Ákveðið hefur verið að loka öllum orlofshúsum OBHM tímabundið

Tilkynning frá stjórn Orlofssjóðs BHM

21.10.2020

  • logo_obhm

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að loka öllum orlofshúsum sjóðsins frá og með fimmtudeginum 22. október til og með mánudeginum 26. október vegna COVID-19 faraldursins. Sjóðfélagar sem áttu orlofshús bókað á þessum tíma munu fá endurgreitt sjálfkrafa og þurfa ekki að bera sig eftir því sérstaklega.

Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til fólks að ferðast ekki að óþörfu út fyrir höfuðborgarsvæðið, heldur halda kyrru fyrir heima hjá sér.

Með ákvörðun sinni vill stjórn Orlofssjóðs BHM leggjast á árarnar með yfirvöldum í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.

Sjóðfélagar geta afbókað orlofskosti sem þeir hafa á leigu yfir tímabilið 20. október til og með 3. nóvember með sólarhrings fyrirvara og fá þá endurgreitt að fullu.

Afbókunarbeiðnir skulu sendar á sjodir@bhm.is


Fréttir