Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: janúar 2009

29.1.2009 : Tilkynning frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga

Félag íslenskra náttúrufræðinga mótmælir því hvernig Reykjavíkurborg hyggst koma fram gagnvart starfsmönnum sínum í skerðingu á ráðningarsamningsbundnum kjörum. Lesa meira

29.1.2009 : Málþing um löggjöf gegn mismunun á Íslandi

Mannréttindaskrifstofa Íslands og félags- og tryggingamálaráðu­neytið standa að málþinginu, í samstarfi við Fjölmenningarsetrið, Samtökin´78, Öryrkjabandalagið, Landssamtökin Þroskahjálp, Samráðsvettvang trúfélaga, Kvenréttindafélag Íslands og Alþjóðahús. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Lesa meira

27.1.2009 : BHM spyr formenn flokkanna

Eftirfarandi spurning hefur verið send fyrir hönd Bandalags háskólamanna til formanna þeirra stjórnmálaflokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi: ,,Er það lýðræði að framkvæmdarvaldið sé ráðandi við lagasetningu á Alþingi sem og að það skipi dómara? Er það þrískipting ríkisvaldsins?"
Sérstaklega er óskað eftir svari. Fylgist með hér á vefnum.

Lesa meira
Háskóli Íslands

27.1.2009 : Mannlíf og kreppur - fyrirlestraröð HÍ

Háskóli Íslands stóð nýverið fyrir fyrirlestraröðinni Mannlíf og kreppur.

Lesa meira

23.1.2009 : BHM spyr - ráðamenn svara

Eftirfarandi spurning var í dag send Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, Gunnari Birgissyni, formanni stjórnar LÍN og Ástu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra LÍN:
Menntamálaráðherra hefur að undanförnu lýst því yfir að sem flestir þeirra sem missa nú atvinnu eigi að hefja nám.  Þegar háskólamenntað fólk bætir við sig menntun, er í flestum tilfellum um lánshæft viðbótarnám að ræða.  Sá sem stundar lánshæft nám á ekki rétt á atvinnuleysisbótum.

 

Lesa meira
Vmst

22.1.2009 : Erindi um stöðu og horfur á vinnumarkaði

Vakin er athygli á fyrirlestraröð Rannsóknarstofu í vinnuvernd .  Vormisseri hefst með erindi Karls Sigurðssonar forstöðumanni vinnumálasviðs hjá Vinnumálastofnun, föstudaginn 23. janúar n.k. kl. 12:00-13:00 í Háskóla Íslands, í stofu 201 í Odda. Umfjöllunarefni erindisins er staða og horfur á vinnuamarkaði næstu mánuði. Sjá nánari lýsingu á umfjöllunarefni.

Lesa meira
Jóhanna Sig

22.1.2009 : BHM spyr - ráðamenn svara

Bandalag háskólamanna hefur sent eftirfarandi spurningu til Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra og Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga:

 

,,Hvernig er samráði sveitarstjórna og ríkisvalds háttað í yfirstandandi niðurskurði í velferðarmálum? Hver er aðkoma fag- og stéttarfélaga að ráðgjöf og ákvarðanatöku?". Í erindinu, sem einnig hefur verið sent fjölmiðlum, er sérstaklega óskað eftir að svar berist Bandalaginu.

Lesa meira
hnífur

21.1.2009 : BHM lýsir andstöðu við forgangsröðun í niðurskurði

Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við þær fyrirætlanir ríkisstjórnar að hefja niðurskurð í ríkisfjármálum á aðgerðum sem bitna á börnum, ungmennum fötluðu fólki, sjúklingum og öldruðum.

Lesa meira
handshake_woman_and_man

19.1.2009 : Uppsprettan - sjálfshjálparhópur

Hópur áhugafólks hefur fengið afnot af safnaðarheimili í Hjallakirkju í Kópavogi og opnar þar miðstöð fyrir fólk sem hefur misst vinnu sína á síðustu vikum. Miðstöðin opnaði þann 16. janúar og verður starfrækt alla virka daga frá kl. 9-12
Miðstöðin getur nýst til margvíslegra hluta:
a) Til að hitta fólk og spjalla yfir kaffibolla.
b) Til að kynna ýmsa hópa eða verkefni sem áhugasamir einstaklingar eru tilbúnir til að standa fyrir.
c) Verið staður til að hefja og enda góðar gönguferðir, fá sér kaffibolla í lokin.
d) Verið vettvangur hugmynda sem upp kunna að koma í framhaldi af opnun miðstöðvarinnar. Lesa meira
hamar

15.1.2009 : Nýr dómur - lífeyrissjóður veitti ekki ráð og leiðbeiningar

Í máli E-6242/2008 þann 9. janúar sl. var ákvörðun Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar um lífeyri sjóðsfélaga dæmd ógild. Sjóðnum bar að veita sjóðfélaga ráð og leiðbeiningar um þá valkosti sem hún stóð frammi fyrir við val á meðaltalsreglunni annars vegar og eftirmannsreglunni hins vegar. Sjóðfélaginn valdi meðaltalsregluna á árinu 2002.

Lesa meira
5000

9.1.2009 : Tilkynning um breyttar starfsreglur sjóða

Vakin er athygli á breyttum starfsreglum sjóða BHM sem gildi tóku um áramótin

Lesa meira

8.1.2009 : Óánægja innan Bandalags háskólamanna með vinnubrögð ráðamanna

Bandalag háskólamanna lýsir óánægju með vinnubrögð heilbrigðisráðherra við undirbúning og kynningu á breytingum í heilbrigðisþjónustu í landinu.

Jafnt stjórnendur og starfsfólk þeirra stofnana sem um ræðir hafa verið sniðgengin í ákvarðanaferlinu, svo og stéttarfélög og samtök launamanna.

Þessar breytingar snerta kjör starfsfólks og notenda heilbrigðisþjónustunnar svo um munar og ekki ásættanlegt að þær séu gerðar einhliða af ráðherra.

 

Lesa meira

7.1.2009 : Umfangsmiklar breytingar á heilbrigðisþjónustu landsins

St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verður falið hlutverk á sviði öldrunarlækninga og hvíldarinnlagna.

Skoða kynningu heilbrigðisráðherra á skipulagsbreytingum

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er að kynna umfangsmiklar skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustu í landinu, á fundi með fréttamönnum. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. mars nk. Meðal helstu breytinga er að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verður falið hlutverk á sviði öldrunarlækninga og hvíldarinnlagna.

Lesa meira

7.1.2009 : Réttur atvinnulausra hjá sjóðum Bandalags háskólamanna

Skrifstofu Bandalags háskólamanna berast þessa dagana allnokkrar fyrirspurnir um réttindi félagsmanna í atvinnuleysi.

Lesa meira
nytt ar

5.1.2009 : Gleðilegt nýtt ár!

Stjórn og starfsfólk BHM óskar félögum í BHM gleðilegs nýs árs og þakkar samstarfið á nýliðnu ári.

Lesa meira

Fréttir