Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: nóvember 2010

26.11.2010 : Kosning til stjórnlagaþings

 

BHM hvetur félagsmenn sína til að nýta lýðræðislegan rétt sinn og taka þátt í kosningu til stjórnlagaþings. Stjórnlagaþing á, samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 90/2010, að koma saman í febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingið á að standa í tvo til fjóra mánuði og verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þingfulltrúar verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. Stjórnlagaþinginu er ætlað að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010.

Samkvæmt lögunum um stjórnlagaþing skal það sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:

Lesa meira

18.11.2010 : Sagan af lífeyrinum dýra

Sá sem fær í sinn hlut 260 þúsund krónur úr lífeyrissjóði (sem samsvarar lokalaunum u.þ.b. 400 þúsund eftir meðallanga starfsævi) hefur nettó 20 þúsund umfram 180 þúsundin sem hann annars fengi frá almannatryggingum. Lesa meira

12.11.2010 : Starfsmannalög - vandi forstöðumanna?

Könnun Ríkisendurskoðunar gefur til kynna að 70% forstöðumanna þyki framkvæmd uppsagna samkvæmt starfsmannalögum flókin.

Í reynd eru starfsmannalögin þó talsvert einfölduð útgáfa af almennum reglum stjórnsýsluréttar.  Formreglur starfsmannalaga varðandi áminningar og uppsagnir eru mjög skýrar, auðvelt er að átta sig á því hverjir eru aðilar máls og reglur um birtingu og andmæli eru kristaltærar. 

Ber að skilja niðurstöður könnunar Ríkisendurskoðunar sem svo að forstöðumenn ríkisstofnana eigi í sambærilegum erfiðleikum með aðrar og oft flóknari ákvarðanir á grundvelli stjórnsýslulaga, þar sem þau eru flóknari en starfsmannalögin?  Hvort veldur vanda við framkvæmd uppsagna, árin eða ræðarinn?

Lesa meira

9.11.2010 : Um réttindi og kjör starfsmanna vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga

...Til eru mörg dæmi um yfirfærslu á verkefnum hins opinbera en ávallt hafa störf og launakjör hlutaðeigandi starfsmanna verið tryggð við slíkar breytingar.  BHM leggur til að nú verði horft til þeirra fordæma og allir aðilar ljúki þessu verkefni með farsæld og hagsmuni starfsmanna að leiðarljósi. 

Lesa meira

Fréttir