VIRK augýsir eftir ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar

10.4.2017

  • Virk logo_nytt_Litid
    Virk logo_nytt_Litid

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leitar að ráðgjafa í 100% ótímabundna stöðu til að sinna ráðgjöf við háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða félagsmenn aðildarfélaga Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Viðkomandi mun hafa starfsstöð hjá BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.

Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. 

Upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarform má nálgast á vef Hagvangs