Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands
Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) var haldinn 16. mars sl. gegnum fjarfundabúnað. Lagabreytingatillögur stjórnar voru samþykktar og þær Arndís Tómasdóttir, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Kristín Þórðardóttir voru sjálfkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára. Samþykkt voru óbreytt stéttarfélagsgjöld. Í lok fundarins kynnti siðanefnd tillögur nefndarinnar að breytingum á siðareglum félagsins og sköpuðust nokkrar umræður um tillögurnar.
Steinunn Bergmann formaður FÍ vakti athygli fundarmanna á yfirskrift Alþjóðadags félagsráðgjafar 2021 Ubuntu: Ég er vegna þess að við erum. Styrkjum félagslega samstöðu og hnattræn tengsl en Ubuntu þýðir Ég er vegna þess að við erum og er Afrískt hugtak og heimspeki sem á samhljóm með heildarsýn félagsráðgjafar á samtengingu einstaklinga og umhverfis.