Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: febrúar 2019

28.2.2019 : Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga um leiðir til að forðast kulnun og „blómstra“ í starfi

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja námskeið 19. mars um leiðir til að stjórna streitu og nýta hana til árangurs, forðast kulnun og ,,blómstra” í starfi. Námskeiðið fer fram í Ási, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 milli kl. 9:00 og 12:30. Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu en skrá þarf þátttöku fyrirfram hér.

Lesa meira

22.2.2019 : Auglýst eftir framboðum í trúnaðarstöður innan BHM

Uppstillingarnefnd BHM hefur auglýst eftir félagsmönnum úr röðum aðildarfélaga BHM sem áhuga hafa á því að taka að sér trúnaðarstörf innan bandalagsins. Félagsmenn sem vilja gefa kost á sér þurfa að hafa samband við sitt aðildarfélag fyrir 15. mars nk.

Lesa meira

22.2.2019 : BHM styður kröfur stúdenta um hærri framfærslulán og frítekjumark hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna

BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfur Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) um úrbætur á námslánakerfinu.

Lesa meira

13.2.2019 : Atvinnuleysi meðal háskólafólks eykst milli ára

Í janúar á þessu ári voru samtals 1.447 háskólamenntaðir einstaklingar skráðir án atvinnu samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun, en voru 1.095 á sama tíma í fyrra. BHM hefur áhyggjur af þróuninni. 

Lesa meira

12.2.2019 : Morgunfundur VIRK um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum

„Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!" er yfirskrift fundar sem VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið standa sameiginlega að á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 21. febrúar nk. milli kl. 8:30 og 10:00.

Lesa meira

6.2.2019 : Þjónustuver BHM lokað fyrir hádegi 7. febrúar

Þjónustuver BHM verður lokað fyrir hádegi á morgun, 7. febrúar, vegna starfsdags. Opið verður frá kl. 13:00 til 16:00.

Lesa meira

1.2.2019 : Leggur til að komið á verði á formlegum samráðsvettvangi um launatölfræði í aðdraganda kjarasamninga

Nefnd forsætisráðherra um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga leggur til margvíslegar breytingar á söfnun, vinnslu og birtingu launaupplýsinga hér á landi en nefndin skilaði skýrslu sinni í dag.

Lesa meira

1.2.2019 : Samstarfshópur vill að tekið verði á félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði

Samstarfshópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins leggur til margvíslegar aðgerðir til að vinna gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði. Meðal annars leggur hópurinn til að komið verði í veg fyrir brotastarfsemi undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi sem BHM hefur lengi haft áhyggjur af og beitt sér gegn.

Lesa meira

Fréttir