Fréttir: febrúar 2009
Mánudagur 2. mars: Viðurkenning menntunar og frjálst flæði launafólks innnan ESB
BHM minnir á næsta fræðslufund í fræðslufundaröð um ESB:
Í erindinu er annars vegar fjallað um tilhögun viðurkenningar menntunar innan EES og hvaða áhrif innganga í ESB hefði hugsanlega á stöðu íslenskra þegna á innri markaði Evrópusambandsins. Hins vegar er fjallað um ýmis samstarfsverkefni um menntun á vegum ESB, einkum starfsmenntun á framhaldsskólastigi, sem Ísland hefur tekið þátt í og hverju innganga í ESB gæti mögulega breytt þar um. Fyrirlesarinn er Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur hjá Menntamálaráðuneytinu.
Fundurinn er haldinn í Borgartúni 6, 3. hæð, mánudaginn 2. mars kl. 12-13. Smellið hér til að fylgjast með útsendingu eða nálgast upptöku af fyrirlestrinum. Sláið inn Recording ID: 1283 og Pin: 1284.
Lesa meira
Starfsmaður Hjartaverndar nýtur sambærilegrar réttarstöðu og starfsmenn ríkisins
Þann 19. febrúar féll dómur í Hæstarétti. Málavextir í stuttu máli eru þeir að G starfaði hjá Hjartavernd (H) frá 1991 til 2005 þegar henni var sagt upp störfum vegna samdráttar í rekstri. Var starf hennar lagt niður. G, sem var félagsmaður í SFR, krafði H um laun í sex mánuði að frádregnum launum sem hún aflaði í öðru starfi á tímabilinu.
Lesa meira

Hádegisfyrirlestur um ESB: Félags- og vinnumál í ESB
BHM minnir á hádegisfyrirlestur, mánudaginn 23. febrúar.
Lesa meira
Orlofsblað 2009
Margir hafa eflaust tekið eftir að orlofsblað ársins komið út og hefur verið borið í hús til allra sjóðsfélaga.
Lesa meiraVinnubrögð Reykjavíkurborgar gagnrýnd
Vinnubrögð Reykjavíkurborgar við niðurskurð á launum starfsmanna sinna eru að mati Bandalags háskólamanna (BHM) ekki til þess fallin að auka traust milli aðila vinnumarkaðarins. Bandalagið telur að ekki hafi verið haft samráð við stéttarfélög vegna fyrirhugaðs niðurskurðar. BHM sendi fyrir helgi bréf til borgarstjóra þar sem rifjaður er upp fundur sem Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, boðaði. Hann sátu fulltrúar heildarsamtaka og var tilgangurinn að upplýsa um nýsamþykkta fjárhagsáætlun.
Lesa meiraMætumst og miðlum - vinnusmiðja 19. febrúar
Nú er komið að fyrstu vinnusmiðjunni undir heitinu „Mætumst og miðlum“, þar sem fjallað verður um nýja Starfsendurhæfingarsjóðinn. Hér má komast á heimasíðu sjóðsins til upplýsinga.
Í smiðjunni er ætlunin að velta upp sjónarmiðum þeirra ólíku stétta sem skipa Bandalag háskólamanna, auk þess sem framkvæmdastjóri sjóðsins, Vigdís Jónsdóttir, kynnir þá vinnu sem þegar hefur farið fram nú þegar sjóðurinn er nýtekinn til starfa.
Lesa meira
Hádegisfyrirlestur um ESB: Vinnuréttur og áhrif Evróputilskipana
Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, flytur í dag annað erindið í fundaröð BHM um ESB.
Lesa meiraÓásættanleg mismunun felst í frumvarpi um greiðsluaðlögun
Bandalag háskólamanna hefur sent nefndasviði Alþingis umsögn um Frumvarp um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti (greiðsluaðlögun). Um leið og stjórn BHM fagnar frumvarpinu, sem hún telur jákvætt innlegg í fjárhagsvanda heimilanna, eru gerðar alvarlegar athugasemdir við nokkur atriði:
„Í fyrsta lagi felst óásættanleg mismunun í því að eingöngu veðkröfur í eigu sjóða eða fyrirtækja ríkisins skuli falla undir greiðsluaðlögun og brýtur væntanlega í bága við 65. grein stjórnarskrárinnar. Lesa meira
Starfsmanni sagt upp eftir að hann tilkynnir um töku fæðingarorlofs
Virk - Starfsendurhæfingarsjóður
BHM vill vekja athygli á nýrri heimasíðu Virk - Starfsendurhæfingarsjóðs. Þar er að finna góðar upplýsingar fyrir launþega og atvinnurekendur um allt sem lýtur að sjóðnum. Markmið Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum.
Lesa meiraEvrópusambandið og Evrópuréttur
Í dag hefst fyrirlestraröð BHM um ESB. Jón Sigurðsson, hrl. LL.M. í Evrópurétti, er með innlegg dagsins en fyrirlestur hans hefst kl. 12 í Borgartúni 6. Lokað hefur verið fyrir skráningar á þennan fyrirlestur. Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um uppbyggingu og innviði Evrópusambandsins í lagalegu tilliti, ferlið við aðildarinngöngu í ESB og helstu áhrif sem aðild að ESB, ef til kæmi, hefði á stjórnskipun Íslands.
Lesa meiraÁhugaverður dómur: Ofbeldisbrot gegn opinberum starfsmönnum
Fyrr í mánuðinum var mál höfðað með ákæru á hendur konu (X) „fyrir brot gegn valdstjórninni, gagnvart starfsmönnum Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar, vegna starfa þeirra.“ X var sakfelld fyrir ofbeldisbrot gagnvart þeim, þar af í öðru tilvikinu alvarlega líkamsárás. Mikilvægt er að vernda opinbera starfsmann, en þeir geta starfs síns vegna orðið fyrir aðkasti eða jafnvel alvarlegum ofbeldisbrotum eins og þessi dómur sem er reifaður hér í stuttu máli sýnir.
Lesa meira
Fyrirlestraröð um ESB hefst 9. febrúar
Evrópumálin eru á hvers manns vörum. Eigum við að banka upp á eða alls ekki? Að ýmsu er að huga í þessu samhengi og ógrynni upplýsinga sem við reynum að viða að okkur hvert í sínu lagi til að henda reiður á þessu flókna en mikilvæga máli. BHM vinnur að hagsmunum háskólamenntaðra launþega og býður nú til fyrirlestraraðar þar sem málin verða reifuð og skoðuð frá ýmsum hliðum. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum félagsmönnum og verða haldnir á mánudögum í hádegi á tímabilinu 9. febrúar til 16. mars.
Lesa meiraÞroskaþjálfafélag Íslands mótmælir harðlega niðurskurði Reykjavíkurborgar
Þroskaþjálfafélag Íslands fordæmir harðlega aðferðir og framkvæmd niðurskurðaraðgerða Reykjavíkurborgar. Aðgerðir sem mismuna starfsmönnum og bitna ekki hvað síst á fötluðum nemendum í grunnskólum borgarinnar og fötluðu fólki í búsetuþjónustu.
Réttindabarátta og réttindagæsla er stór þáttur í starfi þroskaþjálfa og er hugmyndafræði þroskaþjálfunar grundvölluð í lögum, reglugerð og siðareglum þroskaþjálfa.
Lesa meira-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2000
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember