Fréttir: 2012

Hvenær lækkar maður laun?
Gleðilegt ferðasumar - hvernig væri að skella sér í bústað í blíðunni.
Orlofssjóður BHM býður sjóðfélögum sínum upp á fjölbreytt úrval sumarhúsa og íbúða innanlands og utan. Kynntu þér það sem í boði er á vef Orlofssjóðsins eða á bókunarvef.
Lesa meiraOpinn kynningarfundur um staðall um launajafnrétti
Stjórn Bandalags háskólamanna lýsir þungum áhyggjum af stöðu háskólastigsins í íslensku menntakerfi.
Stjórn BHM lýsir þungum áhyggjum af stöðu háskólastigsins í íslensku menntakerfi, en Ísland er eina landið innan OECD sem ver minna fé til menntunar hvers nemanda á háskólastigi en á grunnskólastigi. Framlag á nemanda á háskólastigi er 25% undir meðaltali OECD-ríkjanna. Stjórn BHM telur þessar staðreyndir kalla á endurskoðun og endurskipulag í menntamálum á Íslandi, ekki síst í ljósi mikilvægis háskólamenntunar fyrir framþróun á vinnumarkaði, nýsköpun og hagvöxt.
Lesa meiraMánaðarlegar greiðslur óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum geta hækkað hratt
Fjármálaeftirlitið hefur birt samantekt þar sem vakin er athygli neytenda á næmi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum fyrir vaxtahækkunum og hvetur til varkárni í skuldsetningu. Greiðslubyrði þessara lána getur aukist hratt í takt við hækkandi stýrivexti þegar Seðlabanki Íslands er í hækkunarferli.
Eftirlitið telur að ekki sé við því að búast að laun hækki að sama skapi meðan á ferlinu stendur og því sé viðbúið að skarpur samdráttur verði í ráðstöfunartekjum að lokinni afborgun húsnæðislána eftir því sem vextir hækka.
Sjá nánari útskýringar og dæmi í samantekt Fjármálaeftirlitsins.
Eitt húsnæðisbótakerfi fyrir alla, óháð búsetuformi
Vinnuhópur á vegum velferðarráðherra um húsnæðisbætur leggur til að tekið verði upp nýtt og gjörbreytt húsnæðisbótakerfi sem tryggir öllum sama rétt til fjárhagsstuðnings hins opinbera, óháð búsetuformi. Kerfinu er ætlað að koma í stað vaxtabóta og húsaleigubóta.
Lesa meiraSérstök endurgreiðsla úr Starfsþróunarsetri háskólamanna (STH) fyrir útlögðum kostnaði vegna námskeiða og símenntunar árið 2011
Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu og tengdum stofnunum* og eiga aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna (STH) geta sótt um endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði vegna námskeiða og símenntunar sem fram fór á árinu 2011.
Siðferðileg viðmið og siðareglur Stjórnarráðsins
Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna kynnti í dag fyrstu ársskýrslu sína. Í skýrslunni er farið yfir starf nefndarinnar frá því hún var skipuð haustið 2010 á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands.
Megináherslan hefur verið á að stuðla að setningu siðareglna og kynningu þeirra og innleiðingu. Siðareglur fyrir ráðherra voru settar í mars 2011 og þann 3. maí gaf forsætisráðherra út siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands í kjölfar víðtæks samráðs. Fulltrúi BHM og KÍ í nefndinni var Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir.
Lesa meiraNý heildarlöggjöf um allar heilbrigðisstéttir
Mótum framtíðina - ályktanir frá aðalfundi BHM
Í ályktunum aðalfundur BHM, sem haldinn var dagana 26. og 27. apríl 2012 er hækkun launa á almennum vinnumarkaði fagnað sem skrefi í átt að því að íslenskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfur við önnur lönd um menntað vinnuafl. Jafnframt er bent á að bæta þurfi kjör háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði eigi hann að geta laðað til sín og haldið í hæft starfsfólk til framtíðar.
- Mótum framtíðina - aðalfundur BHM
Verður haldinn 26. og 27. apríl n.k. í Rúbrauðsgerðinni Borgartúni 6, 4. hæð. Dagskrá og fundargögn má nálgast hér.
Lesa meiraÁrsfundur VIRK verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 8:00 -12:00 í Hörpu
Ertu búin/n að sækja um sumarhús?
Frestur sjóðfélaga til að sækja um sumarhús innanlands í sumar, rennur út á miðnætti sunnudaginn 1. apríl.
Lesa meiraBreyting á aðgang að bókunarvef Orlofssjóðsins

LSR – sjóðfélagafundur
Verður haldinn á Akureyri fimmtudaginn 22. mars kl. 16:30 í Lionssalnum á 4. hæð Skipagötu 14, Akureyri. Til umræðu er skýrsla úttektarnefndar. Í tilefni af nýlegri skýrslu um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhver lífeyrissjóðanna í
aðdraganda bankahrunsins 2008 boðar stjórn LSR til fundar með sjóðfélögum.
Lesa meiraLífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
Orlofsblað BHM 2012
Má nálgast hér og á vef OBHM og hefur verið sent til sjóðfélaga í pósti.
Lesa meiraUm launakjör stundakennara við Háskóla Íslands
Framlög til háskóla hafa vissulega verið skert frá hruni. Þó er ekki hægt að kenna hruninu alfarið um slæm kjör stundakennara eða það hversu stórt hlutfall kennslu við HÍ fer fram á því formi. Stefna stjórnvalda í fjárframlögum til skólans þarf að vera skýr, standa þarf vörð um gæði þeirrar menntunar sem stúdentar við Háskóla Íslands njóta.
Lesa meiraNýir kraftar – öflugra atvinnulíf
VINNANDI VEGUR er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins til að fjölga störfum.
Fyrirtæki geta bætt við sig starfsfólki úr röðum atvinnuleitenda og fengið hluta launakostnaðar endurgreiddan.
Lesa meiraHvað kostar þekking? Ráðstefna BHM og fjármálaráðuneytisins fór fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica.
Þökkum þeim 170 aðilum sem komu til að hlýða á erindin um launamál háskólamenntaðra. Glærur af fundinum má nálgast hér.
Lesa meiraHvað kostar þekking? Ráðstefna um launamál háskólamenntaðra
Haldin í samstarfi BHM og fjármálaráðuneytisins Hilton Reykjavík Nordica, 10. febrúar 2012 kl. 10.00-15.00. Ráðstefnunni er ætlað að vera innlegg í sameiginlega vinnu samningsaðila við mat og endurskoðun á launakerfi háskólamenntaðra hjá ríkinu.
Lesa meiraÖgmundur biðst afsökunar á ummælum sínum
Í grein í Fréttablaðinu í dag biðst Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afsöknar á umdeildum ummælum sínum um ferðir opinberra starfsmanna til Brussel.
Ummælin lét Ögmundur falla í ræðu á Alþingi 24. janúar sl. Hann sagðist hafa séð í öðrum Evrópuríkjum að stofnanaveldið, eða embættismenn, eigi það til að ánetjast Evrópusambandinu, og eigi sér þann draum helstan að halda til á hótelum á kostnað skattgreiðenda.
Forkastanleg ummæli innanríkisráðherra
BHM gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, í ræðustól Alþingis í gær (24/1). Þar lét ráðherra að því liggja að starfsmenn stjórnarráðsins væru háðir eldvatni, ferðalögum til Brussel, hóteldvöl og dagpeningum.
Slík ummæli ráðherra, um starfsfólk sitt og stjórnarráðsins alls, eru forkastanleg og með ólíkindum að fyrrum leiðtogi opinberra starfsmanna til áratuga láti þau frá sér fara.
BHM mótmælir þessari aðför að faglegum heilindum starfsfólks stjórnsýslunnar og krefst þess að Ögmundur biðji starfsfólk sitt afsökunar á ómaklegum ásökunum. Lesa meiraFullt var út úr dyrum á málþingi BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyris og almannatrygginga
Alls mættu rúmlega 400 manns til að hlýða á þau erindi sem þar voru flutt.
Lesa meira„Munurinn á lífeyrisgreiðslum minni en munurinn á lífeyrisréttindum gefur til kynna“
„Almennt eru greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum til ellilífeyris talsvert lægri en úr þeim opinberu. Hins vegar jafnast bilið mjög þegar tekið er tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Þær stuðla að því að allir ná ákveðu lágmarki ráðstöfunartekna. Greiðslurnar frá TR eru skertar eftir því sem meira er greitt úr lífeyrissjóðum. Skattgreiðslur minnka einnig muninn því að þeir sem meiri tekjur fá eru jafnframt meiri tekjustofn fyrir ríkið,“ er meðal þess sem stendur í skýrslu Benedikts Jóhannessonar sem hann vann fyrir BSRB, KÍ og BHM og kynnt var á málþinginu „Samspil lífeyris og almannatrygginga - þín framtíð“ í gær.
Lesa meiraMunur lífeyrisréttinda minni en margir telja
Formenn BHM, BSRB og KÍ rita sameiginlega grein í Fréttablaðið í dag. Greinin er rituð í tilefni málþings bandalaganna sem fram fer á morgun þar sem niðurstöður nýrrar skýrslu um samspil lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga verða kynntar.
Lesa meira
Málþing um samspil lífeyris og almannatrygginga 19. janúar 2012
Markmið málþingsins er að auka þekkingu almennings á lífeyrismálum og þátttöku ríkisins í öðrum kjörum fólks á efri árum.
Lesa meira
-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2000
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember