Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: nóvember 2019

29.11.2019 : Tæplega tvö þúsund háskólamenntuð án vinnu í október

Atvinnuleysi meðal háskólafólks hefur aukist jafnt og þétt undanfarna tólf mánuði. BHM hefur ítrekað lýst áhyggjum af þróuninni og hvatt stjórnvöld til aðgerða.

Lesa meira

22.11.2019 : Opinn morgunverðarfundur í tilefni af aldarafmæli LSR

Um þessar mundir eru eitthundrað ár liðin frá stofnun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Af þessu tilefni efnir sjóðurinn til opins morgunverðarfundar á Hilton Reykjavik Nordica fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Allir sjóðfélagar eru velkomnir. 

Lesa meira

20.11.2019 : Áunnin réttindi félagsmanna verði virt

Á sameiginlegum baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun var samþykkt ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við kröfur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið. 

Lesa meira

19.11.2019 : BHM fagnar tillögum um aðgerðir í þágu greiðenda námslána

Starfshópur forsætisráðherra leggur til að endurgreiðsluhlutfalli og vöxtum námslána verði breytt. Einnig leggur hópurinn til að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu og að uppgreiðsluafsláttur verið hækkaður verulega. BHM fagnar tillögunum enda eru þær í samræmi við stefnu bandalagsins.

Lesa meira

12.11.2019 : Þjónustuver BHM lokað til kl. 14:00 á fimmtudaginn

Þjónustuver BHM verður lokað fimmtudaginn 14. nóvember milli kl. 9:00 og 14:00 vegna starfsdags starfsmanna. Þjónustuverið opnar aftur kl. 14:00 og verður opið til kl. 16:00.

Lesa meira

9.11.2019 : Fjögur félög af fimm samþykktu nýjan kjarasamning

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning fimm aðildarfélaga BHM við ríkið lauk síðdegis í gær. Niðurstaðan varð sú að fjögur félög samþykktu samninginn en eitt félag hafnaði honum. 

Lesa meira

4.11.2019 : Nýjar úthlutunarreglur Starfsmenntunarsjóðs BHM

Í ljósi sterkrar fjárhagsstöðu Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur stjórn sjóðsins ákveðið að breyta úthlutunarreglum hans frá og með 1. nóvember.

Lesa meira

1.11.2019 : Kulnun og örmögnun kvenna – hvað er til ráða?

Nýlega hélt Sirrý Arnardóttir hádegisfyrirlestur á vegum BHM sem bar yfirskriftina ,,Kulnun og bjargráð kvenna”. Að fyrirlestrinum loknum lagði Sirrý tvær spurningar fyrir áheyrendur og bað þær um að ræða möguleg svör í litlum hópum.

Lesa meira

1.11.2019 : Orlofsblaðið framvegis eingöngu gefið út rafrænt

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að framvegis verði Orlofsblaðið eingöngu gefið út á rafrænu formi.

Lesa meira

Fréttir