Arkitektafélag Íslands samdi við SAMARK

18.6.2020

  • Arkitektafélag Íslands samdi við SAMARK
    arkitektafelag_islands
    Hulda Sigmarsdóttir, Gerður Jónsdóttir og Sigríður Maack með undirritaðan kjarasamning.

Arkitektafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við SAMARK þann 16. júní. SAMARK eru aðili að Samtökum Iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Samningurinn byggir á sameiginlegum samningi 14 aðildarfélaga BHM og Samtaka atvinnulífsins en með nokkrum sérákvæðum og viðaukum frá eldri samningi. 

Kjarasamningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum á rafrænum fundi þriðjudaginn 23. júní kl. 12.00.

Rafrænar kosningar um samninginn fara fram frá og með þriðjudeginum 23. júní til miðnættis mánudaginn 29. júní.