Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: ágúst 2010

31.8.2010 : Ályktun miðstjórnar BHM um lífeyrissjóðamál

Að gefnu tilefni gerir Bandalag háskólamanna þá kröfu til Framtakssjóðs Íslands, að hann sýni með óyggjandi hætti fram á að fjárfestingar af hans hálfu fylgi tilgangi og skilmálum sjóðsins. 

BHM galt við stofnun sjóðsins varhug við þeirri stöðu sem því gæti fylgt að sjóður á vegum lífeyrissjóða launamanna kæmi með virkum hætti að ákvarðanatöku um það hvaða fyrirtæki héldu velli í gegnum núverandi þrengingar.  Einnig var það þá skoðun BHM að erfitt gæti reynst að standa við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða með hlutdeild í slíkum fjárfestingarsjóði.

Verði Framtakssjóður Íslands ekki við óskum BHM um gegnsæi mun bandalagið fara þess á leit að lífeyrissjóðir þeir sem það á aðild að endurskoði aðkomu sína að sjóðnum.

Aukinheldur leggst BHM alfarið gegn frekari framlögum lífeyrissjóða félagsmanna sinna til Framtakssjóðs Íslands.

Lesa meira

9.8.2010 : BHM lýsir stuðningi við kjarabaráttu og samningsrétt slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Stjórn BHM samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum þann 9. ágúst

Lesa meira

Fréttir