Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: nóvember 2017

Fjárfesting í menntun

28.11.2017 : Morgunverðarfundur fyrir félagsmenn BHM-17

BHM og þau sautján aðildarfélög bandalagsins sem nú eiga í kjaraviðræðum við ríkið hafa ákveðið að boða til sameiginlegs fundar fyrir félagsmenn þar sem kjaramálin verða til umræðu. Fundurinn verður haldinn nk. föstudag, 1. desember, á Grand hótel Reykjavík milli kl. 8:30 og 9:30 (morgunverður frá kl. 8:00). 

Lesa meira

24.11.2017 : Húsfyllir á ráðstefnu BHM um fjórðu iðnbyltinguna

Húsfyllir var á ráðstefnu sem BHM efndi til í Hörpu í gær undir yfirskriftinni ,,Misstu ekki af framtíðinni - áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað háskólamenntaðra". Þar var fjallað um þær samfélagslegu breytingar sem tækniframfarir, s.s. gervigreind og sjálfvirknivæðing, munu hafa í för með sér á næstu árum og áratugum. 

Lesa meira

22.11.2017 : Skrifstofa BHM verður lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 23. nóvember

Skrifstofa BHM og sjóða bandalagsins verður lokuð milli kl. 9:00 og 12:30 á morgun, 23. nóvember, vegna ráðstefnu bandalagsins Misstu ekki af framtíðinni í Hörpu.  Lesa meira

22.11.2017 : Rjúfum þögnina!

Yfirlýsing frá samtökum launafólks vegna umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn konum á vinnustöðum.

Lesa meira

15.11.2017 : Framtíð starfa rædd á ráðstefnu Norræna verkalýðssambandsins

Rúmlega eitthundrað fulltrúar stéttarfélaga, heildarsamtaka launafólks, opinberra stofnana og fleiri aðila frá öllum Norðurlöndunum sóttu í vikunni ráðstefnu um vinnumarkað framtíðarinnar í Stokkhólmi. Ráðstefnan var haldin á vegum Norræna verkalýðssambandsins (Nordens fackliga samorganisation – NFS) og bar yfirskriftina „The Future of Work: Labour, Just a click away?“. 

Lesa meira

3.11.2017 : Framkvæmdir á þriðju hæð í Borgartúni 6

Unnið er að breytingum á þriðju hæð í Borgartúni 6 þar sem BHM og nokkur aðildarfélög hafa aðsetur. Lesa meira

2.11.2017 : Ný stefna BHM samþykkt á aukaaðalfundi

Á aukaaðalfundi BHM, sem haldinn var í gær, 1. nóvember 2017, var samþykkt ný stefna fyrir bandalagið. Hún leysir af hólmi áður gildandi stefnu sem samþykkt var á aðalfundi bandalagsins árið 2013.

Lesa meira

1.11.2017 : Aukaaðalfundur BHM lýsir þungum áhyggjum af stöðu kjaraviðræðna

Aukaaðalfundur BHM, sem haldinn var í dag, 1. nóvember 2017, samþykkti ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af stöðu kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið og þess krafist að gengið verði tafarlaust til samninga. 

Lesa meira

1.11.2017 : Lokað eftir hádegi í dag vegna aukaaðalfundar BHM

Skrifstofa BHM verður lokuð í dag eftir hádegi (frá kl. 12:00) vegna aukaaðalfundar bandalagsins. Skrifstofan opnar að nýju fimmtudaginn 2. nóvember kl. 9:00.
Lesa meira

Fréttir