Auglýst eftir framboðum í trúnaðarstöður innan BHM

Frestur til 15. mars

22.2.2019

Uppstillingarnefnd BHM hefur auglýst eftir félagsmönnum úr röðum aðildarfélaga BHM sem áhuga hafa á því að taka að sér trúnaðarstörf innan bandalagsins. Hlutverk uppstillingarnefndar er að stilla upp frambjóðendum til stjórnar eða nefndar fyrir aðalfund BHM í samræmi við lög bandalagsins, erindsbréf og verklagsreglur uppstillingarnefndar. Aðalfundur BHM verður haldinn 23. maí nk. á Hótel Reykjavík Natura. Rétt til setu á aðalfundi bandalagsins og atkvæðisrétt á fundinum hafa fulltrúar sem tilnefndir eru af aðildarfélögum, sbr. grein 3.3. í lögum BHM.

Á aðalfundinum 23. maí verður kjörið í eftirfarandi trúnaðarstöður:

 • Formaður BHM
 • Þrír aðalmenn í stjórn BHM til tveggja ára
 • Tveir varamenn í stjórn BHM til eins árs
 • Tveir skoðunarmenn reikninga BHM til eins árs
 • Einn skoðunarmaður til vara til eins árs
 • Tveir nefndarmenn í Kjara- og réttindanefnd BHM til tveggja ára
 • Tveir nefndarmenn í Jafnréttisnefnd BHM til tveggja ára
 • Fimm nefndarmenn í Uppstillingarnefnd BHM til eins árs 
 • Tveir varamenn í Uppstillingarnefnd BHM til eins árs
 • Einn fulltrúi í stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM til tveggja ára
 • Tveir fulltrúar í stjórn Orlofssjóðs BHM til eins árs

Félagsmenn aðildarfélaga sem vilja gefa kost á sér í einhverja af framangreindum trúnaðarstöðum er bent á að hafa samband við sín aðildarfélög fyrir 15. mars nk. Fréttir