Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: mars 2016

31.3.2016 : Almennar launahækkanir og kerfisbreytingar

Í dymbilviku undirrituðu tíu aðildarfélög BHM kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningar tókust að lokinni strangri tíu daga lotu en félögin höfðu verið samningslaus í meira en hálft ár. Lesa meira

21.3.2016 : Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga

Nú undir morgun undirrituðu samninganefndir 9 aðildarfélaga BHM (Dýrlæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands) og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila.

Lesa meira

21.3.2016 : ERU FYRIRTÆKI OG STOFNANIR Á ÍSLANDI AÐ MISNOTA STÖÐU LAGANEMA?

Lögrétta félag laganema við Háskólann í Reykjavík og BHM standa ásamt fleirum að fundi um starfsnám háskólanema nk. þriðjudag, 22. mars, kl. 17 – 18 í Háskólanum í Reykjavík, stofu V102.

Lesa meira

9.3.2016 : Grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu verði ekki gerðar breytingar á launakerfi háskólamanna

Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en hafa kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarélaga dregist úr hömlu. Þungur tónn er í fólki, sem íhugar aðgerðir. Ofan á þetta bætist að sífellt erfiðara verður að fá háskólamenntaða sérfræðinga til starfa í sveitarfélögunum. Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.

Lesa meira

8.3.2016 : Bæklingur um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Allir eiga rétt á því að starfsumhverfi þeirra einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum. Í því felst að starfsmenn eiga rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Nú er kominn út bæklingur þar sem farið er yfir ýmis atriði tengt kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.


Lesa meira

7.3.2016 : Örugg í vinnunni ? Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

8. mars 2016 kl. 11.45 – 13.00.

Hádegisverðarfundur á Grand Hóteli Reykjavík

BHM, Alþýðusamband Íslands, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð efna til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 8. mars 2016 þar sem fjallað verður um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Lesa meira

Fréttir