Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: mars 2009

31.3.2009 : Námsstefna um úrræði í atvinnuleysi

Námsstefna verður haldin 3. apríl næstkomandi þar sem fjallað verður um tækifæri og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna. Fjallað verður um breytingar á löggjöfinni og hvaða möguleikar felast í þeim. Hótel Saga - Stanford, kl. 9-12. Lesa meira

31.3.2009 : Málþing um sparnað í heilbrigðisþjónustu

Félag um lýðheilsu boðar til fundar undir yfirskriftinni: "Sparnaður í heilbrigðiskerfinu, hvað, hvar, hvernig". Fundurinn er haldinn í  Skriðu fyrirlestrarsal, í Hamri húsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, þriðjudaginn 31. mars, kl. 12-13. Lesa meira
Nýtt hús í Brekkuskógi

30.3.2009 : Orlofssjóður: umsóknarfrestur fyrir sumar 2009 rennur út 1. apríl

Að kvöldi 1. apríl nk. rennur út umsóknarfresturinn til að sækja um sumarhúsin  sem í boði eru innanlands í sumar. 
Rafræna umsóknarformið er á bókunarvefnum  undir „Umsóknir og úthlutanir“ veljið þar „sækja um“ til að komast áfram og nálgast frekari leiðbeiningar.

Lesa meira

24.3.2009 : Vegna flutnings á SPRON til Nýja Kaupþings

Innlánsreikningar SPRON hafa færst yfir til Nýja Kaupþings

Lesa meira

23.3.2009 : Námsstefna um úrræði í atvinnuleysi

Námsstefna verður haldin á Hótel Sögu, föstudaginn 3. apríl næstkomandi kl. 9-12. Fjallað verður um tækifæri og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna. Fjallað verður um breytingar á löggjöfinni og hvaða möguleikar felast í þeim. Christer Gustafsson, stofnandi og stjórnarmeðlimur Hallander-verkefnisins sem gaf góða raun í Svíþjóð í byrjun níunda áratugarins, mun flytja fyrirlestur um verkefnið. Lesa meira

16.3.2009 : Hádegisfyrirlestur um ESB: Varnir gegn okri, skattpíningu og afnámi réttarríkisins

Þetta er sjötti og síðasti fundurinn í fræðslufundaröð BHM og Huggarðs um möguleg áhrif af inngöngu

Lesa meira
Úlfar Hauksson

8.3.2009 : Hádegisfyrirlestur um ESB: Lýðræði og fullveldi í alþjóðavæddum heimi

BHM og Huggarður bjóða nú til fimmta fyrirlestrarins í fyrirlestraröðinni um ESB. Nú er komið að stóru spurningunni um lýðræði og fullveldi þjóðarinnar. Fyrirlesarinn er Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur og doktorsnemi við Háskóla Íslands.

Lesa meira

4.3.2009 : Álit BHM um frumvarp til breytinga á lögum um aðför, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti

Bandalag háskólamanna hefur skilað inn áliti um ofangreint frumvarp. BHM lýsir sig fylgjandi þeim breytingum sem fram koma í frumvarpinu en gerir þó athugasemdir við nokkur atriði. Lesa meira

4.3.2009 : Óheimil meðferð á vinnustaðaskýrslu sálfræðings - úrskurður Persónuverndar

Hinn 23. febrúar 2009 var kveðinn upp  úrskurður hjá Persónuvernd í máli nr. 2008/609:

Persónuvernd úrskurðaði í máli konu sem kvartaði yfir meðferð á persónuupplýsingum í vinnustaðaskýrslu sálfræðings. Gerð hafði verið könnun á skólastarfi og var skýrsla unnin um hana. Í skýrslunni komu fram nöfn ýmissa aðila, þ. á m. kvartanda. Persónuvernd taldi birtingu skýrslunnar fyrir öðrum en skólastjóra og aðstoðarskólastjóra hafa verið óheimila.

Lesa meira

4.3.2009 : 8. mars: Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Menningar og friðarsamtök kvenna standa fyrir vandaðri dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti sunnudaginn 8. mars. Yfirskrift fundarins er:  Breytt samfélag – aukinn jöfnuð!

Fundarstjóri er Halldóra Friðjónsdóttir, formaður jafnréttisnefndar BHM. Dagskráin hefst kl. 14.

Lesa meira
flugvel

3.3.2009 : Lækkun dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis

BHM vill vekja athygli á breytingum á dagpeningum ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis.

Lesa meira

Fréttir