Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: 2015

31.12.2015 : Menntun skal metin til launa - áramótagrein frá formanni

Formenn aðildarfélaga BHM hafa vaxandi áhyggjur af stöðu yngsta hópsins innan raða bandalagsins. Kynslóð þeirra sem nú eru á þrítugs- og fertugsaldri ber þungar byrðar á Íslandi eftir-hrunsáranna. Húsnæðis- og lánakjör sliga marga fjölskylduna. Endurgreiðslur námslána nema tæpum mánaðarlaunum ár hvert. Nýsköpun á vinnumarkaði er með minnsta móti og velferðarkerfið þykir ekki lengur sérstök ástæða til búsetu hér á landi. Staðan er í einu orði sagt óviðunandi. 

Lesa meira

31.12.2015 : Gleðilegt nýtt ár!

Ársins 2015 verður lengi minnst innan okkar raða vegna baráttunnar við að fá menntun metna til launa. Þökkum ykkur kæru félagsmenn fyrir samfylgdina á árinu sem senn er að líða það var ómetanlegt að finna fyrir stuðning ykkar á þessari vegferð. Áfram BHM!

Lesa meira

22.12.2015 : Gleðilega hátíð!

Bandalag háskólamanna óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu sem senn er að líða. Megi árið 2016 verða gæfuríkt.

Lesa meira

21.12.2015 : BHM hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu

Kæran lýtur aðallega að setningu laga nr. 31/2015 frá 13. júní sl. þar sem verkfall 18 stéttarfélaga innan BHM var bannað með lögum

Lesa meira

16.12.2015 : Kjarasamningur FÍ við Reykjavíkurborg samþykktur

Samningurinn var samþykktur með 82,2% greiddra atkvæða. Nei sögðu 14,4% en 3,3% skiluðu auðu. Kosningaþátttaka var 75%.

Lesa meira

16.12.2015 : Kjarasamningur ÞÍ við Reykjavíkurborg samþykktur

Þátttaka var 72% og sögðu já 81,2%, nei 13,6% og auðu skiluðu 5,2%. Því skoðast breytingar og framlenging kjarasamnings ÞÍ og við Reykjavíkurborg samþykktur. Lesa meira

11.12.2015 : Aðildarfélög BHM innan starfsmats hjá Reykjavíkurborg undirrita kjarasamning


Samningurinn fer nú í almenna kynningu meðal félagsmanna aðildarfélaganna og svo í atkvæðagreiðslu. Niðurstöður skulu liggja fyrir 16. desember skv. samningi.

Lesa meira

30.11.2015 : BHM-fræðslunni um núvitund sem vera átti í dag,1. desember, er frestað vegna veðurs

Námskeiðunum um núvitund sem vera áttu í dag, 1. desember kl.10.00 og kl.14.00 er frestað vegna veðurs nánari upplýsingar verða sendar út á morgun.

Lesa meira

26.11.2015 : Styðjum myndlistarmenn í baráttu sinni

Það er með öllu ótækt að listamenn með menntun, reynslu og sérþekkingu á sínu sviði fái ekki greitt fyrir vinnuframlag sitt.

Lesa meira

24.11.2015 : Félag háskólakennara samþykkir nýgerðan kjarasamning við ríkið

 Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 549 „já“ eða 91,7%,

Lesa meira

20.11.2015 : Starfsdagur skrifstofu BHM

Vegna starfsdags starfsmanna verður takmörkuð þjónusta á skrifstofu BHM frá kl.12.00 í dag. Lesa meira

19.11.2015 : Félag háskólakennara hefur skrifað undir kjarasamning við ríkið

Atkvæðagreiðsla um samninginn er hafin og mun hún standa til kl. 12:00 á mánudaginn, 23. nóvember. Lesa meira

18.11.2015 : Félag háskólakennara á Akureyri hefur skrifað undir kjarasamning við ríkið

Samningurinn hefur verið kynntur félagsmönnum og mun atkvæðagreiðslu um hann ljúka á hádegi 23. nóvember. Lesa meira

16.11.2015 : Kjarasamningur KVH við ríkið samþykktur

Samningurinn var samþykktur með afgerandi hætti eða með 96,1% greiddra atkvæða.

Lesa meira

2.11.2015 : Nýjung í þjónsutu við sjálfstætt starfandi og smærri fyrirtæki

Markmiðið með þessari nýjung er að auka þjónstu við sjálfstætt starfandi félagsmenn og smærri fyrirtæki með þvi að einfalda og auðvelda iðgjaldaskil. Lesa meira

27.10.2015 : Nú er ekki eftir neinu að bíða!

Sjóðfélagar í Styrktarsjóði og Sjúkrasjóði BHM athugið. Til að nýta sér þá styrki sem miðast við almanaksárið 2015 þurfa umsóknir og gögn að berast rafrænt í síðasta lagi 9. desember 2015. Sama gildir um gögn vegna umsókna sem þegar hafa borist.

Lesa meira

15.10.2015 : Ríkið sýknað af kröfu LMFÍ

Félagsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfu Ljósmæðrafélags Íslands sem höfðaði mál vegna vangoldina launa ljósmóður vegna vinnu í verkfalli.

Lesa meira

14.10.2015 : Dómsuppkvaðning í máli Ljósmæðrafélags Íslands gegn íslenska ríkinu

Dómsuppkvaðning verður í Félagsdómi í dag kl. 16:50 í dómsal 401 í Héraðsdómi Reykjavíkur. LMFÍ stefndi ríkinu vegna vangoldinna launa ljósmóður í verkfalli.

Lesa meira

7.10.2015 : Fjölbreytt dagskrá í BHM-fræðslunni á haustönn

Skráning í BHM-fræðsluna hefst fimmtudaginn 8. október.

Dagskráin verður fjölbreytt að vanda og má segja að boðið verði upp á fjölbreytta „verkfærakistu“

Lesa meira

29.9.2015 : Formaður BHM gestur Morgunvaktarinnar

Farið var vítt og breytt yfir stöðuna á vinnumarkaði og hugmyndir að nýju vinnumarkaðsmódeli, mikilvægi menntunar fyrir framfarir í samfélaginu og hvernig aðalkrafa BHM að menntun skuli metin til launa var viðurkennd í niðurstöðum gerðardóms.

Lesa meira

10.9.2015 : Auktu verðgildi þitt á vinnumarkaði!

Eitt af meginmarkmiðum Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að auknu verðgildi félagsmanna BHM á vinnumarkaði með öflugri starfsþróun. Starfsþróunarstyrkir allt að 370.000 kr.  

Lesa meira

18.8.2015 : Vel mætt á upplýsingafund BHM

Rúmlega 300 félagsmenn mættu á upplýsingafund BHM í gærkvöldi þar sem farið var yfir niðurstöður Hæstaréttar og úrskurð gerðardóms.

Lesa meira

14.8.2015 : Stutt samantekt um úrskurð gerðardóms

Með úrskurðinum eru stigin fyrstu skref í þá átt að meta menntun til launa.

Lesa meira

14.8.2015 : Úrskurður gerðardóms

Gerðardómur hefur úrskurðað og gildir úrskurðurinn til rúmlega tveggja ára (sjá nánar í frétt).

Lesa meira

14.8.2015 : BHM boðar til upplýsingafundar

BHM boðar félagsmenn til upplýsingafundar í kvöld mánudagskvöldið 17. ágúst kl. 20.00 á Hilton Nordica Reykjavík við Suðurlandsbraut. Á fundinum verður niðurstaða Hæstaréttar skýrð, farið yfir ákvarðanir gerðardóms og spurningum úr sal svarað.

Lesa meira

14.8.2015 : Ákvörðun gerðardóms kynnt í dag

Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag kl.14.00 þar sem ákvörðun gerðardóms verður kynnt.

Lesa meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir

13.8.2015 : Pistill formanns BHM

Óhætt er að fullyrða að niðurstaða Hæstaréttar marki tímamót að því leyti að hún torveldar stéttarfélögum að hafa samstarf sín á milli um sameiginleg hagsmunamál.

Lesa meira

13.8.2015 : Dómsuppkvaðning í Hæstarétti í dag

Hæstaréttur kvað upp dóm í máli BHM gegn íslenska ríkinu í dag.

Lesa meira

23.7.2015 : Mál BHM gegn ríkinu flutt í Hæstarétti 10. ágúst

Úrlausn héraðsdóms um að heimila ótímabundna sviptingu samningsfrelsis og verkfalls­réttar fjölda stéttarfélaga sem ekki einu sinni voru í verkfalli stenst að mati BHM ekki slíka stjórnskipulega meðalhófsreglu.

Lesa meira

16.7.2015 : 1. maí ákvæðið ekki bindandi fyrir gerðardóm

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram sú skýra túlkun að 1. maí ákvæðið sé ekki bindandi fyrir gerðardóm enda segi að hafa skuli eftir atvikum hliðsjón af kjarasamningum eftir þetta tímamark.

Lesa meira

15.7.2015 : BHM áfrýjar til Hæstaréttar

BHM hefur áfrýjað niðurstöðu héraðsdóms nr. E-2217/2015 sem kveðinn var upp í dag til Hæstaréttar. Með því vonast félagsmenn BHM að Hæstiréttur standi vörð um stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til samnings- og verkfallsréttar.

Lesa meira

15.7.2015 : Ríkið sýknað af kröfu BHM

Ríkið var sýknað af kröfu BHM í Héraðsdómi í dag. Hægt er að nálgast dóminn hér.

Lesa meira

15.7.2015 : Dómsuppkvaðning í dag

Dómur í máli BHM gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp í dag miðvikudaginn 15. júlí kl.14.00 í Héraðsdómi Reykjavíkur dómsal 101.

Lesa meira

15.7.2015 : Mikill sýnileiki í fjölmiðlum

Samkvæmt Fjölmiðlavaktinni er Bandalag háskólamanna með 17% af allri umfjöllum fjölmiðla um atvinnugreinina (stéttarfélög/bandalög).

Lesa meira

10.7.2015 : Gögn afhent gerðardómi

Í dag afhenti viðræðunefnd BHM gerðardómi þau gögn sem lögð hafa verið fram af hálfu BHM í viðræðunum við ríkið. Einnig voru lagðar fram 18 möppur frá þeim aðildarfélögum BHM sem lög 31/2015 taka til.

Lesa meira

5.7.2015 : Mál BHM gegn íslenska ríkinu flutt 6. júlí

BHM telur að þau lög sem stjórnvöld settu á verkfallsaðgerðir 18 aðildarfélaga BHM hafi verið ólögmæt.

Lesa meira

1.7.2015 : Gerðardómur hefur verið skipaður

Nýskipaðan gerðardóm skipa Garðar Garðarsson hæstarréttarlögmaður sem verður formaður, Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri og Stefán Svavarsson endurskoðandi. Hæstiréttur tilnefndi þau í morgun og hefur atvinnuvegaráðuneytið nú samþykkt tilnefninguna.

Lesa meira

26.6.2015 : Þjóðin sem valdi Vigdísi – 35 ár frá sögulegu forsetakjöri

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands verður efnt til hátíðardagskrár á Arnarhóli sunnudaginn 28. júní kl. 19.40-21.10. BHM er aðili að hátíðardagskrá sem haldin er á Arnarhóli nk. sunnudagskvöld.

Lesa meira

24.6.2015 : Af hverju undirritum við ekki tilboð ríkisins til BHM?

Samninganefnd BHM skrifar ekki undir samning sem hún getur ekki mælt með við félagsmenn sína.

Lesa meira

23.6.2015 : Hvers vegna stefndi BHM ríkinu?

Í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara.

Lesa meira

22.6.2015 : Munur ráðstöfunartekna eftir menntun minnstur á Íslandi

 Við samanburð milli landa á þeim sem eingöngu höfðu lokið grunnmenntun var miðgildi ráðstöfunartekna á Íslandi árið 2013 það fjórða hæsta í Evrópu. Ísland var aftur á móti í 15. sæti  yfir ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra. Lesa meira

19.6.2015 : Flýtimeðferð samþykkt - BHM stefnir ríkinu

BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 sem voru samþykkt á Alþingi sl. laugardag. Stefnan verður þingfest kl.15.00 í dag, föstudaginn 19. júní í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lesa meira

18.6.2015 : Skrifstofa BHM verður lokuð 19. júní frá kl.12.00

BHM gefur starfsfólki sínu frí 19. júní til að taka þátt í hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og verður skrifstofan því lokuð frá kl.12.00. Lesa meira

16.6.2015 : Hægt er að fylgjast með vinnustaðafundinum hér

Sameiginlegur vinnustaðafundur stéttarfélaganna verður í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík í dag, 16. júní kl.14.30 – 16.00. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með honum hér.

Lesa meira

15.6.2015 : Stjórn BHM samþykkir að höfða mál gegn ríkinu

Ákveðið hefur verið að höfða mál á hendur íslenska ríknu vegna laga um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna þeirra 18 aðildarfélaga BHM sem ríkið svipti verkfalls- og samningsrétti með lagasetningunni.

Lesa meira

15.6.2015 : Boðað er til vinnustaðafundar 16. júní

Í kjölfar samþykktar laga um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna er boðað til vinnustaðaundar fyrir hönd þeirra stéttarfélaga sem lögin tala til. Lesa meira

14.6.2015 : BHM án samningsréttar. Málsókn undirbúin.

Með samþykkt laga um bann við verkfallsaðgerðum hefur Alþingi Íslendinga afnumið samningsrétt félaga í BHM. Það er skýrt brot á stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. BHM hefur hafið undirbúning málssóknar gegn ríkinu til þess að fá þessu mannréttindabroti hnekkt. Lesa meira

13.6.2015 : KÍ styrkir verkfallssjóð BHM og lýsir yfir stuðningi

BHM þakkar KÍ kærlega fyrir stuðninginn og metur hann mikils á þessum annars erfiða degi þegar frumvarp um lagasetningu á verkfallsaðgerðir BHM félaganna var lagt fram á Alþingi. 

Lesa meira
Síða 1 af 3

Fréttir