Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: júlí 2011

12.7.2011 : Uppsögn trúnaðarmanns ólögmæt

Nýlega var kveðinn upp félagsdómur í máli nr. 6/2011, BSRB f.h Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Mál þetta var höfðað í tilefni af uppsögn trúnaðarmanns. Uppsögnin var rökstudd með vísan til endurskipulagningar og hagræðingar í starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur en sviðið sem trúnaðarmaðurinn starfaði við var lagt niður í heild sinni.  Niðurstaða Félagsdóms var sú að dómurinn taldi að uppsögnin hafi verið brot á meginreglu 2. málsl. 11. gr. laga nr. 80/1938 og því ólögmæt. 

Lesa meira

5.7.2011 : BHM krefst eingreiðslu fyrir fólk í fæðingarorlofi

Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við þá túlkun vinnuveitenda að synja fólki í fæðingarorlofi um 50 þúsund króna eingreiðslu sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Lesa meira

4.7.2011 : Starfsþróunarsetur háskólamanna

Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu og greiða til setursins munu geta sótt um styrki til Starfsþróunarsetursins frá og með árinu 2012 vegna sí- og endurmenntunar sem fram fer á árinu 2011.

Því er mikilvægt að halda til haga greiðslukvittunum vegna mögulegra umsókna í sjóðinn.

Lesa meira

Fréttir