Fréttir: desember 2020
Þjónustuver og skrifstofur lokuð á Þorláksmessu
Vegna jólaleyfa starfsmanna verða þjónustuver og skrifstofur BHM lokuð á morgun, 23. desember. Þjónustuverið opnar aftur mánudaginn 28. desember og verður opið dagana milli jóla og nýárs milli kl. 9:00 og 16:00.
Lesa meira
Tekjufall mest hjá láglaunafólki – hætta á vaxandi ójöfnuði
Vísbendingar eru um að efnahagsleg áhrif COVID-faraldursins komi harðast niður á láglaunahópum á Íslandi. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir áhrifum kófsins, en einnig ungt fólk og innflytjendur. Þegar má sjá merki þess hér á landi að ójöfnuður fari vaxandi vegna heimsfaraldursins. Þetta er á meðal þess sem fram kom á opnum veffundi sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID-kreppunnar sem efnt var til í dag undir yfirskriftinni „Kófið og hrunið: lærdómur og leiðin fram á við“. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að greiningin sé upphafið að stefnumótun og grundvöllur undir kröfur sem stéttarfélög og samtök launafólks þurfa að gera til stjórnvalda.
Lesa meira
Kófið og hrunið: lærdómur og leiðin fram á við
Ný greining sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar, þar sem fjallað er um áhrif COVID-faraldursins á launafólk eftir atvinnugreinum, verður kynnt á opnum veffundi (Zoom-fundi) þriðjudaginn 15. desember kl. 11:00. Dregin verður upp mynd af áhrifum kófsins 2020 á atvinnugreinar og launafólk í landinu í samanburði við áhrifin af hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmum áratug.
Lesa meira
Stofnun fyrirtækis og frumkvöðlastarfsemi
Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem langar að hefja eigin rekstur
Lesa meira
Athugasemdir BHM við frumvarp til laga um viðspyrnustyrki
Í umsögn BHM um frumvarp til laga um viðspyrnustyrki er efnahagslegum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins fagnað. Hins vegar er bent á nokkur atriði í frumvarpinu sem færa þurfi til betri vegar í ljósi versnandi skuldastöðu ríkissjóðs og aukinna byrða framtíðarskattgreiðenda vegna hennar.
Lesa meira
Lenging fæðingarorlofs stórt framfaraskref fyrir börn og fjölskyldur landsins
„BHM styður lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði og telur að með því sé stigið stórt framfararskref fyrir börn og fjölskyldur þessa lands enda er fyrirkomulag fæðingarorlofsmála einn af hornsteinum jafnréttis milli kynja í íslensku samfélagi.“ Þetta segir m.a. í umsögn BHM um frumvarp til nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
Lesa meira
Gildistími gistimiða framlengdur
Til þess að koma til móts við þá sjóðfélaga Orlofssjóðs BHM sem keyptu gistimiða frá Keahótelum sl. sumar og gátu ekki nýtt þá hafa Keahótel ákveðið að framlengja gildistíma miðanna.
Lesa meira
Óljóst hvort opinberir greiningaraðilar uppfylli kröfur um hlutlægni
BHM styður tillögu um umbætur í hagrannsóknum hér á landi en tekur ekki afstöðu til þess hvort tilefni er til að setja á fót sérstaka ríkisstofnun til að sinna slíkum rannsóknum og ráðgjöf við stjórnvöld. Þetta kemur fram í umsögn BHM um frumvarp til laga um „Þjóðhagsstofnun“ sem sjö þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi.
Lesa meira-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2000
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember