Góðir gestir frá Færeyjum

29.10.2018

Í nýliðinni viku sóttu fulltrúar háskólafólks í Færeyjum BHM heim og fræddust um hlutverk og starfsemi bandalagsins. Um var að ræða stjórnarmenn í Magistarafelagi Føroya sem er eitt aðildarfélaga Akademikerafelags Føroya, systursamtaka BHM í Færeyjum. Gestirnir funduðu með formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra bandalagsins. Á myndinni eru frá vinstri: Marjun Lützen, William Simonsen, Unn Patursson, Michael Dal, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Páll Nolsøe, Mass Hoydal og Erna Guðmundsdóttir.