Að vera fastur í rússíbana - hvað viljum við eftir Covid?

3.9.2021

  • Finalfinal

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á hádegisfyrirlestur með Sirrýju Arnardóttur. Sirrý mun fjalla um framtíðarvinnumarkaðinn, ,,gigg hagkerfið" og að finna sitt hlutverk.

Að fyrirlestri loknum verður boðið upp á umræður.

Sirrý Arnardóttir er menntuð í félags- og fjölmiðlafræði. Hún er höfundur bókanna Þegar kona brotnar - og leiðin út í lífið á ný og Þegar karlar stranda - og leiðin í land en báðar fjalla um kulnun og hafa vakið mikla athygli á liðnum árum.

Sirrý er með þrjátíu ára reynslu í fjölmiðlum en kennir nú við Háskólann á Bifröst auk þess að vera starfandi rithöfundur og fyrirlesari.

Fyrirlesturinn er félagsmönnum að kostnaðarlausu og verður haldinn á Teams, skráning fer fram á þessum hlekk.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.


Fréttir