Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: nóvember 2011

17.11.2011 : Ályktun miðstjórnar BHM 17. nóvember 2011

Miðstjórn Bandalags háskólamanna skorar á stjórnvöld að lagfæra réttindi foreldra í fæðingarorlofi með því að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.

Lesa meira

16.11.2011 : Átt þú sumarhús eða íbúð sem þú vilt leigja út sumarið 2012?

Orlofssjóður Bandalags háskólamanna óskar eftir sumarhúsum/íbúðum innanlands sem utan á sanngjörnu verði mánuðina júní, júlí og ágúst.

Lesa meira

11.11.2011 : Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykkir samning við fjármálaráðherra.

 

Fyrr í dag voru greidd atkvæði um samning félagsins við fjármálaráðherra. Alls voru 95 á kjörskrá og greiddu 87 atkvæði. Af þeim samþykktu 80 samninginn.

Lesa meira

7.11.2011 : Stöndum saman í baráttu gegn einelti

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa að sérstökum degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, og er hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010.

Lesa meira

3.11.2011 : Uppbyggilegt vinnuumhverfi - sameiginlegt hagsmunamál

Morgunverðarfundur Bandalags háskólamanna í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana í tilefni af degi gegn einelti, þriðjudaginn 8. nóvember í Rúgbrauðsgerðinni Borgartúni 6, 4. hæð.

Lesa meira

3.11.2011 : Boðað verkfall dæmt lögmætt.

 

Íslenska ríkið stefndi Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir Félagsdóm og krafðist þess að boðað verkfall yrði dæmt ólögmætt, á þeirri málfræðilegu forsendu að um væri að ræða verkföll en ekki verkfall. Félagsdómur féllst ekki á það og varð niðurstaða hans að: „Samkvæmt þessu verður ekki á það fallist að þeir ágallar hafi verið á atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina sem stefnandi heldur fram, enda bar þá engin nauðsyn til að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla um hverja verkfallslotu samkvæmt verkfallsboðuninni, en málsástæður stefnanda lúta einvörðungu að þessu atriði.“

Lesa meira

1.11.2011 : Norræn starfsmannaskipti ríkisstarfsmanna

Umsóknarfrestur til þess að sækja um styrk fyrir árið 2012 er til 30. nóvember nk.

 

Lesa meira

1.11.2011 : Niðurstöður kannana fjármálaráðuneytisins á tíðni eineltis hjá ríkisstofnunum

Það er á ábyrgð stjórnenda að fyrirbyggja einelti og efla jákvæðan starfsanda og vinnumenningu þar sem lögð er áhersla á virðingu og góða starfshætti. Eru stjórnendur hvattir til að taka þessi mál fastari tökum hver á sinni stofnun.

 

Lesa meira

Fréttir