Auglýst eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra Starfsþróunarseturs háskólamanna

12.1.2021

  • sth
  • BHM-Merki-RGB-blatt

Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna hefur auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra setursins. Auglýsingin er eftirfarandi.

Starfsþróunarsetur háskólamanna (STH) leitar að öflugum framkvæmdastjóra sem hefur áhuga, getu og drifkraft til að leiða faglegt starf setursins í takt við breytingar sem framundan eru á vinnumarkaði.

Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á frumkvæði, lausnamiðað viðhorf og ríka samskiptahæfni.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn STH og starfar náið með henni til að ná markmiðum starfsþróunarsetursins.

Helstu verkefni
•Efla starfsþróun háskólamanna.
• Innleiða og fylgja eftir stefnu stjórnar.
• Yfirumsjón með kynningarstarfi og upplýsingagjöf setursins.
• Daglegur rekstur skrifstofu.
• Undirbúningur funda og gagnaöflun.
• Ýmis tilfallandi verkefni og samskipti.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Leiðtogahæfni og lipurð í samskiptum.
• Frumkvæði, metnaður og árangursdrift.
• Reynsla og þekking af verkefnastjórnun.
• Innsýn í opinberan vinnumarkað og breytingar sem eru framundan á þeim vettvangi.
• Reynsla af framsetningu og miðlun upplýsinga.
• Reynsla af skipulagningu og uppbyggingu námskeiða er mikill kostur.
• Reynsla af vinnu með fjárhagsupplýsingar æskileg.
• Gott vald á íslensku og ensku.

Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar nk.

Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.

Við hvetjum hæfileikaríkt fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is).

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarlegt kynningarbréf og starfsferilsskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


Fréttir