Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: mars 2015

27.3.2015 : Skora á fimm félög að afturkalla boðun verkfalls

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent fimm aðildarfélögum bréf þar sem segir að atkvæðagreiðsla og verkfallsboðun hafi verið ólögleg.

Lesa meira

26.3.2015 : Ríkið óskar eftir upplýsingum um framkvæmd atkvæðagreiðslu

Í tölvupósti dagsettum 20. mars sl. óskaði Kjara- og mannauðssýsla ríkisins eftir afriti af atkvæðaseðli, og eftir atvikum fylgigögnum, þeirra félaga BHM sem tóku þátt í verkfallskosningu dagana 16-19 mars sl. auk skýringa á því með hvaða hætti atkvæðagreiðslan fór fram. Lesa meira

20.3.2015 : Félag íslenskra leikara samþykkir verkfall

Atkvæðagreiðslu um aðgerðir hjá ríki lauk í dag. Niðurstöðurnar er afgerandi. Af þeim sem greiddu atkvæði samþykktu 96% félagsmanna tímabundið verkfall 9. apríl.

Lesa meira

19.3.2015 : Félagsmenn tilbúnir í aðgerðir

Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslum 17 félaga BHM um aðgerðir hjá ríkinu.

Lesa meira

16.3.2015 : Atkvæðagreiðslur vegna aðgerða hjá ríki hafnar

Maskína rannsóknir sér um framkvæmdina. Um er að ræða rafrænakosningu sem stendur frá kl.12.00 í dag  16. mars og til kl.12.00 fimmtudaginn 19. mars. Mikilvægt er að þátttaka í atkvæðagreiðslunni verði góð.

Lesa meira

10.3.2015 : Förum við yfir 60% svörun í Kjarakönnun BHM í ár?


BHM gengst nú í þriðja sinn fyrir rafrænni kjarakönnun sem ætlað er að gefa yfirgripsmikla mynd af kjaramálum félagsmanna.

Lesa meira

5.3.2015 : Vel mætt á baráttufund í Austurbæ

Í ályktun sem samþykkt var á fundinum beina félagsmenn því m.a. til stjórnvalda að setja þekkingu í forgang á íslenskum vinnumarkaði, leiðrétta laun félagsmanna BHM og þannig stuðla að hagsæld til framtíðar.

Lesa meira

4.3.2015 : Er framtíð fyrir háskólamenntaða á íslenskum vinnumarkaði?

Fjölmennum á baráttufund BHM félaganna um stöðuna í kjaraviðræðunum við ríkið í Austurbæ 5. mars kl. 15.00. Skrifstofa BHM verður lokuð frá kl.14.30 vegna fundarins.

Lesa meira

Fréttir