Sjö félög samþykktu kjarasamninga við ríkið en þrjú felldu

Samtals hafa nú sautján BHM-félög samið við ríkið en ósamið er við fjögur

17.4.2020

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga tíu aðildarfélaga BHM við ríkið lauk í dag. Félagsmenn sjö félaga samþykktu samningana en félagsmenn þriggja félaga felldu þá.

Félög sem samþykktu samningana:

 • Dýralæknafélag Íslands (DÍ)
 • Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ)
 • Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ)
 • Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH)
 • Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ)
 • Sálfræðingafélag Íslands (SÍ)
 • Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ)

Félög sem felldu samningana:

 • Félag geislafræðinga (FG)
 • Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN)
 • Félag lífeindafræðinga (FL)
Samningarnir gilda á tímabilinu 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Sjá má nánari upplýsingar um niðurstöður atkvæðagreiðslnanna í töflunni hér að neðan en samningana má nálgast á vefsíðum félaganna

   Fjöldi á kjörskrá  Fjöldi atkvæða  Já  Nei  Skiluðu auðu  Kosningaþátttaka
 DÍ  41  34  27 7 0  82,93%
 FG  129  110  12 98  0  85,27%
 FÍN  824  564  265  278 21   68,45%
 FL  208  141  59  82 0  67,79%
 FÍ  101  68  49  17 2  67,33%
 IÞÍ  88  60  47  11 2  68,18%
 KVH  442  290  221  63 6  65,61%
 LMFÍ  241  151  85  62 4  62,66%
 SÍ  221  148  86  51 11  66,97%
 ÞÍ  37  32  25  5 2  86,49%

Af samtals 21 aðildarfélagi BHM sem var með lausa samninga við ríkið frá 1. apríl 2019 er nú ósamið við fjögur félög, þ.e.a.s. þau þrjú félög sem nefnd eru hér að ofan auk Félags íslenskra leikara. 

Önnur félög sem samþykkt hafa nýja kjarasamninga við ríkið eru:

 • Fræðagarður
 • Félag íslenskra félagsvísindamanna
 • Félag bókasafns- og upplýsingafræðinga
 • Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
 • Félag prófessora við ríkisháskóla
 • Félag háskólakennara
 • Félag háskólakennara á Akureyri 
 • Félag íslenskra hljómlistarmanna
 • Félag sjúkraþjálfara
 • Stéttarfélag lögfræðinga