Fréttir: 2010
Útborgun styrkja úr sjóðum fyrir jól
Sjúkra- og Styrktarsjóður BHM: Styrkir þar sem umsóknir ásamt nauðsynlegum gögnum bárust sjóðunum í síðasta lagi 9. desember síðastliðinn verða greiddir út á tímabilinu 21. til 22. desember.
Starfsmenntasjóður BHM: Samþykktir styrkir þar sem fullnægjandi gögn hafa borist sjóðnum verða greiddir út á tímabilinu 21. til 22. desember. Umsóknir sem bárust í nóvember og desember verða teknar fyrir á fundi stjórnar Starfsmenntasjóðs þann 11. janúar næstkomandi og koma í fyrsta lagi til greiðslu eftir þann tíma.
Lesa meiraTímabundið starf rof á samfelldri ráðningu
Málavextir í stuttu máli eru þeir að B (stefnandi) gerði kröfu um greiðslu biðlauna vegna starfsloka sinna hjá Geislavörnum ríkisins haustið 2008. B, sem er tæknifræðingur að mennt, starfaði samfellt hjá Landspítala frá 1985 til janúarloka 2004. Hann var ráðinn til starfa hjá Geislavörnum ríkisins frá og með 24. maí 2004. Frá 1. janúar til 31. maí 2004 starfaði hann sem stundakennari við Tækniskóla Íslands. Honum var sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara miðað við 1. september 2008 vegna breyttra áherslna í starfsemi Geislavarna í kjölfar lagabreytinga, þar sem fremur væri krafist þekkingar á geislaeðlisfræði, mælifræði og stærðfræði en á raftæknifræði.
Lesa meiraKosning til stjórnlagaþings
BHM hvetur félagsmenn sína til að nýta lýðræðislegan rétt sinn og taka þátt í kosningu til stjórnlagaþings. Stjórnlagaþing á, samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 90/2010, að koma saman í febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingið á að standa í tvo til fjóra mánuði og verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þingfulltrúar verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. Stjórnlagaþinginu er ætlað að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010.
Samkvæmt lögunum um stjórnlagaþing skal það sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
Lesa meiraSagan af lífeyrinum dýra
Starfsmannalög - vandi forstöðumanna?
Könnun Ríkisendurskoðunar gefur til kynna að 70% forstöðumanna þyki framkvæmd uppsagna samkvæmt starfsmannalögum flókin.
Í reynd eru starfsmannalögin þó talsvert einfölduð útgáfa af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Formreglur starfsmannalaga varðandi áminningar og uppsagnir eru mjög skýrar, auðvelt er að átta sig á því hverjir eru aðilar máls og reglur um birtingu og andmæli eru kristaltærar.
Ber að skilja niðurstöður könnunar Ríkisendurskoðunar sem svo að forstöðumenn ríkisstofnana eigi í sambærilegum erfiðleikum með aðrar og oft flóknari ákvarðanir á grundvelli stjórnsýslulaga, þar sem þau eru flóknari en starfsmannalögin? Hvort veldur vanda við framkvæmd uppsagna, árin eða ræðarinn?
Lesa meiraUm réttindi og kjör starfsmanna vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga
...Til eru mörg dæmi um yfirfærslu á verkefnum hins opinbera en ávallt hafa störf og launakjör hlutaðeigandi starfsmanna verið tryggð við slíkar breytingar. BHM leggur til að nú verði horft til þeirra fordæma og allir aðilar ljúki þessu verkefni með farsæld og hagsmuni starfsmanna að leiðarljósi.
Lesa meira
Baráttudagur kvenna - Kvennafrí
Samtök launafólks hvetja félagsmenn aðildarfélaga sinna um land allt til virkrar þátttöku í viðburðum í tilefni Kvennafrídagsins mánudaginn 25. október. Stelpur, höfum hátt! Við þorum, getum og viljum!
Sjá sameiginlega yfirlýsingu: (Barattudagur)
Þess má geta að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, formaður Stéttarfélags lögfræðinga, verður meðal ræðumanna dagsins á Ísafirði (sjá auglýsingu: KFri_A3_VestfP ).
Lesa meiraBHM krefst kjaraleiðréttinga
Í tilefni af framkomnu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 vill stjórn BHM ítreka afstöðu bandalagsins til mála er varða kjör háskólamanna á vinnumarkaði:
Lesa meiraSamkomulag um upplýsingagjöf
Samkomulag um upplýsingagjöf frá ríki til heildarsamtaka ríkisstarfsmanna var undirritað föstudaginn 24. september.
Lesa meiraNámskeið á vegum BHM í haust
"Langir fimmtudagar og stuttir þriðjudagar"
Lesa meiraÁlyktun miðstjórnar BHM um lífeyrissjóðamál
Að gefnu tilefni gerir Bandalag háskólamanna þá kröfu til Framtakssjóðs Íslands, að hann sýni með óyggjandi hætti fram á að fjárfestingar af hans hálfu fylgi tilgangi og skilmálum sjóðsins.
BHM galt við stofnun sjóðsins varhug við þeirri stöðu sem því gæti fylgt að sjóður á vegum lífeyrissjóða launamanna kæmi með virkum hætti að ákvarðanatöku um það hvaða fyrirtæki héldu velli í gegnum núverandi þrengingar. Einnig var það þá skoðun BHM að erfitt gæti reynst að standa við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða með hlutdeild í slíkum fjárfestingarsjóði.
Verði Framtakssjóður Íslands ekki við óskum BHM um gegnsæi mun bandalagið fara þess á leit að lífeyrissjóðir þeir sem það á aðild að endurskoði aðkomu sína að sjóðnum.
Aukinheldur leggst BHM alfarið gegn frekari framlögum lífeyrissjóða félagsmanna sinna til Framtakssjóðs Íslands.
Lesa meiraBHM lýsir stuðningi við kjarabaráttu og samningsrétt slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Stjórn BHM samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum þann 9. ágúst
Lesa meira
Álag á vinnustað eykst - laun lækka eða standa í stað
Kaupmáttarrýrnun er því afgerandi hjá þessum hópi, sem ekki er hægt að una við til lengri tíma litið. Það hlýtur að hafa veruleg áhrif í undirbúningi kjarasamningsviðræðna sem framundan eru síðar á þessu ári.
Lesa meiraBHM krefst kjaraleiðréttingar
BHM er reiðubúið til samráðs og samvinnu um leiðir til að takast á við efnahagsvanda þjóðarinnar.
Bandalagið minnir á að laun flestra háskólamanna hafa verið fryst, ef ekki lækkuð, frá því um mitt ár 2008.
Bandalagið mun því aðeins taka þátt í heildarsátt um kjaramál á íslenskum vinnumarkaði að kjarasamningar verði gerðir við aðildarfélög BHM og að í kjarasamningaviðræðum verði tekið tillit til eftirfarandi þátta:
- Leiðrétt verði kaupmáttarskerðing félagsmanna frá miðju ári 2008.
- Markvisst verði unnið að því að háskólamenntun sé metin til launa.
- Lokið verði við óuppfyllt ákvæði frá fyrri samningum, svo sem um nýtt fyrirkomulag sí- og endurmenntunar.
- Tekið verði tillit til námslána við umfjöllun um skuldabyrði heimilanna í landinu.
- Lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði endurskoðuð. Almennt ákvæði um yfirvinnuskyldu verði fellt út og einnig verði ákvæði um skyldu til að hlíta breytingum á starfi fellt út eða því breytt þannig að ákvæðum ráðningarsamninga verði ekki breytt einhliða.
- Vinnulöggjöf verði breytt þannig að nýr kjarasamningur gildi frá þeim degi þegar sá sem fyrir er fellur úr gildi.
- Staðið verði við fyrirheit um starfsendurhæfingarsjóð.
- Uppsagnarfrestur starfsmanna 55 ára og eldri verði lengdur.
BHM hafnar launafrystingu - ríkið virði samningsrétt
BHM minnir stjórnvöld að gefnu tilefni á að samningsréttur um kjör launamanna er í höndum stéttarfélaga.
Lesa meiraKjaramál háskólamenntaðra
"Uppsagnir eða frekari gjaldfelling háskólamenntunar mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér."
Lesa meira
Tillögur ráðherra árás á háskólamenntun
BHM mótmælir tillögum félags- og tryggingamálaráðherra um áframhaldandi frystingu launa háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins.
Lesa meiraÁlyktun aðalfundar Félags háskólakennara, 1. júní 2010
>Aðalfundur Félags háskólakennara skorar á ríkisstjórn að setja fram skýra stefnu í málefnum háskóla á Íslandi.
Lesa meiraStéttarfélagið Fræðagarður veitir Rauða krossinum milljón í styrk
BHM mun ekki framlengja stöðugleikasáttmála
Ályktun miðstjórnar BHM 19. maí 2010
Lesa meiraLífeyrisskuldbindingar – athugasemd við frétt RÚV
„Þegar rætt er um skuldbindingar ríkisins vegna B-deildar LSR má ekki gleyma því að þá er einnig verið að tala um réttindi þess fólks sem starfað hefur í opinberri þjónustu á undanförnum áratugum.
Lesa meiraKynningarfundur fyrir sjóðfélaga LSR
Ályktanir aðalfundar BHM þann 30. apríl 2010
1. maí.
BHM hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna í kröfugöngur sem haldnar eru víðvegar um land. Dagskrá 1. maí í Reykjavík er eftirfarandi:
Lesa meiraAðalfundur BHM settur
Aðalfundur BHM var settur í morgun. Formaður BHM setti fundinn og gestir fluttu ávörp. Setningarræðu formanns má lesa hér.
Lesa meiraÁlyktun stjórnar Félags háskólakennara
Um fjárveitingar og rekstur háskólastigsins
Lesa meiraSumarúthlutun lokið
Umsóknarfresturinn til að sækja um sumarhús innanlands í sumar er útrunninn. Alls bárust 1704 umsóknir.
Lesa meiraHækkunin sem enginn fékk?
Um breytingar á launavísitölu opinberra starfsmanna
Lesa meiraBHM telur lagasetningu á verkfallsaðgerðir í kjaradeilu stangast á við forsendur stöðugleikasáttmála
Bandalag háskólamanna (BHM) lýsir andstöðu við inngrip af hálfu hins opinbera í kjaradeilur á formi lagasetningar, eins og til stóð að gera í deilu flugumferðastjóra við viðsemjendur sína í gær, 11. mars.
Lesa meiraFrelsi til fjölskyldulífs - samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 100 ára.
Sjá auglýsingu hér
Hádegisfundur á Grand Hótel (Hvammi) 8. mars kl. 11:45-13:00
Lesa meiraGallerí BHM - "Björt sýn" - Fríða Kristín Gísladóttir
„Ég er listmálari, náttúru- og friðarunnandi.
Ég elska lífið og tilveruna og á mér þann draum að láta gott af mér leiða.
Ég mála til að skapa vellíðan og markmiðið er að fólki líði vel við að horfa á málverkin mín."
Lesa meiraBreytingar á reglum hjá Styrktar- og Sjúkrasjóði BHM
Staðreyndir um launaþróun og starfsöryggi opinberra starfsmanna frá bankahruni
Undanfarið hafa launa- og starfskjör opinberra starfsmanna verið til umræðu, m.a. af hálfu Viðskiptaráðs. Samanburður hefur þar verið gerður á atvinnumissi á almennum og opinberum markaði og verður ekki hjá því komist að leiðrétta eitt og annað í þeim málflutningi.
Lesa meiraOrlofsblað 2010
Umsóknarfrestur vegna sumarúthlutunar innanlands er til 1. apríl n.k
Lesa meiraHagsmunafélag stundakennara á háskólastigi stofnað
HAGSTUND – hagsmunafélag stundakennara á háskólastigi var stofnað þann 4. nóvember síðastliðinn
Lesa meira-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2000
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember