Aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands fór vel fram

Aðalfundurinn var haldinn 20. maí með rafrænum hætti

25.5.2020

  • Inga Guðrú
    IngaGudrun2
    Fundarstjóri var Inga Guðrún Sveinsdóttir, iðjuþjálfi og deildarstjóri á Hrafnistu Laugarási
  • Þóra Leósdóttir og Sæunn Pétursdóttir
    idjuthalfar
    Þóra Leósdóttir, formaður, og Sæunn Pétursdóttir
  • Þóra Leósdóttir og Inga Guðrún Sveinsdóttir
    IdjuthjalfafelagIslands
    Þóra Leósdóttir og Inga Guðrún Sveinsdóttir

Aðalfundur Iðjuþálfafélags Íslands var haldinn 20. maí síðastliðinn með rafrænum hætti vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Alls 28 félagsmenn voru mættir til leiks í Zoom fjarfundi og var dagskráin hefðbundin. 

Fyrir fundinum lá tillaga kjörnefndar félagsins og þar sem engin mótframboð bbárust var sjálfkjörið í öll laus sæti í stjórn og nefndum félagsins. Á fundinum var skipað í stjórn fræðslusjóðs, í siðanefnd og fræðilega ritstjórn Iðjuþjálfans. 

Í lok fundarins þakkaði formaður fráfarandi fulltrúum fyrir vel unnin störf og bauð nýja velkomna til verkefna í þágu félagsins.

Eftirtalin skipa stjórn félagsins 2020-2021:

  • Þóra Leósdóttir, formaður
  • Erna Sveinbjörnsdóttir, varaformaður
  • Björg Jónína Gunnarsdóttir
  • Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir
  • Katrín Ósk Aldan Gunnarsdóttir

Varamenn:
Stefán E. Hafsteinsson og Jónína Einarsdóttir