Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: júní 2011

23.6.2011 : Samningar 19 félaga við ríki samþykktir

  Samningar-BHM-2011-005

Atkvæði hafa verið greidd hjá þeim félögum BHM sem gerðu samning við ríkið þann 6. júní sl. Samningarnir voru samþykktir af öllum félögunum.

Lesa meira

14.6.2011 : Nýr Félagsdómur

 

Félag lífeindafræðinga höfðaði mál gegn íslenska ríkinu f.h. Sjúkrahússins á Akureyri vegna einhliða breytinga á greiðslum fyrir útköll. Staðfest var að sjúkrahúsinu bæri að greiða minnst 3 tíma í yfirvinnu fyrir hvert útkall og minnst 4 tíma væri útkallið á tímabilinu 00.00-08.00 frá mánudegi til föstudags, kl. 17:00-24:00 á föstudegi eða almennum eða sérstökum frídegi.

Lesa meira

9.6.2011 : Kynning á kjarasamningi 19 BHM félaga við ríki.

Kl. 16:00 í dag verður haldinn kynningarfundur um kjarasamning 19 BHM-félaga við ríkið.

Lesa meira

8.6.2011 : Yfirlýsing ráðherra í tengslum við kjarasamninga BHM

Í aðdraganda kjarasamninga BHM og ríkisins rituðu forsætisráðherra og fjármálaráðherra bréf til formanns BHM. Í því kemur fram að mikilvægt er að greina hvað kunni að valda atgervisflótta frá stofnunum ríkisins. Einnig lýsa ráðherrarnir því yfir að ljóst sé að greiðslubyrði námslána hefur aukist á undanförnum árum og þau séu reiðubúin, í samstarfi við BHM, að leita leiða til að létta hana. Lesa meira

6.6.2011 : Kjarasamningar undirritaðir

Laust upp úr kl. 19 í kvöld voru kjarasamningar 19 aðildarfélaga BHM við fjármálaráðherra undirritaðir. Samningarnir eru á svipuðum nótum og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið að undanförnu. Með honum fylgja nokkrar bókanir þar á meðal bókun um endurskoðun og úttekt á fyrirkomulagi þess launakerfis sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við.

Lesa meira

Fréttir