Að gefnu tilefni vill BHM árétta að hlífðargríma kemur ekki í stað tveggja metra reglunnar

13.8.2020

  • Einnota hlífðargríma
    Hlifdargrima

BHM vill árétta fyrir félagsmönnum og vinnuveitendum að hlífðargríma kemur ekki í stað tveggja metra reglunnar á vinnustöðum, nema eðli starfseminnar krefjist þess.

Sem stendur er sú regla í gildi að hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi eigi að vera a.m.k. tveir metrar á milli einstaklinga og er sú regla ekki valfrjáls. Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli ótengdra einstaklinga er krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur eins og flug og farþegaferjur. Sömuleiðis á þetta við um starfsemi þar sem nálægð er mikil, til dæmis á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sjúkraþjálfun.

Samkvæmt lögum ber vinnuveitanda að tryggja starfsmönnum sínum öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Þannig ber vinnuveitanda að framfylgja tveggja metra reglunni með viðeigandi ráðstöfunum, eins og að bjóða starfsmönnum að vinna að heiman, en ekki með því að bjóða upp á andlitsgrímu á vinnustað.

Nánari upplýsingar eru hér í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tekur gildi 14. ágúst.


Fréttir