Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: 2014

23.12.2014 : Bestu óskir um farsælt komandi ár

Bandalag háskólamanna óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári og þakkar samfylgdina á árinu sem senn er að líða.

Lesa meira

16.12.2014 : Breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands

Ekki hefur verið mælt fyrir málinu á Alþingi en BHM telur engu að síður mikilvægt að koma fram með athugasemdir nú svo taka megi tillit til þeirra við efnislega umræðu um málið.

Lesa meira

15.12.2014 : Nýr varaformaður BHM

Á fundi formannaráðs í dag var Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, kosin varaformaður BHM. Við óskum Höllu velfarnaðar í starfi varaformanns.

Lesa meira

10.12.2014 : Stjórn BHM skorar á stjórnvöld að ná sátt í kjaradeilu lækna

Afstýra þarf atgervisflótta heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra háskólamenntaðra sérfræðinga með forgangsröðun í þágu þekkingar á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira

9.12.2014 : Sjóðfélagar í Sjúkrasjóði eða Styrktarsjóði BHM

Umsóknir og gögn sem miðast við almanaksárið 2014 þurfa að berast í síðasta lagi í dag. Sama gildir um fylgigögn vegna umsókna sem þegar hafa borist. Fylgigögn eru send rafrænt með umsóknum í gegnum Mínar síður.

Lesa meira

5.12.2014 : Páll Halldórsson nýr formaður BHM

Páll hefur gengt varaformennsku en tekur nú við sem formaður til næsta aðalfundar bandalagsins. Við óskum Páli velfarnaðar í starfi formanns BHM.

Lesa meira

4.12.2014 : Guðlaug hættir sem formaður BHM

Eftir hálft sjöunda ár sem sem formaður Bandalags háskólamanna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að núna sé tímabært að stíga til hliðar og hleypa nýjum að.

Lesa meira

25.11.2014 : Félag prófessora við ríkisháskóla skrifa undir kjarasamning

Skrifað hefur verið undir kjarasamningi við samninganefnd ríkisins sem gildir til 28. febrúar 2015.

Lesa meira

18.11.2014 : Við lifum vel og lengi

Landssamtök lífeyrissjóða og Félag tryggingastærðfræðinga, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins efna til málþings um breyttar lífslíkur og áhrif þess á lífeyrissjóði.

Lesa meira

17.11.2014 : Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Umboðsmaður óskar er eftir öllum gögnum sem styðja lagalega ákvörðun ráðherra um flutningana. Ráðherra hefur frest til 10. desember til að svara.  Lesa meira

14.11.2014 : Athugasemdir BHM vegna málefna Fiskistofu

BHM sendi í gær bréf til ráðamanna og hagsmunaaðila þar sem dregin eru fram ýmis álitaefni vegna boðaðs flutnings Fiskistofu, bæði hvað varðar ákvarðanaferlið og fyrirsjáanlegan skaða.

Lesa meira

13.11.2014 : Samstarf um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu jafnlaunastaðals undirritað

Aðilar vinnumarkaðar, velferðarràðuneytið og fjàrmàla- og efnahagsràðuneytið skrifuðu í gær undir samstarfssamning um fræðslu og ràðgjöf við innleiðingu à jafnlaunastaðli.

Lesa meira

12.11.2014 : Yfirlýsing frá stjórn BHM vegna kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla

Stjórn BHM áréttar að öflug menntun er undirstaða framþróunar á íslenskum vinnumarkaði og því afar brýnt að æðstu menntastofnanir landsins séu starfhæfar.

Lesa meira

11.11.2014 : Félag prófessora við ríkisháskóla samþykkja verkfallsboðun

Tæplega 81%  af þeim sem greiddu atkvæði samþykktu boðun verkfalls er hefjist á miðnætti mánudaginn 1. desember nk. og geti staðið til miðnættis mánudaginn 15. desember.

Lesa meira

7.11.2014 : Yfirlýsing frá BHM vegna stöðu starfsmannamála í Reykjanesbæ

Bandalag háskólamanna lýsir þungum áhyggjum af stöðu og horfum í starfsmannamálum í Reykjanesbæ. BHM gerir sérstakar athugasemdir við þá einhliða ákvörðun bæjaryfirvalda að grípa inn í ráðningarsamninga starfsmanna þar sem fyrir liggja áætlanir sem fela í sér afgerandi kjaraskerðingar.

Lesa meira

5.11.2014 : Dagur gegn einelti

 Í tilefni dagsins efnir félags- og húsnæðismálaráðherra til morgunverðarfundar um einelti á vinnustöðumföstudaginn 7. nóvember á Grand Hótel í Reykjavík.

Lesa meira

29.10.2014 : Tónlistarkennarar samþykkja kjarasamning

Tónlistarkennarar innan FÍH hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 22. október sl. við Samband íslenskra sveitarfélaga með 78% greiddra atkvæða.

Lesa meira

29.10.2014 : Stjórn BHM lýsir stuðningi við kjarabaráttu lækna

Stjórn BHM lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands og áréttar mikilvægi þess að starfsaðstæður og laun heilbrigðisstarfsfólks, sem og annarra háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi verði samkeppnishæf við kjör sem bjóðast erlendis.

Lesa meira

23.10.2014 : Tónlistarkennarar skrifa undir kjarasamning

Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) skrifaði undir samning við Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamnings tónlistarkennara í gærkvöld. 

Lesa meira

23.10.2014 : Bandalag háskólamanna er 56 ára í dag

BHM hefur í tímanna rás breyst jafnt að samsetningu sem starfsemi. Stofnfélögin voru 11 árið 1958 en aðildarfélögin eru nú 27 með um 10.500 félagsmenn.

Lesa meira

14.10.2014 : Ertu búin/n að sækja um vegna almanaksársins 2014?

Sjóðfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM ekki bíða fram á síðustu stundu með að sækja um styrki sem renna út á almannaksárinu 2014. Lesa meira

13.10.2014 : BHM og Starfsþróunarsetur háskólamanna auglýsa tvö störf laus til umsóknar


Óskað er eftir ráðgjafa fyrir Starfsmenntasjóð BHM
og Sjúkrasjóð BHM (100% starf) og ráðgjafa fyrir Starfsþróunarsetur háskólamanna (50%  starf).

Lesa meira

10.10.2014 : Yfirlýsing frá stjórn BHM vegna kjaradeildu tónlistarkennara innan FÍH

Tónlistarkennarar hafa verið samningslausir frá 31. mars sl. og eru einu félagsmenn BHM sem starfa hjá sveitarfélögunum sem enn eru án samnings. BHM skorar á viðsemjendur að leggja allt kapp á að samningar takist tafarlaust.

Lesa meira

7.10.2014 : Nýtt! Sérstök síða um efnahagsmál

Búið er að setja upp sérstaka síðu á vef bandalagsins um efnahagsmál þar sem hægt er að fylgist náið með þróun allra helstu hagstærða hérlendis. Nálgast Kjarakönnun BHM, skýrslur og greiningar .

Lesa meira

3.10.2014 : Yfirlýsing frá starfsfólki Barnaverndarstofu

Vegna frétta um breytingar á barnaverndarkerfinu telur starfsfólk Barnaverndarstofu rétt að leiðrétta rangfærslur sem má finna í ummælum félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu barnaverndarmála hér á landi.

Lesa meira

3.10.2014 : Erum við að leita að þér!

Sjóðir BHM Sjúkrasjóður og Styrktarsjóður styrkja félagsmenn vegna reglubundinnar krabbameinsleitar.

Lesa meira
Guðlaug Kristjánsdóttir

2.10.2014 : Ríkið fái auknar heimildir til að halda í starfsfólk

"Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því" segir í skýrslu til Alþingis sem Ríkisendurskoðun birti árið 2011 um mannauðsmál hjá ríkinu.

Lesa meira

24.9.2014 : Hver er skylda starfsmanna til að taka þátt í undirbúningi flutnings Fiskistofu?

Það er mat lögfræðings BHM að ekki sé hægt að fyrirskipa starfsmönnum Fiskistofu að taka þátt í að undirbúa flutning stofnunarinna til Akureyrar miðað við aðstæður.

Lesa meira

17.9.2014 : Ráðstefnan Þriðja æviskeiðið - nýtum og njótum

Ráðstefnan Þriðja æviskeiðið verður haldin þann 23. september í Listasafni Reykjavíkur.

Lesa meira

15.9.2014 : Verkefnastyrkir vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Nefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015 auglýsir styrki til verkefna árið 2015.

Lesa meira

5.9.2014 : Niðurstöður Kjarakönnunar BHM

Könnunin leiðir í ljós að launaþróun hélt ekki í við almenna launavísitölu. Þá kemur fram að kynbundinn launamunur dregst saman, rúmlega helmingur svarenda með námslán telur endurgreiðslu þeirra íþyngjandi eða verulega íþyngjandi.

Lesa meira
Guðlaug Kristjánsdóttir

2.9.2014 : Ungur nemur, gamall ... skuldar?

Nú er þörf á markvissri skoðun á námslánakerfi Íslendinga þannig að það komist í sómasamlegt horf.  

Lesa meira

28.8.2014 : Ertu búin/n að kynna þér fræðsludagskrá BHM?

Opnað verður fyrir skráningu á morgun, föstudaginn 29. ágúst. BHM-fræðslan er opin fyrir alla félagsmenn þeim að kostnaðarlausu. Í boði er fjölbreytt úrval námskeiða og mun án efa eitthvað bætast við þegar líður á önnina.

Lesa meira

18.8.2014 : Undirbúningsvinna vegna kjarasamninga hafin

Hafin er undirbúningsvinnu fyrir gerð nýs kjarasamnings við ríkið. Samkomulagið við ríkið um launabreytingar sem gerður var í vor rennur út þann 28. febrúar 2015.

Lesa meira

7.7.2014 : Endurskoðun námslánakerfisins brýn

Námslánaskuldir eru orðnar hluti af kjaramálum aldraðra. Þessar skuldir falla ekki niður fyrr en við andlát lántakanda og þróunin hefur orðið sú að námsskuldir fylgja fólki lengra og lengra fram eftir aldri.

Lesa meira

2.7.2014 : Líta má á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn

Í gær var haldinn fjölmennur fundur með starfsmönnum Fiskistofu þar sem fyrirhugaður flutningur stofnunarinnar var ræddur. Á fundinn voru mættir fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem starfsmenn stofnunarinnar tilheyra.

Lesa meira

20.6.2014 : Félag íslenskra náttúrufræðinga semur við ríkið

Samningurinn er að mestu samhljóða þeim samningi sem þau 16 aðildarfélög BHM undirrituðu 28. maí s.l. Samningurinn fer nú í kynningu hjá félaginu og síðan í atkvæðagreiðslu.

Lesa meira

15.6.2014 : Kjarasamningur við ríki samþykktur

Atkvæðagreiðslu hjá 16 aðildarfélögum BHM um kjarasamning við ríkið er lokið. Öll félögin samþykktu samninginn.  FL og FÍH hafa einnig undirritað samning sem nú er til atkvæðagreiðslu. Ósamið er við FÍN og FPR.

Lesa meira

6.6.2014 : Atkvæðagreiðslur hafnar

Rafræn atkvæðagreiðsla um breytingar og framlengingu kjarasamnings aðildarfélaga BHM við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs er hafin og stendur til miðnættis fimmtudaginn 12. júní. Niðurstöður munu liggja fyrir þann 13. júní.

Lesa meira

29.5.2014 : BHM og ríkið skrifa undir samning

Sextán aðildarfélög BHM undirrituðu í gærkvöldi samning við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, en enn eiga fimm félög ósamið. Lesa meira

28.5.2014 : Okkar fólk mætt í Karphúsið

Óhætt er að segja að stíft sé fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna samninga 21 aðildarfélags BHM og ríkisins. Góður gangur er í viðræðunum.

Lesa meira

27.5.2014 : Breyting á innheimtu iðgjalda aðildarfélaga

Þann 2. júní nk. mun breyting verða á innheimtu iðgjalda aðildarfélaga BHM. Í stað þess að launagreiðandi greiði upphæð skilagreina inn á reikning BHM eins og gert er í dag, mun BHM senda kröfur í netbanka um leið og skilagrein berst frá launagreiðanda og hún hefur verið bókuð.

Lesa meira

27.5.2014 : Kjaraviðræðum við ríkið framhaldið

Samningafundur viðræðu- og samninganefndar BHM og samninganefndar ríkisins hófst í Karphúsninu kl.11:00 og stendur enn yfir. Viðsemjendur hafa fundað stíft undanfarna daga.

Lesa meira

27.5.2014 : Kynningarfundir LSR fyrir sjóðfélaga

Árlegir kynningarfundir fyrir virka sjóðfélaga í  A- og B-deild LSR sem og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga verða haldnir 3. og 4. júní n.k. Sjóðfélagar skrá sig fyrirfram á fundina.

Lesa meira

20.5.2014 : Kjaraviðræður við ríkið

Enn á 21 aðildarfélag BHM ósamið við ríkið. Kjaraviðræður hafa staðið yfir frá því í janúar og af þeim 23 félögum sem hófu viðræður hafa tvö þegar lokið samningi.

Lesa meira

20.5.2014 : Samkomulag um framlengingu á kjarasamningi við Rúv ohf.

Samkomulag Fé­lags frétta­manna og Rúv ohf. um breytingar og framlengingu á kjarasamningi hefur verið samþykkt í atkvæðagreiðslu.

Lesa meira

20.5.2014 : Náttúrufræðingar á Landspítalanum boða verkfall

Verkfallið er boðað frá og með 4. júní næstkomandi og komi til verkfalls muni það hafa mikil áhrif. Formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, Páll Halldórsson, segir að verkfallið nái til um sjötíu starfsmanna á spítalanum

Lesa meira

14.5.2014 : Fé­lag frétta­manna semur

Fé­lag frétta­manna og Rúv ohf. undirrituðu í gær samkomulag

um breytingar og framlengingu á kjarasamningi. 

Lesa meira

7.5.2014 : Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 20. maí kl. 16.00, í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30.

Lesa meira

2.5.2014 : Kosningar til stjórnarkjörs

Á aðalfundi var tillaga uppstillingarnefndar um kjör í stjórnir og nefndir samþykkt einróma.

Lesa meira
Síða 1 af 2

Fréttir