Afhending gistimiða tefst

Vinsældir fóru fram úr væntingum og beðið eftir fleiri gistimiðum

29.5.2020

  • Fosshótel Reykholti
    Fosshotel

Nýlega bauð Orlofssjóður BHM sjóðfélögum að kaupa takmarkað magn gistimiða hjá Íslandshótelum (Fosshótelum) á sérstökum vildarkjörum.

Vinsældir fóru langt fram úr væntingum og búið er að afhenda alla miða sem prentaðir voru. Það eru því ekki fleiri gistimiðar til afhendingar í þjónustuveri eins og stendur. Ekki verður hægt að sækja keypta gistimiða fyrr en nýir hafa borist úr prentun.

Um leið og nýju miðarnir berast verður tilkynnt um það en þeir eru væntanlegir dagana 2.–5. júní.