréttur upp dóm í máli nr. 133/2009. Niðurstaða dómsins var í stuttu máli sú að fallist var á kröfu J um að ellilífeyrir hennar skyldi taka breytingum eftir meðaltalsreglunni hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar (L).
Málavextir eru þeir að J voru kynntar þær tvær leiðir sem í boði væru hjá L þegar hún sótti um lífeyri og var jafnframt tekið fram að til lengri tíma litið ættu þessar leiðir að vera jafnverðmætar fyrir sjóðfélaga. J óskaði ekki eftir því innan tilskilins frests að eftirmannsreglunni yrði fylgt varðandi ellilífeyri hennar og tók hann breytingum samkvæmt meðaltalsreglunni. Lesa meira
sjomadur

12.11.2009 : Góð ábending frá sjómönnum

Samkvæmt nýjustu fréttum er “fráleitt að skerða sjómannaafslátt þar sem hann er hluti af launum sjómanna”. Þetta er laukrétt ábending hjá talsmanni sjómanna. Hún hittir hins vegar ekki allskostar í mark hjá mér sem talsmanni Bandalags háskólamanna á tímum þar sem einmitt er verið að afnema hluta launa minna félagsmanna vítt og breitt.   Og engar líkur á að því linni.

Lesa meira

11.11.2009 : Góðar fréttir: Starfsmenntunarsjóður hækkar styrki frá áramótum

Frá og með 1. janúar 2010 hækkar styrkurinn úr Starfsmenntunarsjóði

Lesa meira

6.11.2009 : Afstaða fulltrúa BHM í stjórn LSR til byggingar nýs Landspítala

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna  ríkisins samþykkti fyrir skömmu að standa að  yfirlýsingu um byggingu nýs Landspítala sem margir lífeyrissjóðir undirrituðu í vikunni. Fulltrúi BHM í stjórninni greiddi atkvæði gegn þessari yfirlýsingu.

Í þessu fólst ekki afstaða til spítalabyggingar, hvorki jákvæð eða neikvæð . Heldur byggðist afstaðan einfaldlega á því að það sé ekki lífeyrissjóðsins að ákveða hvað hið opinbera tekur sér fyrir hendur. Í þeirri yfirlýsingu, sem stjórn sjóðsins samþykkti, er fjallað um nýja sjúkrahúsið og mikilvægi þess og hagkvæmni með hástemmdum orðum sem stjórnarmenn í sjóðnum höfðu engar forsendur til að taka afstöðu til. Það getur verið varasamt þegar fjárfestingaráform byggjast á brennandi áhuga á ákveðnum framkvæmdum og þá er mögulegt að stuðningur við málstaðinn komi niður á ávöxtun.

Lesa meira

30.10.2009 : Vegna yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkisstjórnarinnar um framgang stöðugleikasáttmálans

Miðstjórn BHM mun fjalla um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og meta hvort innihald hennar hafi áhrif á afstöðu BHM til áframhaldandi aðildar að stöðugleikasáttmálanum.

Yfirlýsinguna má lesa hér:  http: //www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Yfirlysing_forsatisradherra_og_fjarmalaradherra.pdf

Lesa meira

28.10.2009 : Starfsdagur um stöðugleikasáttmála

Starfsdagur Bandalags háskólamanna um stöðugleikasáttmála og aðkomu BHM að þjóðfélagsumræðu.

Dags.: mánudagur 2. nóvember 2009

Tími: 14-17

Staður: Borgartún 6, 3. hæð, fundarsalur Ásbrú.

Smelltu hér til að skrá þig á starfsdaginn.

 

Lesa meira

26.10.2009 : Hádegisfyrirlestur: Guðni Th. Jóhannesson
28. október kl. 12

Fyrirlesari: Guðni Th. Jóhannesson er sagnfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann er höfundur bókarinnar Hrunið – Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar, auk annarra bóka um sögu og samtíð á Íslandi.

Lesa meira
steinunn hrafnsdottir

12.10.2009 : Hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 14. október

Fyrirlesari: Dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við HÍ.

Lesa meira

9.10.2009 : Háskólamenntaðir – óvarinn hópur í niðurskurði

Háskólamenntaðir launamenn  standa nú  frammi fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu í tengslum við niðurskurð í opinberum rekstri.

Við undirritun stöðugleikasáttmála síðastliðið sumar lögðu fulltrúar launamanna ríka áherslu á að sá gjörningur gæfi innsýn í komandi tíð.  Framlag launamanna til stöðugleikasáttmála var að bíða með kjaraleiðréttingar á meðan óvissuástand ríkti í fjármálum landsins.  Slík viljayfirlýsing var háð því af hálfu Bandalags háskólamanna (BHM) að stöðugleiki í öðrum kjörum félagsmanna væri sýnilegur og yrði að veruleika.  Þar má nefna gjöld og skatta, kostnað við rekstur heimilis og greiðslubyrði lána, en ekki síst atvinnuöryggi opinberra starfsmanna. 

Hvorki ríki né sveitarfélög treystu sér til að fastbinda mikið annað en fyrirheit sem nú er farið að fjara undan á mörgum sviðum.  Sveitarfélög hækka gjaldskrár, stytta opnunartíma stofnana og opinberar stofnanir boða nú launaskerðingar.

Lesa meira
Mynd-Margret-G

2.10.2009 : Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar ráðinn til starfa hjá BHM

Margrét Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá BHM og mun veita félagsmönnum ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar. Þessi nýja þjónusta er samvinnuverkefni stéttarfélaga og Virk, Starfsendurhæfingarsjóðs. Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Það er m.a. gert með því að auka virkni og efla endurhæfingu og önnur úrræði. Sjá nánari upplýsingar um Starfsendurhæfingarsjóð á www.virk.is

Lesa meira

1.10.2009 : BHM mótmælir órökstuddum áætlunum um skerðingu kjara

BHM sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu fimmtudaginn 1. október:

Bandalag háskólamanna gerir að gefnu tilefni athugasemdir við túlkun ýmissa stofnana ríkisins á leiðbeiningum fjármálaráðuneytis vegna aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Leiðarljós aðhaldsaðgerða sem birt er í skýrslu fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013, þar sem kveðið er á um stefnu ríkisstjórnar í niðurskurði í ríkisrekstri ber ekki að túlka sem bein fyrirmæli um aðgerðir.  Hverri stofnun hefur verið gert að halda sig innan fjárlagaramma og draga saman rekstur sinn ef þess þarf með og skulu leiðarljósin höfð til viðmiðunar þegar og ef samdráttaraðgerðir eru nauðsynlegar.

Lesa meira

30.9.2009 : Óheimilt að semja um lægri laun en í kjarasamningi

Fimmtudaginn 17. september sl. kvað Hæstiréttur dóm í máli Alhjúkrunar ehf gegn Á þar sem Hæstiréttur dæmdi A ehf. til að greiða Á mismun launa hennar samkvæmt gildandi kjarasamningi og ráðningarsamningi.

 Í málinu hélt Á því fram að launakjör sín samkvæmt ráðningarsamningi við A ehf. hefðu verið lakari en gildandi kjarasamningur á félagssvæðinu milli Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu kvað á um. Byggði Á á því að ráðningarsamningur hennar væri því ógildur með vísan til 1. gr. laga nr. 55/1980 og krafði hún A ehf. um mismun launa samkvæmt umræddum kjarasamningi og ráðningarsamningi.

Lesa meira
hnífur

29.9.2009 : Nýr pistill formanns: Niðurskurður og þjónusta hins opinbera

Það dylst eflaust fáum að veturinn sem í hönd fer verður harður í efnahagslegu tilliti og að mörgu leyti prófsteinn.  Nú mun koma í ljós hvernig heimilunum reiðir af, hvernig fyrirtæki þreyja þorrann og hvernig ríkisstjórnin sem heitið hefur hvorum tveggja aðstoð verður dæmd fyrir sitt framlag. Flest höfum við smám saman þurft að hrista afneitunina af okkur hægt og bítandi og horfast í augu við komandi harðindi.  Margir hafa horft á eftir eignum, kjörum eða  starfi og enn fleiri búa við óvissu um einhvern eða alla þessa þætti.

Lesa meira
Andresjonsson

21.9.2009 : Komdu þér á framfæri

Ekki lesa atvinnuauglýsingar” er boðskapur námskeiðs sem Andrés Jónsson, almannatengill hefur þróað. BHM býður félagsmönnum nú upp á námskeið Andrésar:

Fimmtudaginn 24. september kl. 11.30 - 14.00 - Fullt

Fimmtudaginn 1. október kl. 11.30-14 - Skráðu þig hér

Fimmtudaginn 15. október kl. 15.30 - 17.00 - Fullt

Fimmtudaginn 29. október kl. 15.30-17 - Skráðu þig hér

Lesa meira
bully

8.9.2009 : Álit umboðsmanns alþingis um eineltismál

Athafnaskylda hvílir á ráðherra til að gera nauðsynlegar ráðstafanir á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna þannig að einelti á vinnustað sé aflétt- Mál nr. 5718/2009.

Umboðsmaður ákvað að taka til athugunar að eigin frumkvæði,  hvernig almennt væri háttað aðkomu ráðuneyta að málum  þar sem fyrir lægi:

1)      Að tiltekinn kerfisvandi væri til staðar í starfsemi undirstofnunar,

2)      verulegir samskiptaörðugleikar væru á milli starfsmanna eða

3)       jafnvel að fram hefðu komið ásakanir hjá starfsmanni um einelti af hálfu annarra starfsmanna og/eða yfirmanns stofnunar.

Lesa meira

4.9.2009 : BHM bregst við áformum um brot á kjarasamningum

Bandalag háskólamanna hefur haft til athugunar minnisblað sem fjármálaráðherra lagði fram í ríkisstjórn 14. fyrra mánaðar og fjallar um launakostnað ríkisins, ferðakostnað og fleira.

Í einu atriði brjóta tillögur minnisblaðsins í bága við ákvæði gildandi kjarasamninga.

Lesa meira

20.8.2009 : Trúnaðarmannanámskeið - grunnur

autumn-colorsFræðsludagskrá haustsins er í þann veg að hefjast. Í haust verður boðið upp á námskeið og fyrirlestra sem eru ýmist ætluð trúnaðarmönnum og þeim sem gegna trúnaðarstörfum fyrir aðildarfélögin eða almennum félagsmönnum. Trúnaðarmannanámskeið verða í boði í vetur og hefjum við leikinn með almennu grunnnámskeiði fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga.

Lesa meira

20.8.2009 : Laust í Kaupmannahöfn

Vesterbrogade er laus í eina viku

Lesa meira

1.7.2009 : Nýjar úthlutunarreglur styrktarsjóðs BHM

Nýjar úthlutunarreglur Styrktarsjóðs eru í gildi frá 1. júlí 2009. Lesa meira

25.6.2009 : Bandalag háskólamanna áréttar mikilvægi menntunar í framtíðaruppbyggingu

Miðstjórnarfundur Bandalags háskólamanna haldinn fimmtudaginn 25. júní 2009 lýsir fullum vilja til þess að taka þátt í því endurreisnarstarfi og samráði sem framundan er.

Því samþykkir fundurinn aðild að þeim stöðugleikasáttmála sem lagður hefur verið fram í trausti þess að allar atvinnugreinar taki virkan þátt.

 

Miðstjórn BHM áréttar að menntun er verðmætasta auðlind þjóðarinnar og hefur miklu hlutverki að gegna í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Í áframhaldandi samstarfi og við gerð langtímaáætlana þarf að tryggja varanleg atvinnutækifæri fyrir háskólamenntað fólk.

Í þeim bráðaaðgerðum sem nú er unnið að þarf sérstaklega að huga að nýliðun háskólamenntaðra á vinnumarkaði þannig að verðmæt þekking fari ekki forgörðum. Einnig þarf að gæta þess að raska ekki því kynjajafnrétti í atvinnumálum sem áunnist hefur.

Lesa meira
Undirritun sattmala09

25.6.2009 : Fréttatilkynning  frá Bandalagi háskólamanna, BSRB og Kennarasambandi Íslands 25. júní 2009

Stöðugleikasáttmáli milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar Íslands

Samtök opinberra starfsmanna, BHM, KÍ og BSRB hafa tekið þátt í samráði aðila vinnumarkaðarins um kjarasamningagerð og forsendur hennar í ljósi efnahagsþrenginga í landinu. Myndin af umfangi fjárhagsvandans er fyrst nú að skýrast og er mun dekkri en lá fyrir við upphaf vinnunnar.

Lesa meira

19.6.2009 : Ályktun stjórnar Bandalags háskólamanna föstudaginn 19. júní

Stjórn BHM áréttar að ekki kemur til greina að stéttarfélög innan þess taki þátt í að færa niður kjarasamningsbundna taxta.

Lesa meira

11.6.2009 : Saga Bandalags háskólamanna 1958–2008

Saga Bandalags háskólamanna var gefin út á 50 ára afmæli bandalagsins í október síðastliðnum. Bókin er eiguleg og vel skrifuð og fæst á skrifstofu BHM fyrir 5000 krónur.

Lesa meira

9.6.2009 : Spurt og svarað um biðlaun starfsmanna

Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, hefur tekið saman algengar spurningar sem henni hafa borist um biðlaun og biðlaunarétt. Lesa meira

9.6.2009 : Kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna skipulagsbreytinga hjá LSH

Lögmaður BHM hefur sent kvörtun fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) til umboðsmanns Alþingis vegna breytinga sem Landspítali-háskólasjúkrahús(LSH) er að boða á störfum hjúkrunarfræðinga sem eru félagsmenn í Fíh. Grundvallarbreytingin er sú að dagvinnustarfsmenn eru gerðir að vaktavinnustarfsmönnum.

Lesa meira

8.6.2009 : Ályktun vegna viðræðna um stöðugleikasáttmála

Stjórn BHM sendi frá sér eftirfarandi ályktun föstudaginn 5. júní:  "Megináhersla BHM er að vernda störf og verja velferð og menntun.  BHM telur brýnt að bæta kjör þeirra sem verst standa og hvetur til þess að allra úrræða verði leitað til að ná því markmiði. 

Lesa meira

8.6.2009 : Hver var upphaflegur tilgangur með biðlaunum ?

Í lögum nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var sérstakt ákvæði um biðlaun í 14. gr. laganna. Ákvæðið um biðlaun var á sínum tíma rökstutt með því að rétt væri að tryggja starfsmanni laun sem svöruðu ríflegum uppsagnarfresti ef starf hans yrði lagt niður. Lesa meira
GT

29.5.2009 : Talsmaður neytenda kynnir tillögu um niðurfærslu íbúðaveðlána

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, kemur í heimsókn og kynnir tillögu sína um niðurfærslu íbúðaveðlána sem send var forsætisráðherra í lok apríl. Fundurinn er haldinn þriðjudaginn 2. júní, kl. 12-13. Í kynningu á vef talsmanns neytenda segir meðal annars: "Lagt til að kröfuhafar deili tjóninu með neytendum...

Lesa meira

29.5.2009 : Hádegisfundur með stjórnmálamönnum

Í dag, föstudaginn 29. maí, kl. 12-13.30, mæta fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á opinn fund með félagsmönnum BHM. Þeir sem mæta eru Jóhann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar, Pétur Blöndal alþingismaður (D) og Vigdís Hauksdóttir alþingismaður (B). Þau munu segja okkur frá sínum skoðunum og stefnu stjórnarandstöðuflokkanna varðandi málefni háskólamanna. Látið fundinn ekki fram hjá ykkur fara.

Lesa meira

27.5.2009 : Kyrr kjör?

Nú fer að síga á seinni helming þess árs sem er að líða frá því efnahagur Íslands lagðist á hliðina.

Allan þennan tíma hafa þrjár ríkisstjórnir og menn á þeirra vegum legið yfir reiknistokkum og módelum með eftirfarandi niðurstöðu:  „vandinn er stór“.

Lesa meira

27.5.2009 : Hádegisfundur með stjórnmálamönnum - fylgist með á netinu

Í dag, miðvikudaginn 27. maí, kl. 12-13.30, mæta fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna á opinn fund með félagsmönnum BHM. Skúli Helgason mætir fyrir hönd Samfylkingarinnar og Lilja Mósesdóttir fyrir hönd Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ætlunin er að ræða áherslur og áform stjórnarflokkanna varðandi málefni og framtíðarhorfur háskólamanna, nokkuð sem lítið hefur borið á góma í umræðu síðustu mánuða.

Lesa meira

27.5.2009 : Orlofsuppbót 2009

Starfsmaður sem hefur verið í fullu starfi allt orlofsárið (1. maí til 30. apríl) fær greidda sérstaka persónuuppbót, orlofsuppbót. Upphæðin er 25.200 fyrir þá sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum. 

Lesa meira

25.5.2009 : Takið þátt í kjarakönnun BHM

Bandalag háskólamanna tekur um þessar mundir þátt í samráði aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um stefnumótun í efnahags- og kjaramálum.

Lesa meira

22.5.2009 : Hádegisfundir með stjórnmálamönnum 27. og 29. maí

Eins og við er að búast þessa dagana velta háskólamenn fyrir sér spurningum um stöðu og framtíð íslensks vinnumarkaðar.  Frá efnahagshruninu hafa ráðuneyti og ríkisstjórnir lítið sem ekkert sent frá sér varðandi áform um aðgerðir til að verja stöðu þessa hóps á vinnumarkaði, tryggja vinnu við hæfi fyrir háskólamenn og sporna gegn fólksflótta úr landi.

Bandalag háskólamanna telur brýnt að samræða eigi sér stað milli bandalagsins og þeirra sem völdin hafa. Því boðum við nú til tveggja opinna fundar þar sem stjórnarflokkar annars vegar og stjórnarandstöðuflokkar hins vegar kynna áherslur sínar og áform varðandi málefni háskólamanna.

Lesa meira
Haukur HafsteinssonLSR

20.5.2009 : Hádegisfyrirlestur: LSR og fjármálakreppan

BHM minnir á hádegisfyrirlesturinn föstudaginn 22. maí. Fyrirlesturinn er ætlaður þeim sem vilja öðlast grunnþekkingu á lífeyrissjóðakerfinu og verða viðræðuhæfir um efnið. Fyrirlesari er Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Ríkisstarfsmanna, en að auki verða Páll Halldórsson og Stefán Aðalsteinsson okkar reyndustu lífeyrissjóðsmenn á staðnum til að svara spurningum.

Lesa meira

18.5.2009 : Mikilvægi hefða og venja á vinnustöðum

Nokkuð er um það að vinnuveitandi/stjórnvöld séu að breyta fyrirkomulagi á störfum og greiðslum sem hafa verið við líði í langan tíma og um hefur skapast viss hefð og venja. Starfsmenn hafa mátt treysta því að greitt yrði í samræmi við þá venju sem skapast hefur. Ef um er að ræða framkvæmd sem hefur verið fylgt eftir mjög lengi og hún orðin rótgróin, þá er mikilvægt að hafa það í huga að þeirri venju verður ekki breytt nema við gerð kjarasamnings. Lesa meira

18.5.2009 : Málþing um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga, samgönguráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið standa að málþingi um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga miðvikudaginn 20. maí 2009. Fundarstaður er Hilton Hótel Nordica og fundartími er frá kl. 10:00 til kl. 15:30. Lesa meira

15.5.2009 : Álit umboðsmanns Alþingis: tímabundin ráðning samræmdist ekki meginreglu

Umboðsmaður Alþingis álítur að tímabundin enduráðning A sem hafði starfað í tvö ár samfellt, hafi ekki verið í samræmi við meginregluna um ótímabundna ráðningu. Lesa meira

14.5.2009 : Um stéttarfélög, hagræðingu og fóðrun bákna

Í tilefni af umræðu um stéttarfélög, bandalög þeirra, uppruna, tilgang og félagsmenn í leiðara Morgunblaðsins í morgun vill undirrituð koma eftirfarandi á framfæri:

 

Bandalag er samstarfsvettvangur þeirra stéttarfélaga sem það mynda, bandalagið er félögin og félögin eru bandalagið.

Félögin eru að sama skapi fólkið sem þau myndar.  Félag hefur ekki sjálfstæðan tilverurétt umfram það umboð sem félagsmenn veita því. 

Lesa meira

13.5.2009 : Breytingar á aðild að Bandalagi háskólamanna

Á undanförnum vikum hafa orðið nokkrar breytingar á aðild stéttarfélaga að BHM. Eitt félag hefur samþykkt að ganga úr bandalaginu og tvö gengu í BHM á aðalfundi bandalagsins þann 29. apríl.

Lesa meira
Síða 1 af 3

Fréttir