Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: júní 2009

25.6.2009 : Bandalag háskólamanna áréttar mikilvægi menntunar í framtíðaruppbyggingu

Miðstjórnarfundur Bandalags háskólamanna haldinn fimmtudaginn 25. júní 2009 lýsir fullum vilja til þess að taka þátt í því endurreisnarstarfi og samráði sem framundan er.

Því samþykkir fundurinn aðild að þeim stöðugleikasáttmála sem lagður hefur verið fram í trausti þess að allar atvinnugreinar taki virkan þátt.

 

Miðstjórn BHM áréttar að menntun er verðmætasta auðlind þjóðarinnar og hefur miklu hlutverki að gegna í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Í áframhaldandi samstarfi og við gerð langtímaáætlana þarf að tryggja varanleg atvinnutækifæri fyrir háskólamenntað fólk.

Í þeim bráðaaðgerðum sem nú er unnið að þarf sérstaklega að huga að nýliðun háskólamenntaðra á vinnumarkaði þannig að verðmæt þekking fari ekki forgörðum. Einnig þarf að gæta þess að raska ekki því kynjajafnrétti í atvinnumálum sem áunnist hefur.

Lesa meira
Undirritun sattmala09

25.6.2009 : Fréttatilkynning  frá Bandalagi háskólamanna, BSRB og Kennarasambandi Íslands 25. júní 2009

Stöðugleikasáttmáli milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar Íslands

Samtök opinberra starfsmanna, BHM, KÍ og BSRB hafa tekið þátt í samráði aðila vinnumarkaðarins um kjarasamningagerð og forsendur hennar í ljósi efnahagsþrenginga í landinu. Myndin af umfangi fjárhagsvandans er fyrst nú að skýrast og er mun dekkri en lá fyrir við upphaf vinnunnar.

Lesa meira

19.6.2009 : Ályktun stjórnar Bandalags háskólamanna föstudaginn 19. júní

Stjórn BHM áréttar að ekki kemur til greina að stéttarfélög innan þess taki þátt í að færa niður kjarasamningsbundna taxta.

Lesa meira

11.6.2009 : Saga Bandalags háskólamanna 1958–2008

Saga Bandalags háskólamanna var gefin út á 50 ára afmæli bandalagsins í október síðastliðnum. Bókin er eiguleg og vel skrifuð og fæst á skrifstofu BHM fyrir 5000 krónur.

Lesa meira

9.6.2009 : Spurt og svarað um biðlaun starfsmanna

Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, hefur tekið saman algengar spurningar sem henni hafa borist um biðlaun og biðlaunarétt. Lesa meira

9.6.2009 : Kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna skipulagsbreytinga hjá LSH

Lögmaður BHM hefur sent kvörtun fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) til umboðsmanns Alþingis vegna breytinga sem Landspítali-háskólasjúkrahús(LSH) er að boða á störfum hjúkrunarfræðinga sem eru félagsmenn í Fíh. Grundvallarbreytingin er sú að dagvinnustarfsmenn eru gerðir að vaktavinnustarfsmönnum.

Lesa meira

8.6.2009 : Ályktun vegna viðræðna um stöðugleikasáttmála

Stjórn BHM sendi frá sér eftirfarandi ályktun föstudaginn 5. júní:  "Megináhersla BHM er að vernda störf og verja velferð og menntun.  BHM telur brýnt að bæta kjör þeirra sem verst standa og hvetur til þess að allra úrræða verði leitað til að ná því markmiði. 

Lesa meira

8.6.2009 : Hver var upphaflegur tilgangur með biðlaunum ?

Í lögum nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var sérstakt ákvæði um biðlaun í 14. gr. laganna. Ákvæðið um biðlaun var á sínum tíma rökstutt með því að rétt væri að tryggja starfsmanni laun sem svöruðu ríflegum uppsagnarfresti ef starf hans yrði lagt niður. Lesa meira

Fréttir