Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: maí 2012

22.5.2012 : Eitt húsnæðisbótakerfi fyrir alla, óháð búsetuformi

Vinnuhópur á vegum velferðarráðherra um húsnæðisbætur leggur til að tekið verði upp nýtt og gjörbreytt húsnæðisbótakerfi sem tryggir öllum sama rétt til fjárhagsstuðnings hins opinbera, óháð búsetuformi. Kerfinu er ætlað að koma í stað vaxtabóta og húsaleigubóta.

Lesa meira

8.5.2012 : Sérstök endurgreiðsla úr Starfsþróunarsetri háskólamanna (STH) fyrir útlögðum kostnaði vegna námskeiða og símenntunar árið 2011

Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu og tengdum stofnunum* og eiga aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna (STH) geta sótt um endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði vegna námskeiða og símenntunar sem fram fór á árinu 2011.


Lesa meira

7.5.2012 : Siðferðileg viðmið og siðareglur Stjórnarráðsins

Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna kynnti í dag fyrstu ársskýrslu sína. Í skýrslunni er farið yfir starf nefndarinnar frá því hún var skipuð haustið 2010 á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands.

 

Megináherslan hefur verið á að stuðla að setningu siðareglna og kynningu þeirra og innleiðingu. Siðareglur fyrir ráðherra voru settar í mars 2011 og þann 3. maí gaf forsætisráðherra út siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands í kjölfar víðtæks samráðs. Fulltrúi BHM og KÍ í nefndinni var Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir.

Lesa meira

7.5.2012 : Ný heildarlöggjöf um allar heilbrigðisstéttir

Lögin fjalla um réttindi og skyldur þeirra 33. löggiltu heilbrigðisstétta sem starfa í landinu og leysa af hólmi fimmtán lög sem nú gilda um störf þeirra. Lesa meira

Fréttir