Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: maí 2009

GT

29.5.2009 : Talsmaður neytenda kynnir tillögu um niðurfærslu íbúðaveðlána

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, kemur í heimsókn og kynnir tillögu sína um niðurfærslu íbúðaveðlána sem send var forsætisráðherra í lok apríl. Fundurinn er haldinn þriðjudaginn 2. júní, kl. 12-13. Í kynningu á vef talsmanns neytenda segir meðal annars: "Lagt til að kröfuhafar deili tjóninu með neytendum...

Lesa meira

29.5.2009 : Hádegisfundur með stjórnmálamönnum

Í dag, föstudaginn 29. maí, kl. 12-13.30, mæta fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á opinn fund með félagsmönnum BHM. Þeir sem mæta eru Jóhann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar, Pétur Blöndal alþingismaður (D) og Vigdís Hauksdóttir alþingismaður (B). Þau munu segja okkur frá sínum skoðunum og stefnu stjórnarandstöðuflokkanna varðandi málefni háskólamanna. Látið fundinn ekki fram hjá ykkur fara.

Lesa meira

27.5.2009 : Kyrr kjör?

Nú fer að síga á seinni helming þess árs sem er að líða frá því efnahagur Íslands lagðist á hliðina.

Allan þennan tíma hafa þrjár ríkisstjórnir og menn á þeirra vegum legið yfir reiknistokkum og módelum með eftirfarandi niðurstöðu:  „vandinn er stór“.

Lesa meira

27.5.2009 : Hádegisfundur með stjórnmálamönnum - fylgist með á netinu

Í dag, miðvikudaginn 27. maí, kl. 12-13.30, mæta fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna á opinn fund með félagsmönnum BHM. Skúli Helgason mætir fyrir hönd Samfylkingarinnar og Lilja Mósesdóttir fyrir hönd Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ætlunin er að ræða áherslur og áform stjórnarflokkanna varðandi málefni og framtíðarhorfur háskólamanna, nokkuð sem lítið hefur borið á góma í umræðu síðustu mánuða.

Lesa meira

27.5.2009 : Orlofsuppbót 2009

Starfsmaður sem hefur verið í fullu starfi allt orlofsárið (1. maí til 30. apríl) fær greidda sérstaka persónuuppbót, orlofsuppbót. Upphæðin er 25.200 fyrir þá sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum. 

Lesa meira

25.5.2009 : Takið þátt í kjarakönnun BHM

Bandalag háskólamanna tekur um þessar mundir þátt í samráði aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um stefnumótun í efnahags- og kjaramálum.

Lesa meira

22.5.2009 : Hádegisfundir með stjórnmálamönnum 27. og 29. maí

Eins og við er að búast þessa dagana velta háskólamenn fyrir sér spurningum um stöðu og framtíð íslensks vinnumarkaðar.  Frá efnahagshruninu hafa ráðuneyti og ríkisstjórnir lítið sem ekkert sent frá sér varðandi áform um aðgerðir til að verja stöðu þessa hóps á vinnumarkaði, tryggja vinnu við hæfi fyrir háskólamenn og sporna gegn fólksflótta úr landi.

Bandalag háskólamanna telur brýnt að samræða eigi sér stað milli bandalagsins og þeirra sem völdin hafa. Því boðum við nú til tveggja opinna fundar þar sem stjórnarflokkar annars vegar og stjórnarandstöðuflokkar hins vegar kynna áherslur sínar og áform varðandi málefni háskólamanna.

Lesa meira
Haukur HafsteinssonLSR

20.5.2009 : Hádegisfyrirlestur: LSR og fjármálakreppan

BHM minnir á hádegisfyrirlesturinn föstudaginn 22. maí. Fyrirlesturinn er ætlaður þeim sem vilja öðlast grunnþekkingu á lífeyrissjóðakerfinu og verða viðræðuhæfir um efnið. Fyrirlesari er Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Ríkisstarfsmanna, en að auki verða Páll Halldórsson og Stefán Aðalsteinsson okkar reyndustu lífeyrissjóðsmenn á staðnum til að svara spurningum.

Lesa meira

18.5.2009 : Mikilvægi hefða og venja á vinnustöðum

Nokkuð er um það að vinnuveitandi/stjórnvöld séu að breyta fyrirkomulagi á störfum og greiðslum sem hafa verið við líði í langan tíma og um hefur skapast viss hefð og venja. Starfsmenn hafa mátt treysta því að greitt yrði í samræmi við þá venju sem skapast hefur. Ef um er að ræða framkvæmd sem hefur verið fylgt eftir mjög lengi og hún orðin rótgróin, þá er mikilvægt að hafa það í huga að þeirri venju verður ekki breytt nema við gerð kjarasamnings. Lesa meira

18.5.2009 : Málþing um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga, samgönguráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið standa að málþingi um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga miðvikudaginn 20. maí 2009. Fundarstaður er Hilton Hótel Nordica og fundartími er frá kl. 10:00 til kl. 15:30. Lesa meira

15.5.2009 : Álit umboðsmanns Alþingis: tímabundin ráðning samræmdist ekki meginreglu

Umboðsmaður Alþingis álítur að tímabundin enduráðning A sem hafði starfað í tvö ár samfellt, hafi ekki verið í samræmi við meginregluna um ótímabundna ráðningu. Lesa meira

14.5.2009 : Um stéttarfélög, hagræðingu og fóðrun bákna

Í tilefni af umræðu um stéttarfélög, bandalög þeirra, uppruna, tilgang og félagsmenn í leiðara Morgunblaðsins í morgun vill undirrituð koma eftirfarandi á framfæri:

 

Bandalag er samstarfsvettvangur þeirra stéttarfélaga sem það mynda, bandalagið er félögin og félögin eru bandalagið.

Félögin eru að sama skapi fólkið sem þau myndar.  Félag hefur ekki sjálfstæðan tilverurétt umfram það umboð sem félagsmenn veita því. 

Lesa meira

13.5.2009 : Breytingar á aðild að Bandalagi háskólamanna

Á undanförnum vikum hafa orðið nokkrar breytingar á aðild stéttarfélaga að BHM. Eitt félag hefur samþykkt að ganga úr bandalaginu og tvö gengu í BHM á aðalfundi bandalagsins þann 29. apríl.

Lesa meira

11.5.2009 : Ársfundur LSS

BHM vekur athygli á ársfundi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga sem opinn er öllum sjóðfélögum og fulltrúum aðildarfélaga BHM. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 13. maí 2009, kl. 10:30 í fundarsal BSRB á 1. hæð að Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Lesa meira

6.5.2009 : Nýr félagsdómur

Ákvörðun vinnuveitanda að hætta keyrslu starfsmanns til og frá vinnustað á vegum stofnunarinnar, auk greiðslna fyrir aksturstíma, er dæmd andstæð grein 5.4.1 í kjarasamningi. Lesa meira

6.5.2009 : Orlofsuppbót: Til upplýsingar fyrir stéttarfélög og stofnanir

Við núverandi stöðu kjarasamninga eru ríkisstarfsmenn einu félagsmenn stéttarfélaga á vinnumarkaði, sem ekki fengju hefðbundna orlofsuppbót í júní næstkomandi.

Til að stuðla að jafnri stöðu stéttarfélaga í aðdraganda þjóðarsáttar um launaþróun hefur fjármálaráðherra ákveðið að starfsmenn ríkisins sem fengið hafa orlofsuppbót skv. kjarasamningum fái orlofsuppbót árið 2009 að upphæð kr. 25.200 eins aðrir launþegar.
Um skilyrði vísast til sömu ákvæða kjarasamninga og giltu fyrir síðasta ár. Hafi einhver stéttarfélög ákvæði um hærri orlofsuppbót en 25.200 skal hún vera sama fjárhæð og sl. ár.

Lesa meira

Fréttir