Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands

18.3.2021

  • Steinunn-16.3.2021
    Steinunn Bergmann, formaður FÍ.

Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) var haldinn 16. mars sl. gegnum fjarfundabúnað. Lagabreytingatillögur stjórnar voru samþykktar og þær Arndís Tómasdóttir, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Kristín Þórðardóttir voru sjálfkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára. Samþykkt voru óbreytt stéttarfélagsgjöld. Í lok fundarins kynnti siðanefnd tillögur nefndarinnar að breytingum á siðareglum félagsins og sköpuðust nokkrar umræður um tillögurnar.

Steinunn Bergmann formaður FÍ vakti athygli fundarmanna á yfirskrift Alþjóðadags félagsráðgjafar 2021 Ubuntu: Ég er vegna þess að við erum. Styrkjum félagslega samstöðu og hnattræn tengsl en Ubuntu þýðir Ég er vegna þess að við erum og er Afrískt hugtak og heimspeki sem á samhljóm með heildarsýn félagsráðgjafar á samtengingu einstaklinga og umhverfis.


Fréttir