Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: október 2020

31.10.2020 : Geislafræðingar sömdu við ríkið

Fulltrúar Félags geislafræðinga (FG) undirrituðu í gær nýjan kjarasamning við ríkið með fyrirvara um samþykki félagsmanna. 

Lesa meira

22.10.2020 : Nýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM

Næstkomandi mánudag, 26. október, verður opnaður nýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM sem leysa mun núverandi bókunarvef af hólmi. Nýi vefurinn er aðgengilegri og notendavænni en sá gamli og felur í sér bætta þjónustu við sjóðfélaga. Vinsamlegast athugið að núverandi bókunarvefur (bhm.fritimi.is) mun liggja niðri frá kl. 12:00 föstudaginn 23. október. 

Lesa meira

21.10.2020 : Ákveðið hefur verið að loka öllum orlofshúsum OBHM tímabundið

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að loka öllum orlofshúsum sjóðsins frá og með fimmtudeginum 22. október til og með mánudeginum 26. október vegna COVID-19 faraldursins.

Lesa meira

20.10.2020 : Áskorun til stjórnvalda frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og fagdeild sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa

Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti í vor að fella sálfræðiþjónustu og aðra klíníska viðtalsmeðferð undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom nú í haust að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára.

Lesa meira

16.10.2020 : Fjölþættar aðgerðir kynntar í þágu listamanna

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ásamt fulltrúa BHM kynntu í dag stuðningsaðgerðir fyrir listamenn sem hafa orðið illa fyrir barðinu á COVID-kreppunni. Formaður BHM vonast til þess að aðgerðirnar komi til móts við þarfir þessa hóps. 

Lesa meira

16.10.2020 : Mikið tekjufall hjá listamönnum vegna COVID-kreppunnar

Um 80% svarenda í könnun sem BHM gerði nýlega meðal listamanna hafa orðið fyrir tekjufalli vegna COVID-kreppunnar. Helmingur þeirra hefur horft upp á tekjur sínar minnka um meira en 50% milli ára og tæplega fimmtungur um á bilinu 75–100%, sem jafna má til algers tekjuhruns. 

Lesa meira

15.10.2020 : COVID-kreppan kemur þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum

Efnahagskreppan af völdum kórónuveirufaraldursins hefur komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Atvinnuleysi er afar mismunandi eftir landsvæðum og kynbundin áhrif COVID-kreppunnar hafa m.a. komið fram í hlutfallslega mikilli aukningu atvinnuleysis meðal kvenna með grunnskólapróf og í auknu álagi af ólaunaðri vinnu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fyrstu skýrslu sérfræðingahóps ASÍ, BHM og BSRB um efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins sem birt er í dag. 

Lesa meira

12.10.2020 : BHM mótmælir uppsögnum hjá SÍ og dregur lögmæti þeirra í efa

BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka.

Lesa meira
Hreðavatn hús 29

6.10.2020 : Orlofssjóður BHM kemur til móts við sjóðsfélaga vegna þriðju bylgju Covid-19

Afbókanir endurgreiddar og sjóðsfélagar minntir á að óheimilt er að nýta orlofshús í sóttkví 

Lesa meira

4.10.2020 : Þjónustuveri enn á ný lokað fyrir almennum heimsóknum

Í ljósi hertra samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti, sbr. reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 957/2020, verður þjónustuveri BHM lokað fyrir almennum heimsóknum frá og með mánudeginum 5. október. Ráðgjafar þjónustuvers sinna erindum gegnum síma, tölvupóst og netspjall. 

Lesa meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir

1.10.2020 : „Við þurfum að vera virk í opinberri umræðu og taka þátt í að móta hugmyndirnar til þess að umskiptin verði sanngjörn“

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók þátt í málstofu um sanngjörn umskipti í loftslagsmálum

Lesa meira

Fréttir