Fréttir: 2021

14.10.2021 : Hvert fara viðbótargreiðslurnar?

BHM hefur óskað eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg veiti bandalaginu upplýsingar um kynjaskiptingu viðbótargreiðslna til starfsfólks.

Lesa meira
Gylfi Dalmann, Fræðsludagskrá BHM

13.10.2021 : Starfsmannasamtalið - fyrir stjórnendur og starfsfólk

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, verður með tvö námskeið um starfsmannasamtalið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM

Lesa meira

12.10.2021 : Launaskekkjan lagar sig ekki sjálf

BHM fagnar skýrslu forsætisráðuneytisins um verðmætamat kvennastarfa. 

Lesa meira

5.10.2021 : Mikill samdráttur í íslenskum menningargreinum

Umsvif í menningargreinum eru á hraðri niðurleið í íslensku hagkerfi. 

Lesa meira
Fulltrúar háskólafólks í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi.

30.9.2021 : Forystufólk heildarsamtaka háskólafólks fundaði í Waxholm í Svíþjóð

Þróun á vinnumarkaði, fjarvinna og stytting vinnuvikunnar voru meðal annars til umræðu. 

Lesa meira
Ingrid Kulhman

28.9.2021 : Fjölmenning á vinnustað

Ingrid Kuhlman kennir á námskeiði fyrir þau sem vilja bæta samskiptin og öðlast betra sjálfsöryggi á fjölmenningarlegum vinnustað. 

Lesa meira
Guðrún Björg Bragadóttir

27.9.2021 : Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi

Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag.

Lesa meira
Tölva og útskriftarhattur og confetti

20.9.2021 : Mikil ánægja með Námskeiðasíðu BHM

Nýlega var gerð könnun meðal þeirra sem stofnað hafa aðgang að Námskeiðasíðu BHM til að spyrja hvernig þeim líkar vettvangurinn og rafræna fyrirkomulagið.

Lesa meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason

17.9.2021 : ,,Ég lagði sérstaka áherslu á að koma efnisatriðum þessarar yfirlýsingar til framkvæmda“

Sagði heilbrigðisráðherra í pallborðsumræðum um yfirlýsingu sem hún undirritaði árið 2018 í tengslum við kjarasamninga 17 aðildarfélaga BHM 

Lesa meira

13.9.2021 : Þörf á þekkingarhagkerfi

Fólki í harkhagkerfinu fjölgar en réttindin eru oft óljós og þarf jafnvel að styrkja, að mati formanns BHM.

Lesa meira
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir

10.9.2021 : Grænir leiðtogar - innleiðing grænna skrefa

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á námskeið með Dr. Snjólaugu Ólafsdóttur um innleiðingu Grænna skrefa á vinnustað. Á námskeiðinu er farið yfir hvað það þýðir að vera leiðtogi í umhverfismálum, hvaða máli það skiptir fyrir ríki, borg og samfélagið í heild að hafa leiðtoga í umhverfismálum.

Lesa meira

9.9.2021 : Menntun kvenna undirverðlögð hjá sveitarfélögum

Mikill launamunur var milli markaða hjá háskólamenntuðum sérfræðingum árið 2020, samkvæmt greiningu BHM. 

Lesa meira

3.9.2021 : Að vera fastur í rússíbana - hvað viljum við eftir Covid?

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á hádegisfyrirlestur með Sirrýju Arnardóttur. Sirrý mun fjalla um framtíðarvinnumarkaðinn, ,,gigg hagkerfið" og að finna sitt hlutverk.

Lesa meira
Friðrik Jónsson ásamt fulltrúum stjórnmálaflokka.

2.9.2021 : Samtal við frambjóðendur í aðdraganda kosninga

Friðrik Jónsson, formaður BHM, hefur undanfarið fundað með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í alþingiskosningum 25. september. 

Lesa meira

1.9.2021 : Viltu styrkja stöðu þína eða læra eitthvað nýtt?

BHM stendur fyrir öflugri fræðsludagskrá yfir árið sem allir félagsmenn aðildarfélaga BHM eiga möguleika á að sækja. 

Lesa meira

26.8.2021 : Sem betur fer!

Í dag hófst sameiginleg herferð BHM, Læknafélags Íslands og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undir slagorðinu Sem betur fer.

Lesa meira

20.8.2021 : Mörg þúsund menntaðir heilbrigðisstarfsmenn starfa utan íslensks heilbrigðiskerfis

Bandalag háskólamanna fagnar umræðu um mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu sem mikið hefur borið á undanfarna daga. Meðal annars nefndi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun að hér á landi væri ekki verið að mennta nógu marga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Það er vissulega rétt en að gefnu tilefni vill BHM árétta að vandinn er margþættur.

Lesa meira

19.8.2021 : Þórhildur nýr kynningarfulltrúi BHM

Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa.

Lesa meira

5.8.2021 : Stjórnvöld móti skýra stefnu um viðbrögð og áherslur vegna kófsins

BHM hvetur stjórnvöld til að móta skýra stefnu um viðbrögð og áherslur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sem taki mið af þeim breytta veruleika sem sem víðtækar bólsetningar hér á landi hafa skapað. Finna þurfi ásættanlegt jafnvægi milli þess að „lifa með veirunni“, lýðheilsulegra sjónarmiða og efnahagslegra sjónarmiða. 

Lesa meira

15.7.2021 : Dómur EFTA-dómstólsins hefur fordæmisgildi fyrir alla ríkisstarfsmenn

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu í máli starfsmanns Samgöngustofu gegn íslenska ríkinu að sá tími sem fer í ferðalög starfsmannsins vegna vinnu hans utan hefðbundins vinnutíma teljist „vinnutími“. Að mati BHM hefur niðurstaðan fordæmisgildi fyrir alla ríkisstarfsmenn sem þurfa að ferðast til útlanda vegna vinnu sinnar.

Lesa meira

13.7.2021 : Sumarlokun þjónustuvers og skrifstofu BHM

Skrifstofa og þjónustuver BHM verða lokuð frá og með mánudeginum 19. júlí til föstudagsins 30. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Skrifstofan og þjónustuverið opna aftur þriðjudaginn 3. ágúst kl. 9:00.

Lesa meira

8.7.2021 : Kristín nýr framkvæmdastjóri Starfsþróunarseturs háskólamanna

Kristín Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri Starfsþróunarseturs háskólamanna.

Lesa meira

3.7.2021 : BHM leitar að kynningarfulltrúa

Kynningarfulltrúi miðlar upplýsingum um starfsemi bandalagsins, stefnu og baráttumál til markhópa og stuðlar að því að bandalagið sé sýnilegt í opinberri umræðu.

Lesa meira

15.6.2021 : Prestar samþykktu nýjan kjarasamning við Þjóðkirkjuna

Nýr kjarasamningur Prestafélags Íslands (PÍ) og Þjóðkirkjunnar var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu sem fram fór meðal félagsmanna á tímabillinu 8. til 11. júní sl.

Lesa meira

11.6.2021 : Skilaði orlofsuppbótin sér um mánaðamótin?

Orlofsuppbótin er föst krónutala, sérstök eingreiðsla, sem er greidd í samræmi við starfshlutfall og starfstíma einstaklings á árinu. 

Lesa meira

4.6.2021 : Excel námskeið vinsælast

BHM þakkar félagsmönnum aðildarfélaga fyrir frábærar viðtökur á námskeiðasíðunni sem sett var á laggirnar fyrir tæpu ári. Nú hafa yfir 2.400 félagsmenn stofnað aðgang og horft á námskeið og fyrirlestra sem þar hafa verið aðgengileg í lengri eða styttri tíma.

Lesa meira

3.6.2021 : Stöndum vörð um frjáls og óháð stéttarfélög

BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna svokallaðra gulra stéttarfélaga. Lesa meira

29.5.2021 : Skorað á sveitarfélög að stefna að hámarksstyttingu á öllum vinnustöðum

Aðalfundur BHM, sem haldinn var 27. maí sl., samþykkti fjórar ályktanir um styttingu vinnuvikunnar, fjölgun starfa fyrir háskólamenntað fólk, virði háskólamenntunar og blandað starfsumhverfi staðvinnu og fjarvinnu.

Lesa meira
Kjörstjórn að störfum

28.5.2021 : Kjörið í 18 trúnaðarstöður á rafrænum aðalfundi BHM 2021

Aðalfundur BHM var haldinn með fjarfundabúnaði eins og svo oft áður undanfarið ár vegna samkomutakmarkana. Alls tóku 172 fulltrúar aðildarfélaga þátt í fundinum og kjörið var í 18 trúnaðarstöður.

Lesa meira

27.5.2021 : „Vil strax hefjast handa við að bæta, breyta og byggja upp bandalagið“

„Með fulltingi ykkar vil ég strax hefjast handa við að bæta, breyta og byggja bandalagið upp þannig að það geti betur þjónað okkur í þeim fjölbreyttu verkefnum sem framundan eru,“ sagði Friðrik Jónsson, nýkjörinn formaður BHM, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi bandalagsins sem haldinn var í dag. Á fundinum tók Friðrik formlega við embætti formanns en rafrænu formannskjöri lauk á þriðjudag þar sem Friðrik hlaut tæplega 70% atkvæða.

Lesa meira

27.5.2021 : Velkomnir tannlæknar!

Á aðalfundi BHM, sem haldinn var í dag, var formlega samþykkt að veita Tannlæknafélagi Íslands (TFÍ) fulla aðild að bandalaginu. Aðildarfélög bandalagsins eru þar með orðin 28.

Lesa meira

25.5.2021 : Friðrik Jónsson er nýr formaður BHM

Friðrik Jónsson hefur verið kjörinn nýr formaður Bandalags háskólamanna til tveggja ára í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Friðrik, sem er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, tekur við sem formaður BHM á aðalfundi bandalagsins næstkomandi fimmtudag. Hann hlaut 69,5% atkvæða í kosningunni en Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, sem einnig bauð sig fram í embættið, hlaut 30,5 % atkvæða.

Lesa meira

17.5.2021 : Greining BHM: Opinberir starfsmenn eiga þakklæti skilið

Í nýrri greiningu BHM er fjallað um mikilvægi opinberra starfsmanna fyrir hagkerfið, aukin umsvif hins opinbera vegna kórónuveirufaraldursins og launaþróun á opinberum vinnumarkaði. Sjónum er einkum beint að framlagi og stöðu kvenna í þessu sambandi. Fram kemur að önnur hver kona á íslenskum vinnumarkaði starfar hjá hinu opinbera og að aukið álag í opinberri starfsemi vegna faraldursins hafi einkum lent á konum.

Lesa meira

14.5.2021 : Samkeppni og velsæld – hver græðir á fákeppni?

BHM og tvenn önnur heildarsamtök launafólks standa fyrir opnum veffundi um samkeppnismál nk. miðvikudag, 19. maí, undir yfirskriftinni „Samkeppni og velsæld – hver græðir á fákeppni?“

Lesa meira

12.5.2021 : Stjórnun á umrótartímum

Eyþór Eðvarðsson verður með fyrirlestur um stjórnun á umrótartímum fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM þriðjudaginn 18. maí. 

Lesa meira

6.5.2021 : Réttindi á vinnumarkaði

Örfyrirlestraröð BHM 10.-14. maí kl. 11:00 á Zoom. Örfyrirlestrarnir fjalla um réttindi starfsfólks og skyldur atvinnurekenda á vinnumarkaði

Lesa meira

4.5.2021 : Mikilvægt að breiðari sátt ríki um framtíð lífeyriskerfisins

BHM telur mikilvægt að breiðari sátt ríki um framtíð lífeyriskerfisins en nú er. Þá telur bandalagið óljóst af hverju stjórnvöld vilja auka flækjustig kerfisins með innleiðingu svokallaðrar tilgreindrar séreignar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn bandalagsins um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæðum um tilgreinda séreign (lágmarkstryggingavernd o.fl.).

Lesa meira

30.4.2021 : Langþráðar umbætur á vinnuumhverfi vaktavinnufólks loks í höfn

Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki tekur gildi á morgun, 1. maí.

Lesa meira

28.4.2021 : Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar kynnt á föstudag

Föstudaginn 30. apríl 2021, kl. 10.00 -10:40, verður kynnt vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningalotuna sem hófst árið 2019 og stendur enn, þróun efnahagsmála og launa. 

Lesa meira

21.4.2021 : Dómurinn hefur fullt fordæmisgildi gagnvart kjarasamningum BHM-félaga við ríkið og Reykjavíkurborg

Að mati BHM hefur nýlegur dómur Félagsdóms í máli Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) gegn ríkinu fullt fordæmisgildi gagnvart kjarasamningum aðildarfélaga bandalagsins við ríkið og Reykjavíkurborg. Hins vegar er fordæmisgildið ekki jafn augljóst gagnvart kjarasamningum félaganna við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

21.4.2021 : Markvissari fundir

Fundir geta verið frábær tæki til að stýra fyrirtækjum, deildum eða einstökum verkefnum. Á námskeiðinu verður farið yfir þá lykla sem hjálpa þér að gera fundina sem þú stýrir markvissa og skilvirka.

Lesa meira

13.4.2021 : Afkoma hins opinbera verði ekki bætt með auknum skattaálögum á háskólamenntaða

BHM varar við því að tekjuskattur á háskólamenntaða verði hækkaður við útfærslu afkomubætandi ráðstafana í opinberum fjármálum á næstu árum, enda myndi það draga úr hvata fyrir fólk til að sækja sér háskólamenntun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn bandalagsins um fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2022–2026.

Lesa meira

29.3.2021 : Nýr formaður KVH kjörinn á aðalfundi félagsins

Stefán Þór Björnsson var kjörinn nýr formaður Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðustu viku. 

Lesa meira

26.3.2021 : Starfslokanámskeið – upptaka nú aðgengileg

Upptaka af Starfslokanámskeiðinu sem haldið var fimmtudaginn 25. mars er nú aðgengileg á fræðslusíðu BHM. Hægt verður að horfa á námskeiðið fram til 3. apríl. 

Lesa meira
Sumarhús_Aðaldalur_3

26.3.2021 : Sjóðfélögum býðst að afbóka orlofshús og fá endurgreitt vegna hertra sóttvarnarreglna

Sjóðfélagar Orlofssjóðs BHM (OBHM) sem bókað hafa orlofshús á tímabilinu 25. mars til 15. apríl næstkomandi geta afbókað og fengið fulla endurgreiðslu. Ekki er þó endurgreitt ef leigutímabil er hafið.

Lesa meira
Síða 1 af 2

Fréttir