Fréttir: 2011
Fræðsludagská BHM - vorönn 2012
Boðið verður upp á 25 áhugaverða fyrirlestra og erindi fyrir félagsmenn BHM. Kynntu þér það sem í boði er. Skráning hefst 3. janúar.
Lesa meiraSkrifstofa BHM opnar þann 27. desember kl.10.00 Gleðilega hátíð.
Átakið „TIL VINNU“ - öflugar aðgerðir gegn langtímaatvinnuleysi.
Samkomulag ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs undirritað 16. desember
Lesa meiraÁlyktun miðstjórnar BHM 17. nóvember 2011
Miðstjórn Bandalags háskólamanna skorar á stjórnvöld að lagfæra réttindi foreldra í fæðingarorlofi með því að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.
Lesa meiraÁtt þú sumarhús eða íbúð sem þú vilt leigja út sumarið 2012?
Orlofssjóður Bandalags háskólamanna óskar eftir sumarhúsum/íbúðum innanlands sem utan á sanngjörnu verði mánuðina júní, júlí og ágúst.
Lesa meiraStarfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykkir samning við fjármálaráðherra.
Fyrr í dag voru greidd atkvæði um samning félagsins við fjármálaráðherra. Alls voru 95 á kjörskrá og greiddu 87 atkvæði. Af þeim samþykktu 80 samninginn.
Lesa meiraMorgunverðarfundur BHM og FFR á degi gegn einelti
Glærur frá fundinum
Lesa meiraStöndum saman í baráttu gegn einelti
Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa að sérstökum degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, og er hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010.
Lesa meiraUppbyggilegt vinnuumhverfi - sameiginlegt hagsmunamál
Morgunverðarfundur Bandalags háskólamanna í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana í tilefni af degi gegn einelti, þriðjudaginn 8. nóvember í Rúgbrauðsgerðinni Borgartúni 6, 4. hæð.
Lesa meiraBoðað verkfall dæmt lögmætt.
Íslenska ríkið stefndi Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir Félagsdóm og krafðist þess að boðað verkfall yrði dæmt ólögmætt, á þeirri málfræðilegu forsendu að um væri að ræða verkföll en ekki verkfall. Félagsdómur féllst ekki á það og varð niðurstaða hans að: „Samkvæmt þessu verður ekki á það fallist að þeir ágallar hafi verið á atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina sem stefnandi heldur fram, enda bar þá engin nauðsyn til að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla um hverja verkfallslotu samkvæmt verkfallsboðuninni, en málsástæður stefnanda lúta einvörðungu að þessu atriði.“
Lesa meiraNiðurstöður kannana fjármálaráðuneytisins á tíðni eineltis hjá ríkisstofnunum
Það er á ábyrgð stjórnenda að fyrirbyggja einelti og efla jákvæðan starfsanda og vinnumenningu þar sem lögð er áhersla á virðingu og góða starfshætti. Eru stjórnendur hvattir til að taka þessi mál fastari tökum hver á sinni stofnun.
Lesa meira
Blikur á lofti - skýrsla velferðarráðherra um fæðingarorlof.
Opið bréf til ráðherra
BHM sættir sig ekki við að þeir félagsmenn sem voru í fæðingarorlofi tiltekna tvo mánuði af þeim 26 sem samningsleysi þeirra varaði séu meðhöndlaðir öðruvísi en á jafnréttisgrunvelli. BHM hefur gert og ítrekar þá kröfu að þetta fólk njóti allra þeirra kjarabóta sem samningar kveða á um.
BHM ítrekar kröfur sínar um samningsbundna eingreiðslu til fólks í fæðingarorlofi.
Óskað hefur verið eftir fundi með forsætisráðherra og ráðherrum fjármála og velferðarmála.
Lesa meiraÚthlutunarreglur sjúkra- og styrktarsjóðs BHM
Reglur sjúkra- og styrktarsjóðs BHM hafa verið þýddar á ensku fyrir félagsmenn.
Lesa meiraSkýrsla Ríkisendurskoðunar um helstu ógnir og veikleika í mannauðsmálum ríkisins
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar Ingunn Ólafsdóttir og Guðmundur Björnsson fóru yfir helstu niðurstöður og ábendingar nýrrar skýrslu um stefnu stjórnvalda og stöðu mannauðsmála ríkisins í hádegisfræðslu BHM.
Lesa meiraNýr kjarasamningur við SA undirritaður
Ályktun miðstjórnar BHM 21. september 2011
Bandalag háskólamanna (BHM) lýsir fullum stuðningi við baráttu Félagsráðgjafafélags Íslands í yfirstandandi kjaradeilu þess við Reykjavíkurborg. BHM hvetur Reykjavíkurborg til að koma til móts við kröfur félagsráðgjafa og forðast þannig að til verkfallsaðgerða þurfi að koma.
Lesa meiraNámskeið og fyrirlestrar hjá BHM á haustönn
Ályktun miðstjórnar BHM 17. ágúst 2011
Bandalag háskólamanna (BHM) krefst þess að gengið verði frá kjarasamningum við þau stéttarfélög sem enn eru með lausa samninga.
Margar háskólamenntaðar starfsstéttir búa við langvarandi vanmat á menntun til launa hvort sem er á uppgangs- eða krepputímum. Því er löngu tímabært að menntun sé metin að verðleikum ef íslenskur vinnumarkaður vill halda í háskólamenntað fólk.
Lesa meiraDómur Félagsdóms í máli Félags prófessora við ríkisháskóla gegn íslenska ríkinu f.h. Háskóla Íslands.
Þann 14. júlí sl. kvað Félagsdómur upp dóm sem Félag prófessora höfðaði vegna einhliða breytingar háskólaráðs Háskóla Íslands á vinnuskyldu prófessora. Dómurinn féll félaginu í vil og var niðurstaða dómsins að breytingar á stjórnunar – og kennsluskyldu prófessora væri andstæður markmiðsákvæði í kjarasamningi Félags prófessora við ríkisháskóla og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var það 21. desember 2009.
Lesa meiraLögfesting á greiðsluskyldu launagreiðenda til VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs frá og með september 2011
Uppsögn trúnaðarmanns ólögmæt
Nýlega var kveðinn upp félagsdómur í máli nr. 6/2011, BSRB f.h Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Mál þetta var höfðað í tilefni af uppsögn trúnaðarmanns. Uppsögnin var rökstudd með vísan til endurskipulagningar og hagræðingar í starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur en sviðið sem trúnaðarmaðurinn starfaði við var lagt niður í heild sinni. Niðurstaða Félagsdóms var sú að dómurinn taldi að uppsögnin hafi verið brot á meginreglu 2. málsl. 11. gr. laga nr. 80/1938 og því ólögmæt.
BHM krefst eingreiðslu fyrir fólk í fæðingarorlofi
Starfsþróunarsetur háskólamanna
Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu og greiða til setursins munu geta sótt um styrki til Starfsþróunarsetursins frá og með árinu 2012 vegna sí- og endurmenntunar sem fram fer á árinu 2011.
Því er mikilvægt að halda til haga greiðslukvittunum vegna mögulegra umsókna í sjóðinn.
Lesa meiraSamningar 19 félaga við ríki samþykktir

Atkvæði hafa verið greidd hjá þeim félögum BHM sem gerðu samning við ríkið þann 6. júní sl. Samningarnir voru samþykktir af öllum félögunum.
Lesa meiraNýr Félagsdómur
Félag lífeindafræðinga höfðaði mál gegn íslenska ríkinu f.h. Sjúkrahússins á Akureyri vegna einhliða breytinga á greiðslum fyrir útköll. Staðfest var að sjúkrahúsinu bæri að greiða minnst 3 tíma í yfirvinnu fyrir hvert útkall og minnst 4 tíma væri útkallið á tímabilinu 00.00-08.00 frá mánudegi til föstudags, kl. 17:00-24:00 á föstudegi eða almennum eða sérstökum frídegi.
Lesa meiraKynning á kjarasamningi 19 BHM félaga við ríki.
Kl. 16:00 í dag verður haldinn kynningarfundur um kjarasamning 19 BHM-félaga við ríkið.
Lesa meiraYfirlýsing ráðherra í tengslum við kjarasamninga BHM
Kjarasamningar undirritaðir
Laust upp úr kl. 19 í kvöld voru kjarasamningar 19 aðildarfélaga BHM við fjármálaráðherra undirritaðir. Samningarnir eru á svipuðum nótum og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið að undanförnu. Með honum fylgja nokkrar bókanir þar á meðal bókun um endurskoðun og úttekt á fyrirkomulagi þess launakerfis sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við.
Lesa meira
1000 ný námstækifæri fyrir atvinnuleitendur
Nám er vinnandi vegur er átaksverkefni sem byggir á tillögum frá samráðshóp ráðuneyta, allra þingflokka, aðila vinnumarkaðarins og hreyfinga námsmanna sem forsætisráðherra skipaði. Átakið verður kynnt á námsmessu í Laugardagshöllinni fimmtudaginn 12. maí frá kl. 11:00-16:00, en þar verða rágjafar frá Vinnumálastofnun og frá skólum atvinnuleitendum til ráðgjafar.
Lesa meiraKjaraviðræður hafnar
Ályktun aðalfundar BHM 2011 um kjaramál
Aðalfundur BHM krefst þess að laun háskólamenntaðra verði hækkuð þar sem nú þegar er brostinn á atgervisflótti sem þarf að bregðast við.
Laun sérfræðinga á almennum vinnumarkaði eru nú þriðjungi hærri en laun félagsmanna BHM hjá ríki. Þessi munur má ekki haldast og honum verður að eyða án tafar. Lesa meiraÁlyktun aðalfundar BHM 2011 um lífeyrismál
Aðalfundur BHM fordæmir þær hugmyndir sem kynntar hafa verið í samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði og fela í sér verulega skerðingu á lífeyriskjörum opinberra starfsmanna. Jafnframt fagnar fundurinn yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 29. mars síðastliðnum þar sem þessum skerðingarhugmyndum er í raun hafnað og skorar á stjórnvöld að standa með starfsmönnum sínum gegn árásum utanaðkomandi aðila.
Lesa meiraÚthlutun sumarhúsa 2011
Úthlutun sumarhúsa innanlands er lokið. Alls bárust 1.622 umsóknir og fengu 650 félagsmenn úthlutað húsi.
Greinaskrif formanna BHM, BSRB og KÍ um lífeyrismál
Á undanförnum vikum hafa birst í Fréttablaðinu tvær greinar eftir formenn BHM, BSRB og KÍ um lífeyrismál.
Lesa meiraTillaga samráðshóps um vinnumarkaðsmál
Áunnin lífeyrisréttindi verða ekki skert
ASÍ og SA hlutist ekki til um kjör opinberra starfsmanna. Ályktun stjórnar BHM 22. mars 2011
Umsamin lífeyriskjör opinberra starfsmanna í LSR og LSS eru hluti af heildarkjörum opinberra starfsmanna og verða ekki slitin úr því samhengi.
BHM mun ekki taka þátt í viðræðum um framtíðarfyrirkomulag lífeyriskjara sem byggja á því að skerða þegar áunnin réttindi.
Lesa meiraAðför ASÍ og SA að lífeyriskjörum opinberra starfsmanna
BHM fordæmir þau vinnubrögð ASÍ og SA að gera skerðingu lífeyriskjara opinberra starfsmanna að kröfumáli í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. BHM hefur tekið þátt í viðræðum um framtíðarskipan lífeyrismála í landinu á grundvelli þess að þegar áunnin réttindi verði ekki skert, heldur verði staðið að fullu við lífeyrisskuldbindingar og lífeyrisloforð af hálfu vinnuveitenda. Þessi afstaða bandalagsins er öllum aðilum viðræðna um framtíðarskipun lífeyrismála ljós og því forkastanlegt að ASÍ og SA skuli leggja fram kröfur um skerðingu kjara.
Lesa meiraFundur með forsætis- og fjármálaráðherra
8. mars - Viðburðir í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna
Staða konunnar er laus til umsóknar - Jafnrétti úr viðjum vanans! - Grand Hótel Reykjavík kl. 11:45-13:00
Er þetta allt að koma? Hádegisfundur Hótel Kea Akureyri kl. 12:00
8. mars í 100 ár. Dagskrá Menningar- og friðarsamtakanna MFKÍ í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17:00
Lesa meiraLaunahækkun dómara til marks um raunveruleikann, ályktun stjórnar BHM
Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun dómara er að mati stjórnar BHM skiljanleg og málefnaleg.
Lesa meiraÆvitekjur og arðsemi menntunar
Eyjólfur Sigurðsson, hagfræðingur hélt fyrirlestur og kynnti skýrslu á hádegisfundi mánudaginn 14. febrúar.
Lesa meira
Orlofsblaðið 2011
Orlofsblað Orlofssjóðs BHM er nú komið út. Í orlofsblaðinu eru kynntir þeir möguleikar sem sjóðfélögum stendur til boða að leigja um vetur, páska og sumar. Hér má skoða orlofsblaðið á pdf-formi.
Lesa meiraJafnréttisþing 4. febrúar 2011
BHM hvetur félagsmenn til þátttöku í jafnréttisþingi, skráning er á heimasíðu velferðarráðuneytisins: http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32565
Lesa meiraAtvinnuleysi hjá félagsmönnum stéttarfélaga innan BHM
Skráð atvinnuleysi í desember 2010 var 8% en að meðaltali 12.745 manns voru atvinnulausir í mánuðinum og eykst atvinnuleysi um 0,3 prósentustig frá nóvember 2010 eða um 382 manns að meðaltali. Mest atvinnuleysi er hjá þeim sem minnsta menntun hafa. Yfiirlit um atvinnuleysi félagsmanna innan BHM má finna hér að neðan.
Lesa meira-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2000
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember