Fréttir: nóvember 2009

Fulltrúaráðsfundur Orlofssjóðs BHM
Verður haldinn 11.12. kl. 12:00. Á fundinn mæta fulltrúar þeirra félaga sem aðild eiga að OBHM.
Lesa meiraSkerðing fæðingarorlofsgreiðslna ógnar jafnrétti og vegur að réttindum barna og fjölskyldna
Miðstjórn BHM ályktar um réttindi í fæðingarorlofi
BHM lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Markmið fæðingarorlofs er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
BHM varar eindregið við því að tímabundið erfiðleikaástand í efnahagsmálum verði látið koma svo harkalega niður á samfélagslegum framfaramálum, sem kostað hefur mikla baráttu og fórnir að ná fram.
Lesa meiraVerður fagstéttum áfram kleift að starfa samkvæmt siðareglum?
Miðstjórn BHM ályktar um að skyldur fagstétta verði virtar í niðurskurði
BHM minnir á þá skyldu háskólamenntaðra fagstétta að viðhalda færni sinni til starfa í samræmi við lög og siðareglur. BHM varar við því að aukið aðhald í rekstri hins opinbera verði látið bitna á sí- og endurmenntun fagstétta. Fagstéttir hafa skyldum að gegna gagnvart samfélaginu og skjólstæðingum sínum og gera verður þeim kleift að uppfylla þær.
Lesa meiraBHM efast um að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við gildandi réttarreglur
Miðstjórn BHM ályktar um kjaraskerðingar hjá hinu opinbera
Ákvarðanir stjórnvalda um að skerða kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM, bæði þær sem til framkvæmdar eru komnar og þær sem fyrirhugaðar eru, grafa undan forsendum kjarasamninga stéttarfélaga við opinbera aðila og skapa aðstæður á vinnumarkaði sem erfitt er að sjá hvernig unnt verður að komast frá með friði.
BHM telur ástæðu til að efast um að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við gildandi réttarreglur og er reiðubúið að láta reyna á lögmæti þeirra ef á þarf að halda.
Lesa meiraMiðstjórn BHM ályktar um skattkerfisbreytingar og kjaraþróun millitekjuhópa
Nýr pistill formanns: Launajafnrétti af tilviljun?
Styrkir til starfs eða náms í Eystrasaltsríkjunum
Málþing: Höfum við efni á fagmennsku?
Morgunverðarmálþing haldið í samvinnu Bandalags háskólamanna og Stofnunar stjórnsýslufræða HÍ
Málþinginu er ætlað að vekja athygli á skyldum sérhæfðra fagstétta gagnvart skjólstæðingum, samfélagi og sjálfum sér og mikilvægi þess að þeim sé gert kleift að rækja þessar skyldur á niðurskurðartímum. Aðhald í rekstri hins opinbera má ekki verða til þess að draga úr gæðum sérhæfðrar þjónustu. Hætta á slíku skapast ef þrengt verður að sí- og endurmenntun og mannekla verður þess valdandi að fagfólki verður gert ókleift að veita sérhæfða þjónustu í samræmi við nýjustu og bestu þekkingu. Er ráðamönnum stætt á því að boða annars vegar umtalsverðan niðurskurð og hins vegar að þjónusta muni haldast óskert?
Lesa meiraLífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar fullnægði ekki skyldu sinni til upplýsingagjafar gagnvart sjóðfélaga sínum
Málavextir eru þeir að J voru kynntar þær tvær leiðir sem í boði væru hjá L þegar hún sótti um lífeyri og var jafnframt tekið fram að til lengri tíma litið ættu þessar leiðir að vera jafnverðmætar fyrir sjóðfélaga. J óskaði ekki eftir því innan tilskilins frests að eftirmannsreglunni yrði fylgt varðandi ellilífeyri hennar og tók hann breytingum samkvæmt meðaltalsreglunni. Lesa meira

Góð ábending frá sjómönnum
Samkvæmt nýjustu fréttum er “fráleitt að skerða sjómannaafslátt þar sem hann er hluti af launum sjómanna”. Þetta er laukrétt ábending hjá talsmanni sjómanna. Hún hittir hins vegar ekki allskostar í mark hjá mér sem talsmanni Bandalags háskólamanna á tímum þar sem einmitt er verið að afnema hluta launa minna félagsmanna vítt og breitt. Og engar líkur á að því linni.
Lesa meiraGóðar fréttir: Starfsmenntunarsjóður hækkar styrki frá áramótum
Frá og með 1. janúar 2010 hækkar styrkurinn úr Starfsmenntunarsjóði
Lesa meiraAfstaða fulltrúa BHM í stjórn LSR til byggingar nýs Landspítala
Í þessu fólst ekki afstaða til spítalabyggingar, hvorki jákvæð eða neikvæð . Heldur byggðist afstaðan einfaldlega á því að það sé ekki lífeyrissjóðsins að ákveða hvað hið opinbera tekur sér fyrir hendur. Í þeirri yfirlýsingu, sem stjórn sjóðsins samþykkti, er fjallað um nýja sjúkrahúsið og mikilvægi þess og hagkvæmni með hástemmdum orðum sem stjórnarmenn í sjóðnum höfðu engar forsendur til að taka afstöðu til. Það getur verið varasamt þegar fjárfestingaráform byggjast á brennandi áhuga á ákveðnum framkvæmdum og þá er mögulegt að stuðningur við málstaðinn komi niður á ávöxtun.
Lesa meira-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2000
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember