Ákveðið að loka öllum orlofshúsum OBHM yfir páskana

Tilkynning frá stjórn Orlofssjóðs BHM

6.4.2020

  • Hreðavatn hus 29
    Hredavatn29

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að loka öllum orlofshúsum sjóðsins yfir páskana vegna COVID-19 faraldursins. Sjóðfélagar sem áttu orlofshús bókuð um páskana munu fá endurgreitt sjálfkrafa og þurfa ekki sérstaklega að bera sig eftir því.

Mikið álag er nú á heilbrigðisstofnunum landsins. Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til fólks að ferðast ekki að óþörfu til að lágmarka álag á kerfið. Sérstaklega hefur fólk verið hvatt til að leggjast ekki í ferðalög yfir páskana heldur halda kyrru fyrir heima hjá sér.

Með ákvörðun sinni vill stjórn Orlofssjóðs BHM leggjast á árar með yfirvöldum í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Stjórnin mun funda 14. apríl og þá meta hvort tilefni sé til frekari lokana.

Sjóðfélagar geta afbókað orlofskosti sem þeir hafa á leigu yfir tímabilið 15. apríl til og með 4. maí með sólarhrings fyrirvara og fá þá endurgreitt að fullu. 

Afbókunarbeiðnir skulu sendar á sjodir@bhm.is