Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: október 2018

29.10.2018 : Góðir gestir frá Færeyjum

Í nýliðinni viku sóttu fulltrúar háskólafólks í Færeyjum BHM heim og fræddust um hlutverk og starfsemi bandalagsins.

Lesa meira

24.10.2018 : Kvennafrí í dag - baráttufundir um land allt

BHM hvetur konur til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:55 í dag til að mótmæla kjaramisrétti, ofbeldi og áreitni á vinnustað.

Lesa meira

23.10.2018 : Skrifstofa og þjónustuver lokuð frá kl. 15:00 vegna 60 ára afmælisfagnaðar BHM

Skrifstofa og þjónustuver Bandalags háskólamanna verða lokuð í dag, þriðjudaginn 23. október, frá kl. 15:00 vegna 60 ára afmælisfagnaðar bandalagsins. Skrifstofan og þjónustuverið opna kl. 10:00 á morgun, miðvikudaginn 24. október. 

Lesa meira

17.10.2018 : 60 ára afmælisfagnaður BHM í Borgarleikhúsinu

Enn eru örfá sæti laus fyrir félagsmenn aðildarfélaga. Skráning hér á vefnum (sjá Viðburðir og námskeið til hægri). Fyrst koma, fyrst fá!

Lesa meira

16.10.2018 : BHM gerir ýmsar athugasemdir við fjárlagafrumvarpið

Í umsögn sinni um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 lýsir BHM vonbrigðum sínum með að stjórnvöld hafi ekki markað skýra stefnu um það hvernig skuli tekið á launasetningu ákveðinna háskólamenntaðra hópa á vinnumarkaði. Í þessu sambandi minnir BHM á yfirlýsingu sem þrír ráðherrar gáfu út í tengslum við kjarasamninga við 16 aðildarfélög bandalagsins í febrúar sl. Þar er fjallað um gerð mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið, stefnu og aðgerðaráætlunar sem styðji við það markmið að bæta kjör heilbrigðisstétta. Í umsögninni segir að óljóst sé hvaða fjármunir séu ætlaðir til þessara verkefna eða hvernig dreifa eigi fjármunum milli stofnana. Þó sé ánægjulegt að sjá að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að framlög til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu verði hækkuð til að bæta mönnun.

Lesa meira

11.10.2018 : Fullnaðarsigur í máli BHM fyrir hönd ljósmæðra

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem BHM höfðaði gegn ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar þess að skerða laun ljósmæðra sem stóðu vaktir á Landspítalanum í verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands árið 2015. Ríkið var dæmt til að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.

Lesa meira

Fréttir