Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: febrúar 2021

25.2.2021 : Opinn veffundur BHM um fjarvinnu háskólamenntaðra 10. mars

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur fjarvinna færst mjög í vöxt í nær öllum atvinnugreinum hér á landi. Þróunin hefur einkum og sér í lagi haft áhrif á starfsaðstæður og vinnuumhverfi háskólamenntaðra. Af þessu tilefni ætlar BHM að halda opinn veffund miðvikudaginn 10. mars nk. um fjarvinnu háskólamenntaðra undir yfirskriftinni „Vinn heima“ – tækifæri og áskoranir tengd fjarvinnu háskólamenntaðra.

Lesa meira

19.2.2021 : Jákvæð samskipti á vinnustað

Hádegisfyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni miðvikudaginn 24. febrúar 

Lesa meira

17.2.2021 : Orlofsblaðið 2021 er komið út

Orlofsblaðið, árlegt kynningar- og upplýsingarit Orlofssjóðs BHM, er komið út en þar eru kynntir þeir orlofskostir sem sjóðfélögum standa til boða á þessu ári. 

Lesa meira

11.2.2021 : Formaður BHM hyggst ekki bjóða sig fram að nýju

Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefur tilkynnt formannaráði bandalagsins að hún hyggist ekki bjóða sig fram að nýju á aðalfundi BHM sem haldinn verður 27. maí nk. Frestur félagsfólks aðildarfélaga til að tilkynna áhuga á formannsframboði til síns félags hefur verið framlengdur til 22. febrúar.

Lesa meira

9.2.2021 : Niðurstaðan í fullu samræmi við túlkun BHM á ákvæðum um rétt til launa í veikindum

Héraðsdómur Reykjavíkur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða rétt framhaldsskólakennara til launa í veikindum, sem voru hafin, með því að segja honum upp störfum. Formaður BHM fagnar niðurstöðunni og segir hana í fullu samræmi við túlkun BHM á ákvæðum kjarasamninga um rétt til launa í veikindum.

Lesa meira

Fréttir