Fréttir: apríl 2009
Ályktun aðalfundar BHM 2009
„Aðalfundur Bandalags háskólamanna haldinn þann 29. apríl 2009 óskar væntanlegri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi. BHM beinir því til hennar að huga að málefnum háskólamanna á vinnumarkaði og standa vörð um velferð og menntun landsmanna.
BHM hvetur stjórnvöld til að halda vöku sinni hvað varðar fólks- og atgervisflótta af völdum atvinnuleysis og erfiðs efnahagsástands.
Bandalagið leggur áherslu á að það mun standa vörð um kjör félagsmanna sinna, sem þegar hafa rýrnað verulega vegna kaupmáttarskerðingar, brottfalls yfirvinnu, breytinga á vaktakjörum og lækkunar starfshlutfalls á sama tíma og álag í starfi hefur víða aukist.
Bandalagið ítrekar mikilvægi lífeyrissjóða landsmanna og nauðsyn þess að fjármunum þeirra sé varið með hagsmuni sjóðsfélaga í huga hvað varðar öryggi og ávöxtun.
Samráðsferli aðila vinnumarkaðarins hefur liðið fyrir takmarkaða aðkomu ríkisvaldsins. BHM leggur ríka áherslu á að slíkt samráð verði til staðar og telur ómögulegt að ná sátt um þær aðgerðir sem grípa þarf til á næstu misserum nema svo verði.“
Lesa meiraBHM býður aðalfundarfulltrúa velkomna
Aðalfundur Bandalags háskólamanna er haldinn miðvikudaginn 29. apríl, kl. 9 - 17.15. Yfirskrift fundarins er að þessu sinni "Menntun og velferð". Byrjað verður að afhenda fundargögn kl. 8.30 - fundurinn er haldinn í fundarsal Rúgbrauðsgerðarinnar, Borgartúni 6, 4. hæð.
Eftirfarandi fréttatilkynning var send á fjölmiðla og miðstjórn:
Lesa meira
Útilegukortið, Veiðikortið og hótelmiðar í sumar
Orlofssjóður BHM býður nú sjóðfélögum í fyrsta sinn að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið á góðum afslætti. Kortin gilda fyrir árið 2009. Einnig er nú hægt að kaupa hótelmiða OBHM sem gefa kost á ódýrri gistingu um allt land.
Lesa meiraHádegisfundur - Hagsmunasamtök heimilanna
Mánudaginn 20. apríl koma fulltrúar frá Hagsmunasamtökum heimilanna í heimsókn til BHM.
Lesa meiraFundur trúnaðarmanna með heilbrigðisráðherra - útsending - upptaka
Upptaka af fundir trúnaðarmanna
Lesa meira
Ríkisstjórn eykur framlag til LÍN
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 14. apríl, að auka framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 660 milljónir króna til að koma til móts við þarfir stúdenta sem vilja stunda nám í sumar. Einnig var samþykkt að menntamálaráðherra ræddi við háskólana um framboð lánshæfra sumarnámskeiða í sumar.
Lesa meiraLSR skylt að greiða dráttarvexti af vangoldnum lífeyrisgreiðslum
Nemandi dæmdur til að greiða kennara sínum skaðabætur
Kennari hlaut varanlegt líkamstjón í starfi sínu er nemandi hennar, sem haldin var Asperger-heilkenni, skellti aftur rennihurð þannig að hún lenti á höfði kennarans. Kennarinn krafðist bóta óskipt úr hend nemandans og sveitarfélagsins, sem hafði með höndum rekstur skólans.
Lesa meiraStóraukinn fjöldi umsókna til Orlofssjóðs
Nú er umsóknarfresturinn til að sækja um sumarhús innanlands í sumar lokið. Alls bárust 1435 umsóknir þetta árið miðað við 979 umsóknir í fyrra. Þetta er rúmlega 46% fjölgun umsókna. Úthlutun fer fram föstudaginn 3. apríl og verða svör send í tölvupósti strax að úthlutun lokinni.
Lesa meiraNý tilkynning vegna flutnings á SPRON til Nýja Kaupþingsbanka
Innlánsreikningar SPRON hafa færst yfir til Nýja Kaupþings. Bankareikningar BHM sem voru áður í útibúi 1158 hjá SPRON hafa því fengið nýtt bankanúmer 0336. Að öðru leyti halda reikningsnúmerin sér.
Reikningsnúmer vegna launatengdra gjalda: 0336-26-50000 kt. 6303872569
Innheimta á launatengdum gjöldum hefur ennfremur verið flutt til Nýja Kaupþingsbanka.
Rafræn skil sendist á sama hátt og áður en önnur skil sendist á netfangið skbib@bhm.is
Nánari upplýsingar má sjá á hér á heimasíðunni undir flipanum Launagreiðendur/greiðslur til sjóða.
Lesa meira-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2000
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember