Fréttir: mars 2021
Nýr formaður KVH kjörinn á aðalfundi félagsins
Stefán Þór Björnsson var kjörinn nýr formaður Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðustu viku.
Lesa meira
Starfslokanámskeið – upptaka nú aðgengileg
Upptaka af Starfslokanámskeiðinu sem haldið var fimmtudaginn 25. mars er nú aðgengileg á fræðslusíðu BHM. Hægt verður að horfa á námskeiðið fram til 3. apríl.
Lesa meira
Sjóðfélögum býðst að afbóka orlofshús og fá endurgreitt vegna hertra sóttvarnarreglna
Sjóðfélagar Orlofssjóðs BHM (OBHM) sem bókað hafa orlofshús á tímabilinu 25. mars til 15. apríl næstkomandi geta afbókað og fengið fulla endurgreiðslu. Ekki er þó endurgreitt ef leigutímabil er hafið.
Lesa meiraStjórnvöld framlengi heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán
BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stjórnvöld eru hvött til að framlengja heimild fólks til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán án þess að tekjuskattur sé dreginn af greiðslum. Þá hefur BHM sent frá sér greiningu þar sem nánar er fjallað um málið.
Lesa meira
Jóhann Gunnar tekinn við tímabundið sem formaður BHM
Fráfarandi formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefur gert samkomulag við stjórn bandalagsins um hvernig starfslokum hennar verði háttað. Í samkomulaginu felst m.a. að varaformaður BHM, Jóhann Gunnar Þórarinsson, taki við sem formaður frá og með miðvikudeginum 17. mars og sitji fram að aðalfundi bandalagsins 27. maí.
Lesa meira
Aðalfundur Fræðagarðs hvetur stjórnvöld til að koma til móts við háskólamenntaða sem misst hafa vinnuna
Á aðalfundi Fræðagarðs, sem haldinn var 25. mars sl., var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda háskólamenntaðs starfsfólks sem misst hefur vinnuna eða býr við skert starfshlutfall í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Lesa meira
Samtök launafólks vilja réttlát umskipti í loftslagsaðgerðum
Samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og þýska alþýðusambandinu styðja markmið stjórnvalda ríkjanna í loftslagsmálum og nauðsyn þess að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til að svo geti orðið eru kerfisbreytingar óumflýjanlegar. Þær verða að fara fram á forsendum réttlátra umskipta þannig að bæði kostnaði og ábata við þær breytingar sem framundan eru verði deilt með sanngjörnum hætti. Til að tryggja þetta leggja ASÍ, BSRB og BHM til að sérstökum vinnuhópi verði komið á fót sem hafi það hlutverk að móta stefnu um réttlát umskipti hér á landi í þríhliða samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekenda.
Lesa meira
Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands
Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) var haldinn 16. mars sl. gegnum fjarfundabúnað.
Lesa meira
Aðalfundur IÞÍ samþykkti ný heildarlög félagsins
Aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands (IÞÍ) var haldinn 12. mars sl. gegnum fjarfundabúnað og var vel sóttur miðað við aðstæður. Kosið var í stjórn og nefndir auk þess sem ný heildarlög félagsins voru samþykkt. Nýju lögin fela í sér töluvert breytt skipulag á starfsemi félagsins.
Lesa meira
Starfslokanámskeið
Félagsmönnum aðildarfélaga BHM sem eru að ljúka starfsævi sinni býðst að sitja námskeið um þá fjölmörgu þætti sem huga þarf að við starfslok.
Lesa meira
BHM semur við Vinnuverndarskóla Íslands
Vinnuverndarnámskeið fyrir trúnaðarmenn og almenna félagsmenn aðildarfélaga BHM
Lesa meira
Frambjóðendur til formanns BHM
Nýr formaður BHM verður kjörinn í aðdraganda næsta aðalfundar bandalagsins, sem haldinn verður 27. maí nk., en núverandi formaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefur tilkynnt að hún muni ekki bjóða sig fram að nýju. Tvö eru í framboði: Friðrik Jónsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN).
Lesa meira
Vilja að réttur til fjarvinnu verði tryggður í kjarasamningum
Meira en 60% svarenda í könnun sem BHM gerði nýlega meðal félagsmanna aðildarfélaga sinna telja mikilvægt að bandalagið beiti sér fyrir því að réttur til að vinna að heiman verði tryggður í næstu kjarasamningum. Þá telja meira en 70% svarenda mikilvægt að kjarasamningar kveði skýrt á um að vinnuveitandi skuli greiða fyrir og útvega búnað sem nauðsynlegur er vegna fjarvinnu.
Lesa meira
Álag á konur hvarvetna aukist í „kófinu“
Konur upplifðu aukið álag og streitu vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins á fyrri helmingi síðasta árs. Ástæðan er m.a. sú að þær bera almennt ríkari ábyrgð inni á heimilunum en karlarnir. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur, lektors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, og Valgerðar S. Bjarnadóttur, nýdoktors við menntavísindasvið HÍ, á opnum veffundi sem haldinn var í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Að fundinum stóðu ASÍ, BHM, BSRB, KÍ og Kvenréttindafélag Íslands. Fundarstjóri var Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Lesa meira
Opinn veffundur aðildarfélaga BHM um styttingu vinnuvikunnar á almennum markaði
Viðræðunefnd fjórtán aðildarfélaga BHM, sem nýlega gerðu samkomulag við Samtök atvinnulífsins um styttingu vinnuvikunnar, efnir til opins veffundar þriðjudaginn 9. mars nk. þar sem samkomulagið verður kynnt.
Lesa meira
Opinn veffundur ASÍ, BHM og BSRB um réttlát umskipti í umhverfismálum
Réttlát umskipti í átt að kolefnishlutlausri framtíð er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti. Hún verður kynnt á opnum veffundi 18. mars nk.
Lesa meira
„Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs“ – rafrænn hádegisfundur 8. mars
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er „Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs“.
Lesa meiraTvö bjóða sig fram til formanns BHM
Tilkynning frá framboðsnefnd BHM.
Lesa meira-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2000
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember