Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: ágúst 2017

29.8.2017 : Fjölbreytt úrval námskeiða á haustönn

BHM býður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum aðildarfélaga, trúnaðarmönnum og almennum félagsmönnum upp á fjölbreytt úrval námskeiða á haustönn 2017.

Lesa meira

25.8.2017 : Köld kveðja til ljósmæðra

Íslenska ríkið hefur óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ljósmæðra frá 30. maí sl. Þar var ríkið dæmt til að greiða fimm ljósmæðrum vangoldin laun fyrir vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015. Áfrýjunarbeiðnin er köld kveðja til ljósmæðrastéttarinnar sem um þessar mundir er að búa sig undir að hefja kjaraviðræður við ríkið. 

Lesa meira

23.8.2017 : BHM átelur seinagang samninganefndar ríkisins

Yfirlýsing frá Bandalagi háskólamanna vegna undirbúnings kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Lesa meira

17.8.2017 : Forystufólk norrænna samtaka háskólafólks fundaði hér á landi

 Árlegur samráðsfundur forystufólks samtaka háskólafólks á Norðurlöndum var haldinn í dag á Hótel Grímsborgum í Grímsnesi. 

 

Lesa meira

16.8.2017 : Mikill meirihluti félagsmanna hlynntur því að stytta vinnuvikuna

Um 92% svarenda í könnun sem nýlega var gerð meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM eru hlynnt því að vinnuvikan verði stytt í 37,5 stundir ef það skerðir ekki kjör þeirra.

Lesa meira

11.8.2017 : Nýr ráðgjafi sjóða hjá BHM

Helgi Dan Stefánsson hefur hafið störf  sem ráðgjafi sjóða hjá Bandalagi háskólamanna.

Lesa meira

10.8.2017 : Meirihluti félagsmanna telur álag í starfi of mikið

Um tveir þriðju svarenda í könnun sem nýlega var gerð meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM telja að álag þeirra í starfi sé of mikið en tæplega þriðjungur telur það vera hæfilegt. Rúmlega helmingur svarenda er andvígur hækkun lífeyristökualdurs í áföngum úr 67 árum í 70 ár.

Lesa meira

9.8.2017 : Mikilvægt að efla nýsköpun í opinberum rekstri

BHM tekur undir sjónarmið sem fram koma í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um nauðsyn þess að efla nýsköpun í opinberum rekstri.

Lesa meira

Fréttir