Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: mars 2019

29.3.2019 : Breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs

Stjórnir Sjúkrasjóðs BHM og Styrktarsjóðs BHM hafa ákveðið að breyta úthlutunarreglum sjóðanna til að laga rekstur þeirra að breyttum aðstæðum.

Lesa meira

25.3.2019 : BHM leitar að skipulögðum einstaklingi með ríka þjónustulund til starfa í þjónustuveri

BHM auglýsir eftir umsóknum um starf ráðgjafa í þjónustuveri bandalagsins að Borgartúni 6 í Reykjavík. Starfið felst m.a. í því að veita upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins, fara yfir og vinna úr umsóknargögnum og hafa umsjón og eftirlit með rafrænu umsóknarferli. Ráðgjafanum er einnig ætlað að vera sérfræðingur í málefnum Starfsþróunarseturs háskólamanna (STH).

Lesa meira

19.3.2019 : Skýr og vaxandi krafa um bætt jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Formaður BHM ritaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hún reifar sameiginlegar kröfur aðildarfélaga bandalagsins er varða fjölskylduvænan vinnumarkað

Lesa meira

7.3.2019 : Ekki lengur litið á kynbundin brot sem „hversdagsleg“ eða „djók“

#Metoo-byltingin hefur haft þau áhrif að ekki er lengur litið á kynbundin brot sem „hversdagsleg“ eða „djók“. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Gyðu Margrétar Pétursdóttur og Önnudísar Gretu Rúdolfsdóttur á hádegisverðarfundi sem BHM o.fl. stóðu að í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Lesa meira

4.3.2019 : Alþjóðlegur baráttudagur kvenna – hádegisverðarfundur 7. mars

Bandalag háskólamanna er einn aðstandenda hádegisverðarfundar sem haldinn verður nk. fimmtudag, 7. mars, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem er 8. mars ár hvert. 

Lesa meira

1.3.2019 : Ríkið greiði án tafar skuld sína við félagsmenn aðildarfélaga BHM

BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa enn ekki greitt félagsmönnum fjögurra aðildarfélaga vangoldin laun frá árinu 2015, þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt dóm þar um fyrir tæpum fimm mánuðum.

Lesa meira

Fréttir