Úrval námskeiða í boði á haustönn

10.9.2018

  • IMGU--0021

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja áhugaverð námskeið á haustönn 2018. Meðal annars verður boðið upp á námskeið um áhrif streitu á samskipti í vinnu og innan fjölskyldu, námskeið um ný persónuverndarlög, námskeið um hvernig vaktavinnufólk geti hlúð að heilsu sinni og námskeið um jafningjastjórnun, svo dæmi séu nefnd. Öll námskeið eru opin félagsmönnum aðildarfélaga án endurgjalds en eitt námskeið er sérstaklega ætlað trúnaðarmönnum félaganna (Grunnnámskeið I fyrir trúnaðarmenn). Hér má nálgast fræðsludagskrá haustannar 2018.

Opnað verður fyrir skráningu á vef BHM (sjá hér ) kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 11 september nk. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er yfirleitt takmarkaður og því gildir að fyrst koma – fyrst fá

Námskeiðin verða kennd í húsnæði BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík, en væntanlega verða einhver þeirra einnig haldin á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ og Ísafirði í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Dagsetningar námskeiða á Akureyri og Ísafirði verða auglýstar síðar.

Athugið að flestum námskeiðanna verður jafnframt streymt á streymissíðu BHM.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar sem, ef út þær fer, verða kynntar hér á vefnum.