Fréttir: september 2009
Óheimilt að semja um lægri laun en í kjarasamningi
Fimmtudaginn 17. september sl. kvað Hæstiréttur dóm í máli Alhjúkrunar ehf gegn Á þar sem Hæstiréttur dæmdi A ehf. til að greiða Á mismun launa hennar samkvæmt gildandi kjarasamningi og ráðningarsamningi.
Í málinu hélt Á því fram að launakjör sín samkvæmt ráðningarsamningi við A ehf. hefðu verið lakari en gildandi kjarasamningur á félagssvæðinu milli Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu kvað á um. Byggði Á á því að ráðningarsamningur hennar væri því ógildur með vísan til 1. gr. laga nr. 55/1980 og krafði hún A ehf. um mismun launa samkvæmt umræddum kjarasamningi og ráðningarsamningi.
Lesa meira
Nýr pistill formanns: Niðurskurður og þjónusta hins opinbera
Það dylst eflaust fáum að veturinn sem í hönd fer verður harður í efnahagslegu tilliti og að mörgu leyti prófsteinn. Nú mun koma í ljós hvernig heimilunum reiðir af, hvernig fyrirtæki þreyja þorrann og hvernig ríkisstjórnin sem heitið hefur hvorum tveggja aðstoð verður dæmd fyrir sitt framlag. Flest höfum við smám saman þurft að hrista afneitunina af okkur hægt og bítandi og horfast í augu við komandi harðindi. Margir hafa horft á eftir eignum, kjörum eða starfi og enn fleiri búa við óvissu um einhvern eða alla þessa þætti.
Lesa meiraKomdu þér á framfæri
Ekki lesa atvinnuauglýsingar” er boðskapur námskeiðs sem Andrés Jónsson, almannatengill hefur þróað. BHM býður félagsmönnum nú upp á námskeið Andrésar:
Fimmtudaginn 24. september kl. 11.30 - 14.00 - Fullt
Fimmtudaginn 1. október kl. 11.30-14 - Skráðu þig hér
Fimmtudaginn 15. október kl. 15.30 - 17.00 - Fullt
Fimmtudaginn 29. október kl. 15.30-17 - Skráðu þig hér
Lesa meira
Álit umboðsmanns alþingis um eineltismál
Athafnaskylda hvílir á ráðherra til að gera nauðsynlegar ráðstafanir á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna þannig að einelti á vinnustað sé aflétt- Mál nr. 5718/2009.
Umboðsmaður ákvað að taka til athugunar að eigin frumkvæði, hvernig almennt væri háttað aðkomu ráðuneyta að málum þar sem fyrir lægi:
1) Að tiltekinn kerfisvandi væri til staðar í starfsemi undirstofnunar,
2) verulegir samskiptaörðugleikar væru á milli starfsmanna eða
3) jafnvel að fram hefðu komið ásakanir hjá starfsmanni um einelti af hálfu annarra starfsmanna og/eða yfirmanns stofnunar.
Lesa meiraBHM bregst við áformum um brot á kjarasamningum
Bandalag háskólamanna hefur haft til athugunar minnisblað sem fjármálaráðherra lagði fram í ríkisstjórn 14. fyrra mánaðar og fjallar um launakostnað ríkisins, ferðakostnað og fleira.
Í einu atriði brjóta tillögur minnisblaðsins í bága við ákvæði gildandi kjarasamninga.
Lesa meira-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2000
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember