Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: janúar 2012

31.1.2012 : Ögmundur biðst afsökunar á ummælum sínum

Í grein í Fréttablaðinu í dag biðst Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afsöknar á umdeildum ummælum sínum um ferðir opinberra starfsmanna til Brussel.

Ummælin lét Ögmundur falla í ræðu á Alþingi 24. janúar sl. Hann sagðist hafa séð í öðrum Evrópuríkjum að stofnanaveldið, eða embættismenn, eigi það til að ánetjast Evrópusambandinu, og eigi sér þann draum helstan að halda til á hótelum á kostnað skattgreiðenda.

Lesa meira

25.1.2012 : Forkastanleg ummæli innanríkisráðherra

 

BHM gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, í ræðustól Alþingis í gær (24/1).  Þar lét ráðherra að því liggja að starfsmenn stjórnarráðsins væru háðir eldvatni, ferðalögum til Brussel, hóteldvöl og dagpeningum.

Slík ummæli ráðherra, um starfsfólk sitt og stjórnarráðsins alls, eru forkastanleg og með ólíkindum að fyrrum leiðtogi opinberra starfsmanna til áratuga láti þau frá sér fara.

BHM mótmælir þessari aðför að faglegum heilindum starfsfólks stjórnsýslunnar og krefst þess að Ögmundur biðji starfsfólk sitt afsökunar á ómaklegum ásökunum. Lesa meira

23.1.2012 : Fullt var út úr dyrum á málþingi BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyris og almannatrygginga

Alls mættu rúmlega 400 manns til að hlýða á þau erindi sem þar voru flutt.

Lesa meira

20.1.2012 : „Munurinn á lífeyrisgreiðslum minni en munurinn á lífeyrisréttindum gefur til kynna“

„Almennt eru greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum til ellilífeyris talsvert lægri en úr þeim opinberu. Hins vegar jafnast bilið mjög þegar tekið er tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Þær stuðla að því að allir ná ákveðu lágmarki ráðstöfunartekna. Greiðslurnar frá TR eru skertar eftir því sem meira er greitt úr lífeyrissjóðum. Skattgreiðslur minnka einnig muninn því að þeir sem meiri tekjur fá eru jafnframt meiri tekjustofn fyrir ríkið,“ er meðal þess sem stendur í skýrslu Benedikts Jóhannessonar sem hann vann fyrir BSRB, KÍ og BHM og kynnt var á málþinginu „Samspil lífeyris og almannatrygginga - þín framtíð“ í gær.

Lesa meira

18.1.2012 : Munur lífeyrisréttinda minni en margir telja

Formenn BHM, BSRB og KÍ rita sameiginlega grein í Fréttablaðið í dag. Greinin er rituð í tilefni málþings bandalaganna sem fram fer á morgun þar sem niðurstöður nýrrar skýrslu um samspil lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga verða kynntar.

 

Lesa meira

10.1.2012 : Málþing um samspil lífeyris og almannatrygginga 19. janúar 2012

Markmið málþingsins er að auka þekkingu almennings á lífeyrismálum og þátttöku ríkisins í öðrum kjörum fólks á efri árum.

 

Lesa meira

Fréttir