Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: janúar 2021

29.1.2021 : Framboðsnefnd BHM auglýsir eftir frambjóðendum í trúnaðarstörf innan bandalagsins

Framboðsnefnd BHM hefur auglýst eftir frambjóðendum í trúnaðarstörf innan bandalagsins en aðildarfélögin þurfa að tilnefna einstaklinga í þessi störf. Áhugasömu félagsfólki er því bent á að hafa samband við sitt aðildarfélag fyrir 15. febrúar nk.

Lesa meira

28.1.2021 : Sala á ferðaávísunum hafin á orlofsvef OBHM

Fram til þessa hefur sjóðfélögum Orlofssjóðs BHM (OBHM) staðið til boða að kaupa hótelmiða sem gefnir eru út af hótelum og gistiheimilum. Þetta heyrir nú sögunni til því nú býðst sjóðfélögum að kaupa rafrænar ferðaávísanir á orlofsvef OBHM.

Lesa meira

28.1.2021 : BHM semur við Tækninám.is

Það er óhætt að segja að mikil umbylting hafi átt sér stað í notkun stafrænnar tækni á síðasta ári. Vegna Covid-19 þurftu margir félagsmenn aðildarfélaga BHM að aðlagast hratt að breyttum vinnuaðstæðum. Margir hafa þurft að læra á eitt eða fleiri fjarfundakerfi, á ný verkefnastjórnunarforrit, læra um stafrænt öryggi við heimavinnu og svo mætti lengi telja.

Lesa meira

15.1.2021 : BHM gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samráðsleysi

BHM gagnrýnir að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samráð við bandalagið og aðildarfélög þess við breytingar á launasamningum við starfsmenn borgarinnar. Bandalagið krefst þess að breytingarnar verði dregnar til baka. 

Lesa meira

12.1.2021 : Auglýst eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra Starfsþróunarseturs háskólamanna

Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna hefur auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra setursins. 

Lesa meira

12.1.2021 : Orlofssjóður BHM niðurgreiðir margvíslega þjónustu fyrir sjóðfélaga árið 2021

Líkt og fram hefur komið hefur stjórn Orlofssjóðs BHM ákveðið að ráðstafa auknu fé í niðurgreiðslur á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum fyrir sjóðfélaga frá því sem verið hefur. Á móti verður dregið úr framboði orlofshúsa og íbúða á sumrin. 

Lesa meira

7.1.2021 : BHM leitar að ráðgjafa til starfa í þjónustuveri

Bandalag háskólamanna (BHM) óskar eftir að ráða ráðgjafa til starfa í þjónustuveri BHM. Um er að ræða fjölbreytt starf sem reynir á samskiptahæfni og þjónustulund við úrlausn mála. Starfið er tímabundið til átta mánaða með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Lesa meira

7.1.2021 : Vinnutími háskólafólks og skrifstofufólks samræmdur á almennum vinnumarkaði

Samkomulag var gert um breytingu á kjarasamningi SA og nokkurra aðildarfélaga BHM fyrr í dag. Með breytingunni eru vinnutímaákvæði kjarasamningsins aðlöguð að vinnutímaákvæðum kjarasamninga skrifstofufólks á almennum vinnumarkaði en í framkvæmd hefur dagvinnutími víða verið samræmdur milli þeirra starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningi þessum og þeirra sem starfa eftir kjarasamningum skrifstofufólks.

Lesa meira

7.1.2021 : Rekstur smáfyrirtækja

Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag. 

Lesa meira

6.1.2021 : Grunnnámskeið um styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsfólk í vaktavinnu

Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu býður upp á grunnnámskeið um styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, þ.m.t. félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá þessum aðilum. 

Lesa meira

5.1.2021 : BHM kærir ákvörðun Vinnumálastofnunar til ráðuneytisins

BHM hefur kært ákvörðun Vinnumálastofnunar um að uppsagnir starfsmanna hjá Sjúkratryggingum Íslands sl. haust hafi ekki verið hópuppsögn.

Lesa meira

4.1.2021 : Hljómlistarmenn samþykktu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Félagsmenn Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) sem starfa hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg samþykktu nýjan kjarasamning félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Fréttir